blaðið - 30.06.2006, Side 28

blaðið - 30.06.2006, Side 28
28 I GÆLUDÝR FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2006 blaöiö Gefa hundunum afmælisgjafir Bretar segjast vera hundaelskandi þjóð. Einn af hverjum þremur hundaeigendum í Bret- landi segist halda upp » á afmæli hundsins síns með því að gefa honum gjöf eða gera eitthvað sérstakt fyrir hann. Þetta var ein niðurstaða könnunar sem gerð var þar í landi. 1.600 hunda- eigendur tóku þátt í könnuninni og sögðust þeir sem gáfu dýrum sinum afmælisgjafir yfirleitt kaupa dót eða jafnvel hundaföt. Þá játaði einn af hverjum ». ío að hann skrifaði af- mæliskort handa hundi sinum þegar hann ætti afmæli. „Að við komum eins fram við hunda og fólk þegar það á afmæli sýnir best hversu hunda- elskandi þjóð við erum,“ sagði Chris Price, sem stýrði könnuninni. r ■ r* i r \ Fyrir hundinn þinn Mánudagmn 3. júlí blaðið= Augiysendur, upplysingar veita: Kolbrún Ragnarsdóttir • Simi 510 3722 • Gsm 848 0231 • kolla@bladid.net Magnús Gauti Hauksson • Sími 510 3723 • Gsm 691 2209 • maggi@vbl.is Góðar líkur eru á að þessi bandaríski hundur beri nafnið Max. Max og Maggie vinsœlust Bandaríska heilbrigðiseftirlitið gaf nýverið út lista yfir vinsælustu hundanöfnin þar í landi. Listinn nær að sjálfsögðu aðeins yfir hunda sem eru skráðir en talið er að einungis fimmti hver hundur sé skráður þar í landi. Listinn ætti þó að gefa nokkuð raunhæfa mynd af því hvaða ío nöfn eru mest notuð á hunda og tíkur í Bandaríkjunum. Hér getur að líta ío vinsælustu nöfnin í hvorum flokki: Vinsælustu nöfn á tíkur: 1. Maggie 2. Molly 3. Lady 4. Sadie 5. Lucy 6. Daisy 7. Ginger 8. Abby 9. Sasha 10. Sandy Vinsælustu nöfn á hunda: 1. Max **'4 2. Jake 3. Buddy 4. Bailey , 5. Sam .. * 6. Rocky 7. Buster 8. Casey 'þ'Y , ' 9. Cody 10. Duke Þúsund rottur á heimilinu 67 ára gamall maður hefur verið ákærður fyrir grimmd gegn dýrum eftir að upp komst að hann hafði yfir þúsund rottur á heimili sínu í Kaliforníu í Banda- ríkjunum. Maðurinn hélt því fram að rotturnar einfaldlega hændust að honum og honum þætti ekki síður vænt um þær. Hann játaði þó að rottubú sitt hefði íarið úr böndunum enda hafi hann ekki getað haft nokkra stjórn á því hversu mikið þær fjöl- guðu sér. Nancee Tavares, starfsmaður dýraeftirlitsins, sagði málið afar óvenjulegt. „Það eru ekki margir semhafa áhuga áþví að eiga rottu. En þessi fjöldi er alveg ótrúlegur,“ sagði Tavares. Maðurinn sagðist ekki hafa haft brjóst í sér að reka rotturnar burt frá heimili sínu. Snákar sem breyta um lit Vísindamenn hafa til rannsóknar snáka sem fundust í Indónesíu og geta að sögn breytt um lit líkt og kameljón. Snákarnir fundust í Be- tung-þjóðgarðinum á Borneó og hafa verið nefndir Kapuas Mud eftir á sem rennur um þann hluta eyjunnar sem þeir fundust á. Snákarnir eru um hálfs metra langir og brúnleitir en geta breytt um lit eftir því umhverfi sem þeir eru í. Enn sem komið er hafa þeir þó aðeins orðið hvítir og er ekki vitað hvort þeir búi yfir fleiri litum. „Ég setti rauðbrúnan snák í dökklitaða fötu. Þegar ég sótti hann nokkrum mínútum síðar var hann orðinn nær alveg hvítur,“ sagði Mark Auliya, sem fann snák- ana fyrstur manna. Ekki er vitað hvað orsakar litabreytingarnar. Aparnir fylgjast með HM Órangútan vefur sig inn í enska fánann í dýragarði í Chester á Englandi í gær. Englendingar eru komnir í fjórðungsúrslit HM í knatt- spyrnu, hvar þeir munu mæta Portúgölum á laugardag, og hafa dýrin ekki farið varhluta af því. Dýrin hafa verið fengin til að taka þátt í alls kyns atburðum tengdum heimsmeistaramótinu en óljóst er hvort þau haldi í raun og veru með Englandi í keppninni.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.