blaðið - 08.07.2006, Page 30

blaðið - 08.07.2006, Page 30
LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2006 blaðiö 30 I IPRÓTTIR_______________________________________ Zidane hefur verið bestur Helena Ólafsdóttir, þjálfari kvennaliðs KR, Emil Hallfreðsson, leikmaður Malmö, og Grétar Sigfinnur Sigurðarson, leikmaður Víkings, rœddu við blaðamann um HM íknattspyrnu sem lýkur á morgun. Þau eru sammála um að Zin- edine Zidane hafi verið besti leikmaður mótsins og eru á því að Frakkar muni standa uppi sem heimsmeistarar. Eftir Björn Braga Arnarsson Hvaða lið olli mestum vonbrigðum? Helena: „Ég hugsa að það hafi verið Brasilía. England gerði það að vissu leyti líka og manni fannst liðið þeirra aldrei vera að smella saman. Það eru kannski gerðar óraunhæfar kröfur til Englendinga en þeir eiga frábæra leik- menn og áttu að gera betur. Svo missa þeir hvern sóknarmanninn á fætur öðrum og voru greinilega ekki til- búnir í það. Þá kom best í ljós hversu undarlegt það var að Sven-Göran Eriksson skyldi velja þennan ungling, Theo Walcott, í hópinn." Emil: „Ég myndi segja Brasilíu- menn. Það voru ágætis vonbrigði að fá ekki að sjá neina takta hjá Ronald- inho. Síðan hélt ég nú að Trínidad og Tóbagó yrðu sterkari eftir að hafa rétt marið okkur íslendinga í æfingleik í London fyrr á árinu.“ Grétar: „England var vafalaust mestu vonbrigði mótsins. Það býr miklu meira í þessu liði, með allar þessar stjörnur innanborðs." Hvað þótti þérvera spútniklið mótsins? Helena: „Mér finnst Portúgalar koma vel til greina sem mesta spútnikliðið og kannski Frakkar líka því að maður átti nú ekkert sérstaklega von á miklu frá þeim. Það var alltaf verið að tala um gömlu mennina hjá franska lið- inu en það eru einmitt þeir sem hafa reynsluna og þess vegna finnst mér líklegt að þeir taki titilinn úr þvi sem komið er.“ BÍLHÚSIÐ www.bilhusid.is Véla- og hjólastíllingar. Tímareimaskipti, bremsuviðgerðir, smurþjónusta og aliar almennar viðgerðir. Smlðjuvegl 60 (Rauð gata) • Kópavogl • Síml 557 2540 - 554 6350 CHKVSI.KK • li:i;i> • DOIHiK • SKODA Zinedine Zidane hefur farið mikinn á slnu síðasta HM og vilja margir meina að hann hafi verið besti leikmaður mótsins. Podolski besti unqi leikmaðurinn Hvaða leikmenn ollu mestum vonbrigðum? Helena: „Ég sá lítið af Ronaldinho sem ég held nú mjög mikið upp á og samherji hans Ronaldo var ekki nema skugginn af sjálfum sér. Þá fannst mér David Beckham ekki eins afgerandi og hann á að vera.“ Emil: „Ronaldinho, Luis Figo og Eddie Pope ollu mér mestum vonbrigðum.“ Grétar: „Frank Lampard og Wayne Rooney. Það má í raun segja bara allt enska landsliðið í heild.“ Hvernig fer úrslitaleikurinn? Helena: „Ég ætla að tippa á að Frakkar taki þetta 2-1.“ Emil: „í-i eftir venjulegan leik- tíma þar sem Zidane og Totti setja hann. Frakkland vinnur þetta svo í vítaspyrnukeppni." Grétar: „Frakkar vinna 2-0.“ bjorn@bladid.net Emil Hallfreðsson. Grétar Sigfinnur Sigurðarson. Þýski sóknarmaðurinn Lukas Pod- olski var í gær kjörinn besti ungi leikmaður HM. Podolski, sem er 20 ára gamall, skoraði þrjú mörk í sex leikjum og var einn af lykil- mönnum þýska liðsins. Podolski sagði að verðlaunin væru kær- komin sárabót fyrir heimsmeistara- titilinn sem Þjóðverjar urðu af. „Ég hefði auðvitað viljað vinna mótið en þetta er stórkostlegur heiður og mikil hvatning fyrir mig til þess að gera ennþá betur,“ sagði Podolski sem skaut leikmönnum á borð við Cesc Fabregas, Lionel Messi, Cristiano Ronaldo og Luis Valencia ref fyrir rass. Engir enskir leikmenn voru tilnefndir til verðlaunanna. Áróðri beitt gegn Ronaldo? Undanfarnar vikur hefur verið skoð- anakönnun á heimasíðu FIFA þar sem lesendur voru látnir velja þann unga leikmann sem hefði staðið sig best að þeirra mati. Ronaldo hafði yfirburðaforystu allt þar til leikur Englendinga og Portúgala fór fram en þar þótti hann sýna ódrengilega framkomu við brottrekstur Wayne Rooney. 1 kjölfarið fóru netpóstsendingar að ganga manna á milli, eins og eldur í sinu, þar sem hvatt var til að þess að hunsa Portúgalann í valinu. FIFA hafði úrslitavald við kjörið en margir telja að háværar kröfur almennings um að Ronaldo fengi ekki verðlaunin hafi haft áhrif. Emil: „Mér fannst ekkert lið koma eitthvað sérstaklega á óvart með góðri frammistöðu. Þetta var voða- lega mikið eftir bókinni bara.“ Grétar: „Ætli það hafi ekki verið lið Ghana. Þeir voru mjög skemmtilegir." Hver var besti leikmaður mótsins? Helena: „Maður getur ekki sagt annað en Zidane og það má líka nefna Cristiano Ronaldo. Þó að hann hafi nú ekki verið vinsæll þá spilaði hann óneitanlega mjög vel og það var frábært hvernig hann stóð af sér að það væri púað á hann allan síðasta leik.“ Emil: „Zinedine Zidane var rosal- egur á móti Brasilíu og ég gef honum mitt atkvæði í bili, en við þurfum að sjá hvernig hann stendur sig í úrslita- leiknum. Lukas Podolsky var svo bestur af ungu leikmönnunum og Francesco Totti var fallegasti besti leikmaðurinn.“ Grétar: „Hingað til er Zinedine Zidane búinn að vera virkilega góður. Það hafa samt fáir verið að skara sérstaklega fram úr finnst mér, en nokkrir búnir að vera fínir.“ Helena Ólafsdóttir. FERÐALÖG

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.