blaðið - 30.06.2006, Side 10

blaðið - 30.06.2006, Side 10
10 I FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2006 blaöið Fáninn og siðferðis- málin í brennidepli Repúblikanar hefja gagnsókn í aðdraganda þingkosninganna í Bandaríkjunum í nóvember. Karl Rove, ráðgjafi George Bush, er helsti hugmyndafræðingurinn að baki baráttu repú- blikana fyrir þingkosningarnar í nóvember. Hann er ekki óumdeildur maður. Bónus oftast með lægsta verðið Bónus var oftast með lægsta verðið í nýrri verðkönnun á mat- og drykkj- arvörum sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í matvöruverslunum á höf- uðborgarsvæðinu þriðjudaginn 27. júní. Hæsta verðið var oftast í verslun 11-11. Kannað var verð á alls 53 vörutegundum og var Bónus með lægsta verðið í 29 tilvikum. Lítill verðmunur reyndist oftast vera í verslunum Bónuss og Krónunnar. Mestur verðmunur í könnuninni var 124% á pakka af Toffypops-kexi sem var ódýrastur 98 kr. í Bónus en dýrastur 219 kr. í verslun 11-11.1 frétt frá ASÍ kemur fram að nokkuð hafi borið á því að vörur hafi ekki verið verðmerktar inni í verslunum. Ingimundur skipaður seðla- bankastjóri Forsætisráðherra skipaði í gær Ingi- mund Friðriksson í embætti banka- stjóra Seðlabanka íslands til sjö ára frá 1. september n.k. Ingimundur hefur verið aðstoðarbankastjóri Seðlabanka Islands frá árinu 1994, auk þess sem hann var settur banka- stjóri 2002-2003 og nú aftur til loka ágústmánaðar n.k. Ingimundur er fæddur 17. febrúar 1950. Hann hefur lokið MA-prófi í þjóðhagfræði og starfað í Seðlabankanum fyrst 1973 og síðan frá 1975, auk þess að gegna störfum á vegum Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna í framkvæmda- stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Forsætisráðherra féllst í gær á beiðni Jóns Sigurðssonar, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um lausn frá embætti bankastjóra Seðlabankans og var Ingimundur skipaður banka- stjóri í kjölfarið. Eftir Örn Arnarson Öldungadeild Bandaríkjaþings hafnaði fyrr í vikunni með minnsta mögulega mun, eða með einu atkvæði, tillögu að stjórnar- skrárbreytingu sem myndi banna það athæfi að vanvirða bandaríska fánann. Umræðan um tillöguna var hefðbundin. Þeir sem mæltu með henni höfðuðu til þjóðernis- kenndar Bandaríkjamanna en þeir sem eru á móti vísuðu í ákvæði um tjáningafrelsið í stjórnarskránni. Það er hinsvegar ekki umræðan um sjálfa tillöguna sem er áhugaverð heldur hvernig hún endurspeglar gagnsókn repúblikana í baráttunni fyrir þingkosningarnar í nóvember. Sú gagnsókn felst í því að setja ýmis siðferðismál í brennidepil stjórn- málaumræðunnar og henni hefur verið gefið nafn: Stefnuskrá banda- rískra gilda (e. American Values Agenda). Repúblikanar hafa verið iðnir við að bera fram tillögur sem tengjast ýmsum siferðismálum á Bandaríkja- þingi að undanförnu. Fyrr í þessum mánuði bar hópur repúblikana upp tillögu að stjórnarskrárbreytingu sem myndi banna hjónabönd sam- kynhneigðra. Tillagan fékk lítið brautargengi. Repúblikanar í full- trúadeildinni hyggjast bera fram fleiri tillögur á næstu mánuðum sem varða mál eins og byssueign, fóstureyðingar, siðferðileg álitamál í erfðavísindum og trúmál. Vígstaðan styrkt Litlar líkur eru á að tillögur þeirra í þessum málaflokki nái fram að ganga á þinginu. Enda eru þeir ekki að leggja fram þessi mál vegna þess að þeir telji að þau fái brautar- gengi. Þessar áherslur eru liður í gagnsókn repúblikana í baráttunni fyrir þingkosningarnar í nóvem- ber. Með því að leggja áherslu á slík mál ræna þeir vopnum úr höndum demókrata og styrkja eigin stöðu. I fyrsta lagi styrkja þeir grasrótina í eigin flokki. I öðru lagi ná þeir að reka fleyg í samstöðu demókrata með þessari áherslu enda eru sum þessara mála þannig vaxin að þeir sem hyggja á forsetaframboð i fram- tíðinni geta ekki sett sig algjörlega á móti þeim. I þriðja lagi dregur þessi áhersla athygli fjölmiðla frá umræðu um heilbrigðis- og velferð- armál, en þar liggja sterkustu vígi demókrata. Sökum óvinsælda George Bush, forseta Bandaríkjanna, óánægju kjósenda vegna stöðu mála í írak og hás orkuverðs hafa demókratar freistað þess að heyja kosningabar- áttu sína á grundvelli landsmál- anna og stjórnartíðar forsetans. Þeim hefur hinsvegar gengið erf- iðlega að nýta sér þessa óánægju, ekki síst þegar kemur að umræðu um ástandið í írak. Þungavigtar- menn í flokknum studdu innrás- ina á sínum tíma og þingmönnum flokksins hefur gengið erfiðlega að koma sér saman um valkost við stefnu stjórnvalda í Hvíta hús- inu varðandi framtíðina. Það eina sem sameinar þá er andstaðan við stefnu forsetans. Þetta sást einna best í síðustu viku en þá báru demó- kratar upp tvær tillögur á þinginu um með hvaða hætti ætti að standa að brottkvaðningu herliðsins frá írak. Það að flokkurinn geti ekki komið sér saman um eina stefnu í svo veigamiklu máli er óneitanlega veikleikamerki. Herjað á sundrung demókrata Gagnsókn repúblikana hefur falist í því að herja á þennan veikleika demókrata. Með því að leggja mikla áherslu á þau stefnumál sem sameina meirihluta flokksmanna, sérstaklega stuðningsmenn á hægri vængnum, freista þeir þess að undirstrika óeiningu demókrata gagnvart samstöðu sinni. Fyrir nokkrum mánuðum leit allt út fyrir að demókratar hefðu eintóma ása á hendi. Stjórnmálaskýrendur töldu nánast óumflýjanlegt að þeir myndu endurheimta meirihluta sinn á þinginu og koma sér þannig í ákjósanlega stöðu til þess að sigra í næstu forsetakosningum. En svo kann að fara að fall flokksins muni felast í þessari góðu stöðu. Ein af af- leiðingum umdeildrar forsetatíðar George Bush er sú að grasrót flokks- ins hefur færst til vinstri og þar af leiðandi fjarlægst núverandi leið- toga flokksins. Þeir leiðtogar sem hyggja á forsetaframboð vita að enginn demókrati mun ná kjöri án þess að hrifsa til sín fylgi frá repú- blikönum. Þetta veldur klofningi í flokknum sem gerir að verkum að hann nær ekki að höfða sterklega til þess fjölda kjósenda sem eru óánægðir með gang mála. Takist repúblikönum að halda meirihluta sínum á Bandaríkja- þingi verður það teljast afrek og að sama skapi algjört reiðarslag fyrir demókrata. En kosningarnar snúast ekki eingöngu um þetta. Flestar kannanir benda til að bandarískir kjósendur séu ekki einungis óánægðir með störf forset- ans heldur einnig fullir efasemda gagnvart þingmönnum beggja flokka, ekki síst vegna þeirra spill- ingarmála sem komið hafa upp á undanförnum árum. Hugsanlegt er að sitjandi þingönnum beggja flokka verði refsað í kosningunum og niðurstöður þeirra verði fyrst og fremst þær að nýir vendir verði kall- aðir til þingmennsku í Washington D.C. orn@bladid.net Sögulegar þingkosningar í Kúveit Konur fengu í fyrsta skipti að bjóða sig fram og greiða atkvæði í kosningum sem fram fóru í Kúveit í gær. Þingkosningar fóru fram í Kúveit í gær sem eru sögulegar fyrir þær sakir að í fyrsta skipti máttu konur bjóða sig fram og greiða atkvæði. Pólitísk spenna hefur rikt í Kúveit að undanförnu. Ríkisstjórnin og stjórnarandstaðan hafa deilt hart um hvort stækka beri kjördæmi í því augnamiði að draga úr pólitískri spillingu. Alls voru 252 fulltrúar í kjöri í gær og voru 28 þeirra konur. Meirihluti kjósenda eða 57% eru hins vegar konur. Um 340.000 manns voru á kjörskrá. Sérstakar kjördeildir voru fyrir karla og konur. Kosningaald- urinn er 21 ár í Kúveit en hermenn njóta ekki atkvæðisréttar. 50 full- trúar sitja á þingi og er kjörtímabilið fjögur ár nema að æðsti ráðamaður landsins, emírinn, ákveði að leysa samkunduna upp. Fréttaritari breska ríkisútvarps- ins, BBC, segir kosningarnar marka þáttaskil í sögu kvenréttindabar- áttunnar í Kúveit. Hópar kvenna þar hafa löngum barist fyrir því að konur hljóti atkvæðisrétt og kjör- gengi. Konurnar sem bjóða sig fram nú eiga flestar í höggi við reynda stjórnmálamenn en þó er talið að einhverjar þeirra nái kjöri. Spilling valdastéttarinnar var ofarlega á baugi í aðdraganda kosn- inganna og lögðu margir frambjóð- endur áherslu á að bregðast beri við þeim vanda. Umbótasinnar í Kúveit halda því gjarnan fram að ráða- menn byggist breyta löggjafarsam- kundunni í afgreiðslustofnun fyrir ákvarðanir stjórnvalda og því er enn- fremur haldið fram að atkvæðakaup séu tíð. Lítil kjördæmi þykja fallin til að ýta undir pólitíska spillingu. Kona greiðir atkvæði i Kúveit-borg í gær. ENGAR MALAMIÐLANIR, NJOTUM LIFSINS TIL FULLS!

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.