blaðið - 30.06.2006, Page 14

blaðið - 30.06.2006, Page 14
FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2006 blaöiö blaöid Útgáfufélag: Árogdagurehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Ritstjóri: Ásgeir Sverrisson Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber. AÐGERÐIR RIKIS- STJÓRNARINNAR II Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til þess að draga úr þenslu í efnahagslíf- inu voru gerðar að umræðuefni á þessum stað í gær. Einkum var efast um skynsemi eða sanngirni þess að hækka tekjuskatt á al- menning. Stjórnarherrarnir ræða raunar um að aðeins sé verið að draga hluta áður boðaðrar skattalækkunar til baka, en því má ekki gleyma að sú breyting hafði verið lögfest og almenningur hefur síðan miðað fjár- hagsáætlanir heimilanna við að fá að halda meiru eftir af aflafé sínu, sem því næmi. Skattahækkunin setur allar þær áætlanir úr skorðum og ætli það sé alls staðar borð fyrir báru? Hætt er við því að við eldhúsborð margra heimila þyki fólki lítið til þessa stöðugleika koma. Tekjuskattur almennings verður við næstu áramót 35,72% en ekki 34,58% eins og fólk hafði gert ráð fyrir í trausti þess að marka mætti lög- gjöf frá Alþingi og stefnu ríkisstjórnarinnar. Hið pólitíska fyrirheit - sem nú hefur verið að engu haft - fólst í því að koma tekjuskattshlutfallinu aftur í það far, sem var þegar staðgreiðsla skatta var tekin upp árið 1988 og vinda þannig ofan af vaxandi ásælni hins opinbera í vasa skattgreið- enda. Ætli kjósendur gleymi því fyrir kosningar á komandi vori? Skattahækkunin var fyrst og fremst hugsuð til þess að lægja öldur á vinnumarkaði á einhvern yfirskilvitlegan hátt, en aðalaðgerðir ríkis- stjórnarinnar gegn þenslunni fólust hins vegar i frestun framkvæmda og breyttum útlánareglum Ibúðalánasjóðs. Eða svo var sagt. Þegar gengið er eftir því, hvaða stórframkvæmdum ríkisins skuli frestað, verður fátt um svör. í ljós kemur að aðeins verður frestað fram- kvæmdum sem ekki er þegar farið að vinna í, og jafnvel þó þær finnist segir forsætisráðherra að þeim verði aðeins frestað um skamma hríð, vikur eða mánuði. Hinn meginás aðgerðanna er að lækka hármarkslán fbúðalánasjóðs og hámarkslánshlutfall. Þetta mun koma harðast niður á þeim, sem minnsta kaupgetu hafa á höfuðborgarsvæðinu, en sáralitlu breyta utan þess. Ef blikur í efnahagslífinu eru ekki meiri en svo, að þessar svonefndu aðgerðir dugi til þess að bægja þeim frá, hljóta að vakna efasemdir um að nokkurra aðgerða hafi verið þörf. En það er vissulega aðgerða þörf, eins og best sést á því að á peninga- markaði eru menn þegar farnir að búa sig undir högg síðsumars. Til þess duga engar smáskammtalækningar af þessu tagi. Nær væri fyrir ríkis- stjórnina að huga að því að draga úr umsvifum ríkisins, sem hafa blásið út í takt við auknar skatttekjur góðærisins. Hressileg skattalækkun gæti haldið mönnum við efnið að því leyti og um leið tryggt hagkvæmari nýt- ingu fjármuna landsmanna. Ekki veitir af. Andrés Magnússon. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@biadid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Dreifing: íslandspóstur 14 I ÁLIT Ö U ÁU-fiR U-oTtiáUiK HE-'M JVW£ ÞtfuR, BARA ÆITO Leatt i ÖPHliM E1AL5 0EUKSM/IEA... og EMH BR tf/E5TUM 'flft í KosKíh&HR. Útþenslustefna Evrópusambandsins Undanfarna daga hef ég verið á þingi Evrópuráðsins í Strassborg. Meðal þeirra mála sem rædd hafa verið á þeim fundum sem ég hef setið eru samskipti Evrópuráðsins og Evrópu- sambandsins, en fram hafa komið áhyggjur af hálfu margra innan Evrópuráðsins af stöðugri tilhneig- ingu sambandsins til að útvíkka starfssvið sitt, nú síðast með því að undirbúa stofnun sérstakrar mann- réttindaskrifstofu ESB. Hér er ekki ástæða til að fara nánar út í þetta mál að öðru leyti en því, að mann- réttindamál hafa í áratugi verið lykilþáttur í starfi Evrópuráðsins og það hefur byggt upp mikilvægar stofnanir á því sviði. Það er líka rétt að hafa í huga að öll aðildarríki ESB eiga aðild að Evrópuráðinu, en þar eru líka til viðbótar yfir 20 ríki, sem ýmist geta ekki eða vilja ekki eiga að- ild að ESB. Vilji til útþenslu á ýmsum sviðum Ég minnist hér á þetta mál vegna þess að þetta er ekki einstakt dæmi um áhuga manna innan ESB á að útvíkka starfsemi þess og valdsvið. Annað dæmi eru skattamálin. Alltaf með reglulegu millibili koma fram hugmyndir um að samhæfa stefnu aðildarríkjanna í skattamálum og þótt þeim hafi hingað til verið hafnað af einstökum ríkjum heldur þrýstingurinn áfram, auðvitað einkum af hálfu þeirra ríkja sem búa við háa skatta og sætta sig illa við samkeppnina frá þeim sem leggja minni byrðar á borgarana. Þriðja dæmið eru hugmyndir sem nú eru uppi um að auka vald ESB á sviði löggæslumála. Und- anfarna daga hefur komið fram í fjölmiðlum að framkvæmda- stjórnin í Brussel þrýsti mjög á um að auka hlutverk sambands- ins á þessu sviði, bæði varðandi setningu reglna og framkvæmd þeirra. Þetta mál getur snert okkur íslendinga með beinum hætti í framtíðinni, enda eigum við í dag margháttað samstarf á þessu sviði við ríki ESB, eins og meðal annars kom fram í ís- lenskum fjölmiðlum í gær í tilefni af ábendingum sérfræðinga ESB varðandi valdheimildir íslenskra stofnana til að vernda þjóðarör- yggi og verjast hryðjuverkum. Vald og ábyrgð fari saman Samstarf ríkja og samhæfing að- gerða skiptir að sjálfsögðu miklu máli á sviði löggæslumála og að- gerða til að tryggja öryggi borgar- anna. Það er bráðnauðsynlegt fyrir okkur að eiga slík samskipti. Þar með er hins vegar ekki sjálfgefið að nauðsynlegt sé eða æskilegt að fram- selja vald til alþjóðlegra eða - eins og sumir myndu segja - yfirþjóðlegra stofnana. Þar verður að sjálfsögðu að fara varlega, enda felst sú hætta jafnan í framsali af því tagi, að vald og ábyrgð fylgist ekki að. Lýðræðis- lega kjörin stjórnvöld í einstökum löndum bera pólitíska ábyrgð á þeim ákvörðunum sem þau taka; rík- isstjórnir sem glata trúverðugleika fara frá völdum og þingmenn sem missa stuðning ná ekki endurkjöri. Öðru máli gegnir um stofnanir á borð við ESB, þar sem allt ferli við ákvarðanatöku er flókið og ógegnsætt og hið raunverulega vald liggur oftar en ekki hjá fram- kvæmdastjórninni og embættis- mannakerfinu, sem enginn hefur kosið og þarf ekki að leita endur- kjörs. Og jafnvel þegar sameigin- legum ákvörðunum stofnana og ríkisstjórna aðildarlandanna er hafnað afkjósendum, eins oggerð- ist í þjóðaratkvæðagreiðslum um stjórnarskrá Evrópusambands- ins fyrir ári, þá leitar sambandið annarra leiða til að koma stefnu- mörkun sinni í framkvæmd. Þannig er nú margir innan sam- bandins þeirrar skoðunar að lög- festa eigi innihald stjórnarskrár- innar í pörtum en ekki heilu lagi, til að komast hjá nýjum þjóðar- atkvæðagreiðslum. Lýðræðisleg niðurstaða í einstökum löndum á með öðrum orðum ekki að ráða lyktum málsins - það á bara ná markmiðinu með því að fara ein- hverjar krókaleiðir. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Klippt & skorið Porsteinn Pálsson skrifar eftirtektar- verðan leiðara í Fréttablaðinu í gær um þá leyndarhyggju og pukur sem verið hefur um verð- lagningu Landsvirkjunar á orku til sumra viðskiptamanna sinna. Vissulega kunna að vera rök fyrir því að leynd hvlli á viðskiptasamningum, en vandinn í þessu máli er vitaskuld sá að Lands- virkjun er í eigu opinberra aðila og von að hinir endanlegu eigendur vilji hafa hugmynd um hvernig sölumenn þeirra standi sig. Þorsteinn kemst að eftirfarandi niðurstöðu: ,Að þessu virtu má Ijóst vera að það fær ekki staðistað farameð orku verð til stóriðju sem eins konar leyndardóm íalmannaeigu. Verð á framleiðsiu getur farið leynt i einkarekstri á raunverulegum samkeppnismarkaði. Ekkert af orkufyrirtækjunum uppfyllirþau skilyrði." Gott og vel, en liggur þá ekki lausnin í augum uppi? Ein af fálmkenndum ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar til þess að slá á þensluna felst í því að hámarkslán (búðalánasjóðs voru lækkuð og hámarksláns- hlutfall sömuleiðis. En það er hins vegar einsog Guðmundur Bjarnason, framkvæmdastjóri íbúðalánasjóðs, hafi ekki tekið eftir þessu, því sama dag og ríkisstjórnin greindi frá fyrir- ætlunum sínum hófst auglýs- ingaherferð hjá sjóðnum þar sem gert var út á þann þorra landsmanna, sem kynni að finnast vera „kominn tími á nýja eldhúsinnrétt- ingu", „þykir gólfefnin vera út sér gengin" eða vill gera aðrar breytingar og betrumbætur á hýbýlum sínum. En lánin hjá (búðalánasjóði eru þó hreint ekki fyrir hvern sem er og alveg Ijóst að þar á bænum hafa menn nú ekki áhyggjur af annarri þenslu en rakaþenslu á eldhúsgólf- fjölum. Þar taka menn ekki upp símann fyrir minni lánsbeiðni en 570.000 krónur. Skálum í kampavíni fyrir því! Stofnun nýrrar eftirgrennslunarstofn- unar á vegum Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra, hefur vakið verð- skuldaða athygli. Þó enginn vilji kannast við að um eiginlega leyniþjónustu verði að ræða, segir það sína sögu að innan stjórnkerfisins hefur apparatið hlotið vinnu- heitið „Leyndó". Klippari telur hins vegar að stofnuninni sæmi virðulegra heiti, sem um leið endurspegli nútímalegt, faglegt og umhyggjusamt eðli hennar. Hefur Þjóðaröryggisstofa ekki þann hljóm? andres.magnusson@bladid.net

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.