blaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 4
4IFRÉTTIR LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2006 blaðiö Krónan veikist íslenska krónan veiktist lítillega í viðskiptum á millibankamarkaði í gær. Við opnun markaða var geng- isvísitala krónunnar 132,75 stig en við lokun markaða klukkan fjögur var gengisvísitalan 132,95. Mark- aðsveltan var heldur meiri en hún hefur verið undanfarna daga eða 9 milljarðar króna samkvæmt upplýs- ingum frá gjaldeyrisborði Glitnis. Kynferðisleg misnotkunleik- skólabarna Rannsókn er hafin í Suffolk í Bret- landi eftir að tilkynnt var að tveir sex ára drengir hefðu misnotað tvær fimm ára stúlkur kynferðis- lega á leikskóla sem börnin sóttu. Sökum þess að drengirnir eru ekki sakhæfir annast félagsfræðingar rannsókn málsins i stað lögreglu. í samtali við fjölmiðla sögðu þeir málið allt hið ótrúlegasta og óþægi- legasta. Önnur stúlknanna mun hafa sagt foreldrum sínum frá því sem gerðist og tilkynntu þeir málið til yfirvalda. I kjölfarið af því kom hin stúlkan fram og loks þriðja stúlkan sem sagðist hafa orðið vitni að atburðinum. BloSið/lngó Hnallþórugjörningur Þessar gömlu konur buðu gestum og gangandi upp á alvöru hnallþórur að hætti íslenskra eðalkvenna.„Gömlu konurnar" tvær hafa þó ekki náð mjög háum aldri enda tilheyra þær hópi ungra gjörningarlistamanna sem fiippuðu I miðbænum í gær í tilefni af góða veðr- inu. Hundurinn Ruddi fylgdist með gömlu konunum bera fram meðlætið en var ekki par hrifinn eins og sjá má. Erlent fé í nýrri leigubílastöð Nýja leigubílastöðin mun brátt hefja starfsemi sína en Einar Ág- ústsson, forsvarsmaður hennar, segir að hún eigi að verða öðruvísi en þær stöðvar sem fyrir eru. „Við erum á lokastigum með það að fá er- lenda fjárfesta sem ráðleggja okkur og koma inn með fjármagn.“ segir Einar. Það hafa orðið miklar breytingar síðastliðin 10 ár á leigubílamarkaði erlendis og segir Einar að það hafi verið í frjálsræðisátt. „Hér á fslandi eru 560 leyfi og var það hugsað til þess að koma í veg fyrir verðstríð. Við segjum aftur á móti að heilbrigð samkeppni hljóti að vera jákvæð fyrir neytandann. Fólk verður að geta treyst leigubílum og það eftirlit sem er hér er fínt,“ segir Einar sem óttast ekki samkeppnina. Einar segir nýtingu bíla á nýju leigubílastöðinni muni vera betri en áður þekkist. „Hjá okkur er þetta allt í tölvum, sjálfstýrt og nútíma- vætt. Hugmyndin er að vita alltaf hvar viðskiptavinurinn er, hvert hann er að fara og hvað það tekur langan tíma. Við munum styðjast við verðstýringarmódel sem notað er í flugrekstri og svo annað við- skiptamódel sem notað er í hótel- rekstri," segir Einar. Hugsanlega var hægt að stöðva ruslpóst sem leiddi af sér heimabankarán Eftir Val Grettisson Að sögn Friðriks Skúlasonar, sem rekur tölvufyrirtæki sem sérhæfir sig í vírusvörnum, hefði verið hægt að koma í veg fyrir það að SMS skila- boðin væru send á tæplega tuttugu þúsund síma um miðjan júní. Skila- boðin visuðu inn á heimasíðu sem innihélt svokallaðar bakdyr en einn íslendingur hefur kært þjófnað af heimabanka sínum eftir að hafa farið á síðuna. Fjárhæðin var veru- leg að sögn efnahagsbrotadeildar Lögreglunnar í Reykjavík. Einnig munu fleiri tilraunir hafa verið gerðar til þess að færa af reikn- ingum en allt kom fyrir ekki og eng- inn skaði hlaust af. Svokallaður spam-póstur eða rusl- Fasrum myndbandsspólur, filmur, vinylplötur, Ijósmyndir og kassettur á DVD oða geisiadiska. Hlíðasmára 8, 201 Kóp, s. 517-4511 póstur eins og barst með smáskila- boðunum er ólöglegur í flestum löndum og þar á meðal íslandi. í Ástralíu liggur gríðarlega há sekt við að senda ruslpóst en einstaklingur þarf að greiða allt að 40 þúsund doll- ara fyrir slíkt afbrot á meðan fyrir- tæki þurfa að borga um 160 þúsund dollara. Hitt er þó að ef afbrotið er framið í öðru landi þá getur verið erfitt að koma höndum yfir þann sem sendi póstinn. Samkvæmt heimildum liggur engin ábyrgð hjá þeim fyr- irtækjum sem dreift er í gegnum og er aðeins litið á þá sem milliliði. Síminn segir að erfitt sé að koma í veg fyrir SMS-rusl- sendingar frá erlendum fjarskiptafyrirtækjum. Aðilinn sem sendi skeytin um miðjan júní notaðist við svokallaðar „opnar gáttir“, sem er frí þjón- ustaáNetinutil þess að senda smáskilaboð. 1 yfirlýsingu sem Síminn sendi frá sér þá hafa þeirbúnaðtilþess að greina óeðli- legan fjölda SMS- skeyta frá erlendum fyrirtækjum. Segir svo í tilkynningunni að brugð- ist sé við eftir atvikum og þá er takmarkað eða lokað fyrir við komandi. Síminn segist loka á slík fyrirtæki þar til rusl-póstsendingar eru hættar að berast. Einnig ber að taka fram að fyrir- tækið sem Friðrik Skúlason rekur heitir Friðrik Skúlason ehf. og á ensku FRISK Software en ekki Skúlason ehf. eins og sagt var í gær. Skúlason ehf. er símsvörunarþjón- usta sem tengdist fréttinni ekki á nokkurn hátt. valur@bladid.net Hágæða prótein Fáar hitaeiningar Tilfellum lifrarbólgu í hundum fer fjölgandi 1 tilkynningu frá Landbúnaðar- stofnun kemur fram að tilfelli Iifr- arbólgu í hundum hafi aukist. Þetta er niðurstaða könnunar sem gerð var á vegum stofnunarinnar og hefur tilfellunum farið fjölgandi undanfarin ár. Landbúnaðarstofnun er þá að kanna hvernig hægt sé að sporna við þessari þróun. Hætt að bólu- setja árið 2003 Á árunum 1996-2003 voru hundar á ís- Iandi bólusettir með bóluefni sem innihélt deydda mótefnis- vaka gegn smitandi lifrarbólgu og smá- veirusótt en frá þeim tíma hefur ekki verið bólusett gegn smitandi lifrar- bólgu. Bóluefni gegn henni er ein- ungis fáanlegt í blöndum sem inni- halda einnig mótefnisvaka gegn sjúkdómum sem ekki finnast hér á landi og ekki er bólusett fyrir. Það á til dæmis við um hundafár, sem er mjög alvarlegur sjúkdómur og mikið kapp er lagt á að verjast. Athuga hvort leyfa á bóluefni Vitað er um bóluefni á markaði erlendis sem inniheldur mótefnis- vaka gegn smitandi lifrarbólgu og tveimur öðrum smitefnum, segir í tilkynningu. Landbúnaðarstofnun hefur nú, í samvinnu við Ólöfu Loftsdóttur dýralækni á Dýraspít- alanum í Víðidal, hafið sýnatökur úr hundum með einkenni öndunar- færasýkingar í því skyni að kanna hvort um parainflúensuveiru sé að ræða. Niðurstöður munu liggja fyrir á haustmánuðum og verður þá unnt að taka afstöðu til þess hvort leyfa á notkun á umræddu bóluefni, sem er í formi nefúða. Slík bóluefni veita þó yfirleitt ekki eins góða vörn og bólu- efni sem dælt er í vöðva eða undir húð og því þarf að bólusetja oftar.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.