blaðið - 30.06.2006, Page 23

blaðið - 30.06.2006, Page 23
blaöiö FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2006 HEIMSPEKI I 23 Mannvinurinn Rudolf Steiner hann að hjálpa til í matjurtagarði foreldra sinna af miklum móð og kynntist hann því fljótt bæði lif- andi náttúru og tækni sinnar aldar. Steiner varð líka fyrir miklum áhrifum af kenningum kirkjunnar og leitaði þangað eftir skýringum sem náttúruvísindin gátu ekki gefið. Kant og flatarmálsfræði Faðir Steiners vildi að hann yrði verkfræðingur og þess vegna var hann, tíu ára gamall, látinn fara í gagnfræðaskóla þar sem áhersla var lögð á stærðfræði og náttúru- fræði. Hann hafði sérstaklega gaman af flatarmálsfræði og náði snemma mikilli færni á því sviði. Þegar Steiner var þrettán ára gam- all, keypti hann sér verk þýska heim- spekingsins Kants, sem þá voru ný- komin út í hentugri útgáfu.. Steiner leiddist i tímum í mannkynssögu og er til fræg saga af því þegar hann tók bindi úr verkum Kants í sundur og límdi blöðin úr því inn í kennslu- bókina i sögu og las svo heimspeki Kants í sögutímum. Hann hafði líka áhuga á að læra fornmálin og keypti kennslubækur í grísku og latínu og lærði þau tungumál upp á sitt eindæmi. Ritstörf í Þýskalandi Steiner varð snemma bókhneigður og þegar hann varð átján ára hóf hann að læra stærðfræði, efna- fræði, eðlisfræði og náttúrusögu við Tækniháskólann í Vín. Þegar hann var aðeins 21 árs fékk hann það spennandi verkefni i sínar hendur að búa verk Goethes um náttúruvísindi til útgáfu. Hann sá fyrir sér með því að taka að sér einkakennslu í Vín. Á þrítugsaldr- inum tók hann einnig þátt í þvi að skrifa alfræðiorðabók sem lengi var talin sú besta sinnar tegundar á þýska tungu. Árið 1891 varði hann doktorsritgerð sína við Háskólann í Rostock og fjallaði ritgerðin um undirstöður kenninga þýska heim- spekingsins Fichtes. Árið 1980 fluttist Steiner til Þýskalands og þar fékkst hann við Kenn ingar Steiners hafa haft mikil áhrif á skólamál ýmis ritstörf og útgáfuvinnu. Hann gaf m.a. út verk Schopenhauers í 12 bindum. Einnig ritstýrði hann þekktu bókmenntatímariti og var ákaflega vinsæll fyrirlesari. Orðstír hans náði langt út fyrir landamæri Þýskalands. Um tíma var Steiner mjög upptekinn af guðspeki og starfaði í slíkum félagsskap þar til alheimsforseti guðspekinga hélt því fram að indverski dreng- urinn Krishnamurti væri Kristur endurborinn. Fyrsti Waldorfskólinn Eftir að hafa snúið frá guðspekinni hóf Steinar að boða mannspeki- stefnu þar sem hann fléttaði saman náttúru- og mannvísindum. Kjarni hugmyndanna var svo sannarlega heimspekilegur en hugmyndirnar voru einnig mjög hagnýtar og unnt var að hrinda þeim í framkvæmd í mörgum ólíkum greinum, t.d. land- búnaði.læknisfræðiogbyggingalist. Kenningar Rudolfs Steiners hafa þó líklega haft mest áhrif í uppeldis- og skólamálum. Árið 1919 var Rud- olf fenginn til þess að stofna skóla fyrir börn verkamanna í Stuttgart sem var kostaður af forstjóra tób- aksfyrirtækisins Waldorf-Astoria. Það var fyrsti Waldorf skólinn en þeir eru nú starfandi víða um heim. Hugmyndir Waldorfs náðu sérstaklega til þeirra sem önnuðust þroskaheft börn. Hugmyndir Stein- ers grundvallast á meðvitund um efnislega og andlega krafta manns- ins. Hann taldi mikilvægt að listir, tónlist og handmennt væru allt eins mikilvægar námsgreinar og lestur, ritun og reikningur. Siðferði- legir og félagslegir þættir skipuðu einnig veglegan sess og hann sá kennarann sem mikilvægan upp- alanda. Steinar taldi mikilvægt að hlúa sérstaklega vel að börnum á fyrstu árunum því þá væri lagður grunnurinn að allri ævinni. Rudolf Steiner Hinn fjölhæfi fræðimaður Rudolf Steiner fæddist árið 1861 þorpinu Kraljevec sem þá tilheyrði Austur-ungverska keisaradæminu en er í dag partur af Króatíu. Faðir hans var stöðvar- stjóri hjá járnbrautum ríkisins, en vegna starfs hans þurfti fjölskyldan oft að flytjast búferlum. Þegar Steiner var barn að aldri lék hann sér í skóginum og á ökrunum þar sem hann kynntist lífi bændafólks. Þessi þáttur í uppvextinum hafði mjög mótandi áhrif á allt hans líf og kenningar seinna meir. Steiner dvaldi löngum stundum hjá föður sínum á járnbrautarstöð- inni, þar sem járnbrautir, klukkur og tæki af ýmsu tagi vöktu áhuga hans. Þegar hann varð eldri fór Heimsmynd McGahern Rithöfundurinn John McGahern lést fyrr á þessu ári. Skömmu fyrir lát hans kom út sjálfsævi- saga hans sem ber þann látlausa titil Memoir. Bókin hefur notið mikilla vinsælda síðan hún kom út og lýsir McGahern þar erfiðum uppvexti sínum á Irlandi á fyrrihluta tuttugustu aldar, Iitskrúðugri ævi og hugmyndum sínum um skáldskapinn og veru- lcikann sjálfan. McGahern ákvað snemma að gerast rithöfundur. Faðir hans var sérlega geðstirður og það fór að halla undan fæti þegar móðir hans dó ung að árum. Fjölskyldan tilheyrði milli- stétt og fékk McGahern strangkaþ- ólskt uppeldi. McGahren gekk menntaveginn og starfaði lengst af við kennslu meðfram ritstörfum. Á ferlinum skrifaði McGahern sex skáldsögur og þrjú smásagnasöfn sem öll hafa mikla þýðingu fyrir bókmennta- sögu írlands. Fáir höfðu meira vald yfir smá- sagnaforminu en John McGahern og í sögum hans birtist einstæð nátt- úrusýn og mynd af írlandi sem er ekki hægt að nálgast annars staðar. Hann þurfti eins og flestir aðrir írskir rithöfundar að þola það að Memoir ‘A gíowing nwstérplctc.' mt. vKt mamh JOHN McGAHERN ’VURnitwvnt .. M.mJ(s) Mtprtnic ín ihe ItivhjcjÁwn.' vera borinn saman við James Joyce og vegna þess að hann valdi sveitina oftast sem sögusvið var honum oft likt við Hardy. McGahern dundaði sér við ýmis fræðistörf í gegnum tíð- ina, var mjög dulur og forðaðist fjöl- miðla eins og heitan eldinn. I sjálf- sævisögu hans, Memoir, má fræðast um heimsmynd McGaherns, ást hans á landinu fagra og heimspeki rithöfundarins. LAMISIL TERBINAFINE ...einu sinni á dag í viku drepur fótsveppinn Það er engin ástæða til að láta sér liða ilia á besta tima ársins. Komdu og fáðu ráðgjöfhjá okkur. t^Lyf&heilsa Við hlustum! Lamisil er borið á einu sinni á dag i eina viku. Hreinsið og þurrkið sýkt svæði vel áður en Lamisil er borið á. Bera skal Lamisil á í bunnu lagi á sýkta húö þannig að það þekji allt sýkta svæðið. Lamisil er milt og veldur mjög sjaldan húðertingu. Lamisil inniheldur terbinafin sem er sveppadrepandi (fungisid) efni og vinnur á sveppasýkingum í húð af völdum húðsveppa, gersveppa og litbrigðamyglu (“lifrarbrúnir blettir"). Lamisil á ekki að nota gegn sveppasýkingum í hársverði, skeggi eða nöglum nema samkvæmt læknisráði. Það má ekki nota ef þekkt er ofnæmi fyrir terbinafini eða öðrum innihaldsefnum í Lamisil. Geymist þar sem böm hvorki ná til né sjá. Lesið vandlega leiðbeiningarseðil sem fylgir hverri pakkningu.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.