blaðið - 21.06.2006, Blaðsíða 17

blaðið - 21.06.2006, Blaðsíða 17
blaöiö MIÐVIKUDAGUR 21 JÚNÍ 2006 TÍSKA I 25 Glœsilegir rússnesk- ir kjólar Rússneski fatahönnuðurinn Va- lentín Yudaskin stóð fyrir sérstakri tískusýningu fyrir fréttamenn í Moskvu fyrir nokkrum dögum þar sem þessir fallegu kjólar voru meðal annars sýndir. Valentín er eini rússneski hönnuðurinn sem á sæti í Couture Syndicate of Paris en hönnun hans er sýnd á búningasafn- inu í Louvre-safninu í París. * Sérstakt raka- krem íyrir hálsinn Fyrstu öldrunareinkenni sjá konur oft á hálsinum sem fer snemma að sýna slitmerki. Benefiance línan frá Shiseido er sérstaklega hönnuð fyrir húð sem er farin að sýna öldrunareinkenni og leggur áherslu á að auka rakastig húðarinnar og næringarefni auk þess sem línunni er ætlað að auka ljóma húðarinnar. Við þróun á þessari línu var sér- lega horft til þess hvaða áhrif sól- argeislar hafa á hrukkumyndun húðarinnar. Kremin eru unnin úr grænþörungum ríkum af pró- teinum, steinefnum og beta-caró- tíni, sem eiga náttúrleg heimkynni sín i ferskvatni. Shiseido-fyrirtækið þróaði sérstakan kraft úr þessum þörungum með sérstakri tækni sem leggur áherslu á TSP-i prótein í húð- þekjufrumum. Þessi prótein hjálpa húðinni við að draga úr öldrunar- merkjum svo sem eins og hrukkum auk þess sem þau byggja hana upp til framtíðar. Öðruvísi húð Concentrated Neck Contour Treat- ment kremið er nýjung frá Shiseido- fyrirtækinu og nýjasti meðlimur Benefiance línunnar, sem ætlað er að mæta vöntun á markaðnum. Margar konur nota rakakrem fyrir andlit og bera það einnig á hálsinn á sér. Húðin á hálsinum er þó öðru- vísi uppbyggð en húðin í andlitinu og þarf því annarskonar meðferð. Framleiðandi segir áhrifin augljós í þéttari og mýkri húð á hálsinum. Eins og lífstykki Hrukkur og pokamyndun á hálsi myndast aðallega vegna endurtek- innar teygju á húðinni. Nýja kremið myndar mjúka filmu yfir húðinni sem nærir hana og verndar og styður við háls- inn líkt og lífstykkivið líkamann. Þetta nýja krem frá Shiseido er sér- staklega ætlað til aðhindraöldrunar- einkenni á hálsi. Fatalína innblás- in af Tweety Nýja línan hennar Nicky Hilton er innblásin af teiknimyndafígúrunni Tweety Bird. Nicky hóf sölu á eigin fatalínu árið 2004 og þá strax var ljóst að stíll hennar var áberandi sér- stakur. Nicky segir að hún horfi til þess hverskonar fötum hún sjálf og vinir hennar vilji ganga í og miðar hönnunina algerlega út frá því. Verðið er hins vegar ekki miðað við efnahag stúlkunnar og vinkvenna hennar: „Fötin eru miklu ódýrari en það sem ég sjálf hef ráð á.“ Sjálf hefur Nicky sagt að hún sé engin Prada og það er líklega óravegur á milli þessara tveggja hönnuða. Systir Nicky, Paris Hil- ton, hannar hins vegar föt sem eru öllu líkari hönnun Nicky . I dag eru systurnar því í samkeppni hvor við aðra. Fatahönnuðurinn og hótelkeðjuerfing- in Nicky Hilton stillir sér hér upp fyrir Ijósmyndara á fréttamannafundi þar sem nýja fatalínan hennar var kynnt f New York í gær.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.