blaðið - 21.06.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 21.06.2006, Blaðsíða 2
2IFRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 2006 blaöið O Heiðskirtv LéttskýJað.Sut Skýjað Alskýjað"^1- Rigning,litllsháttar^^>Rigning.^»Súl(t '■* Snjókoma'—- ■> siyddaí^is Snjóél *Skúr OPNUNARTlMI:MÁNUD-FÖSrUD 11:00-18:00 LAUGARDAGA11:00-16:00 SUNNUDAGALOKAÐ SETT HÚSGAGNAVERSLUN • ASKAUND 2A - 201 KÖPAVOGUR - SlMI 534 1400 - WWW.SETT.IS ihjjyti' Algarve 25 Amsterdam 17 Barcelona 26 Berlín 20 Chicago 22 Dublin 16 Frankfurt 23 Glasgow 11 Hamborg 23 Helsinki 27 Kaupmannahöfn 18 London 20 Madrid 32 Mallorka 29 Montreal 16 New York 22 Orlando 25 Osló 17 París 20 Stokkhólmur 24 Vín 30 Þórshöfn 11 m m m * m HB #■ Mynd/Svemi Samnmgur loks 1 hofn Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri ritaði í gær undir samning um kaup byggingarvöruverslunarinnar Bauhaus á lóð við Úlfarsfell. Þar hyggst fyrirtækið reka um 20.000 fermetra verslun sem verður stærsta verslunarhús sinnar tegundar hér á landi. Stefnt er að því að verslunin verði opnuð í árslok 2008. Frestun á byggingu tónlistarhúss skiptir litlu fyrir hagstjórnina Helgi Hjörvar, alþingismaður, segir ekkert vit í að fresta byggingu tónlistarhúss. Allar aðrar frestanir komi hins vegar til álita, þar á meðal bygging hátæknisjúkrahúss. MEÐ MICROFIBERÁKLÆÐI SKOÐAÐU ÚRVALIÐ Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands Eftir Gunnar Reyni Valþórsson Að mati Helga Hjörvar alþingis- manns koma flestar frestanir á op- inberum framkvæmdum til álita, ef undan er skilin bygging tónlistar- og ráðstefnuhúss í Reykjavík. Einar Oddur Kristjánsson, kollega Helga á Alþingi, sagði í Blaðinu í gær brýnt að fresta framkvæmdum á borð við tónlistarhúsið og hátæknisjúkrahús við Hringbraut. Efnahagsmálum stefnt í óefni „Það þýðir ekkert fyrir Einar Odd að skrifa tékka fyrir Héðinsfjarðar- göngum í annarri vikunni og ætla ÞU FÆRÐ HM SÆTIÐ HJÁ OKKUR kr. 19.900,- MATTHEW HÆGINDASTÓLL síðan að skera niður tónlistar- og ráðstefnuhús í hinni,“ segir Helgi Hjörvar, alþingismaður. „Fjárfest- ingin í því nemur innan við þremur prósentum af fjárfestingunni fyrir austan og mun engu meginmáli skipta fyrir hagstjórnina í land- inu.“ Helgi segir framkvæmdina á hafnarbakkanum hins vegar skipta miklu fyrir uppbyggingu á sviði ferðaþjónustu og menningarstarf- semi í Reykjavík. „Frestun á öðrum framkvæmdum, svo sem hátækni- sjúkrahúsinu, hljóta hins vegar allar að koma til álita því að ríkisstjórnin hefur stefnt efnahagsmálunum í algjört óefni. Ef hér hefði verið einhver efnahagsstjórn þá hefðu menn skorið niður framkvæmdir á síðustu árum og farið síðan í fram- kvæmdir þegar samdráttur verður á næstunni. Það hefði komið sér vel fyrir byggingariðnaðinn að fá stór verkefni eins og TRH og hátækni- sjúkrahús í þeim samdætti “ Helgi segir að engar slíkar að- gerðir hafi verið af hálfu ríkisstjórn- arinnar. „Þrátt fyrir að kallað sé eftir þeim nú á maður eftir að sjá að þessi ríkisstjórn hafi þrek til að gera eitt eða neitt sem erfitt geti talist," segir Helgi Þegar farið að fjara undan í byggingariðnaði Alfreð Þorsteinsson, formaður fram- kvæmdarnefndar vegna byggingar nýs Landsspítala-háskólasjúkra- húss, segir óráðlegt að fresta undi- búningi verkefnisins og bendir á að verklegar framkvæmdir hefjist ekki fyrr en í fyrsta lagi eftir tvö ár. Einar Oddur sagði í viðtalinu við Blaðið í gær, að þá fjármuni sem ríkið fékk fyrir sölu Landssímans ætti að nota til að styrkja gjaldeyrisvaraforða Seðlabankans. „Þetta er fyrst og fremst mál þing- manna og ríkisstjórnarinnar," segir Alfreð um mögulegar frestanir á framkvæmdum hins opinbera. „Hins vegar væri mjög óráðlegt að fresta undirbúningi þessarar framkvæmdar því að hann hefur engin stórvægileg áhrif á efnahags- lífið í heild sinni.“ Alfreð segir að menn geti síðan ráðið því hvenær hafist verði handa við verklegar framkvæmdir. „Næstu tvö árin er einungis um að ræða undirbúnings- vinnu vegna framkvæmdarinnar og það er síðan á valdi ríkisstjórnar- innar og þingmeirihlutans hvernig hann vill tímasetja verkefnið í fram- haldi af því.“ Alfreð segir að eins og staðan sé í dag sé gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á tímabilinu 2008-2009. „Ég vek athygli á því að það eru ýmsar blikur á lofti í sambandi við atvinnu- lífið. Það er ekki vist að hér verði næg atvinna áfram eins og verið hefur. Það er þegar byrjað að fjara undan í byggingariðnaðinum og áhrifa frá Kárahnjúkum mun hætta að gæta strax á næsta ári. Það gæti því allt eins verið að á næstu miss- erum verði talið nauðsynlegt að fara í ýmsar af þeim stórframkvæmdum sem nú er rætt um að fresta," segir Alfreð Þorsteinsson. gunnar@bladid.net blaðiöu^ Hádegismóum 2,110 Reykjavík Sími: 510 3700 • www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 510 3799 netfang: frettir@ bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 51Q 3744 netfang: auglysingar@bladid.net Evrópuþing- maður vekur furðu Breskur þingmaður á Evrópu- þinginu, Gerard Batten, vakti milda furðu í gær þegar hann hóf að söngla gamlan breskan slag- ara úr þáttunum „Dad’s Army” en skipti nafni Adolfs Hitlers í laginu út og setti þess í stað nafn kanslarara Austurríkis, Wolf- gangs Schussels. f texta lagsins er þýski einræðisherrann spurður hvern hann haldi að hann sé að blekkja þegar hann segi að Eng- landi sé öllu lokið? Sagði Batten lagið endurspegla afstöðu Breta til Evrópusambandsins. Kanslarinn hafði nýlokið að halda ræðu í þinginu þar sem að hann lýsti því yfir að helstu leið- togar aðildarríkja Evrópusam- bandsins hefðu komið sér saman um að ekki yrðu gerðar veiga- miklar breytingar á fyrirhugaðri stjórnarskrá sambandsins, en henni var hafnað af frönskum og hollenskum kjósendum í þjóðar- atkvæðisgreiðslum á síðasta ári. Batten, sem er ekki hrifinn af samrunaferlinu í Evrópu, steig í pontu á eftir Schussel og fagnaði yfirlýsingu Schussels þar sem hún sýndi fram á að hin pólitíska elíta Evrópusambandsins kærði sig ekki um að hlusta á raddir fólksins. Úrskurða ekki um HM fyrr en að keppni lokinni Samkeppniseftirlitið mun ekki úrskurða um hvort heimilt sé að útiloka neytendur frá því að sjá útsendingar erlendra sjónvarps- stöðva á leikjum á heimsmeist- aramótinu í knattspyrnu fyrr en eftir að mótinu lýkur. Lokað var fyrir útsendingar þeirra er- lendu stöðva á Digital Island og Skjánum sem sýna leiki á HM. Á heimasíðu Neytendasamtak- anna er spurt hvort það sé ásætt- anlegt að draga úrskurðinn fram yfir lok keppninnar. „Hvernig sem úrskurðurinn fellur þá mun það ekki hjálpa umkvörtunarað- ilum að njóta útsendinga frá HM 2006,“ segir á heimasíðunni. Þar sem keppnin standi aðeins yfir í einn mánuð segjast Neytenda- samtökin hafa búist við því að fljótt yrði brugðist við af hálfu Samkeppniseftirlitsins, en af því verður ekki. I I í I I

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.