blaðið - 08.07.2006, Side 18

blaðið - 08.07.2006, Side 18
18 I VIÐTAL LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2006 blaöiö Geir Jón Þórisson hefur verið yfirlögregluþjónn í sex ár og að margra dómi hefur hann á þeim tíma mildað mjög ásýnd lögregl- unnar í hugum almennings. „Þetta var aldrei meðvitað markmið mitt," segir hann. „Ég hef bara reynt að vera ég sjálfur. Ég reyni ekki að breyta mér til að þóknast öðrum gegn betri vitund eins og sumir vilja, ég fæ stundum ákúrur fyrir það innan stéttarinnar. Það breytir bara engu, ég reyni bara að vera ég sjálfur og stend og fell með því." BlaÖið/Frikki Hvernig stóð á því að þú gekkst í lögregluna? „Ég var verslunarstjóri í byggingar- vöruverslun í Vestmannaeyjum og það var legið í mér að koma í sum- arafleysingar í lögreglunni. Það hvarflaði ekki að mér en beiðnin var ítrekuð og ég hugsaði með mér að það væri kannski ekkert vitlaust að prófa þetta. Þetta var i júnímán- uði árið 1976 og eftir fyrstu vaktina fann ég að þetta var mitt starf. 1 gegnum starfið kynntist ég í fyrsta sinn drykkjumönnum og drykkju- skap. Ég hafði aldrei kynnst slíku áður, kom frá svo stabílu heimili. Ég held að ég hafi innst inni hugsað með sjálfum mér að kannski gæti ég látið gott af mér leiða. Ég sé ekki eftir þessu vali. Þetta er starf sem var trúlega ætlað mér. Ég trúi því að mönnum sé ætlað ákvéðið hlutverk og þetta er starf sem var trúlega ætlað mér." Fjárfesting til frambúðar Maður í starfi eins ogþínu hlýtur að sjá mikla mannlega eymd. Hvað er það versta sem þú hefur séð? „Það versta er þegar átök eru milli hjóna á heimili, sérstaklega á stórhá- tíðum eins og jólum. Heimilið i rúst, jólatréð brotið, gjafirnar tvístraðar út um allt og matarleyfar í vaski. Enginn hátíðarbragur og börnin eru hágrátandi. Það er afar sárt að verða vitni að slíku og ég mun aldrei venjast því." Verðurðu reiður þegar þú sérð hvað menn hafa gert öðrum? „Já, ég verð bæði reiður og sár. Það er dapurlegt að horfa upp á ungt fólk fara út af brautinni, brjóta af sér og ánetjast fíkniefnum. Ég vil taka fast á þeim málum í upphafi. Ég vil ekki að þetta unga fólk safni brotum og lendi enn dýpra í fíkni- efnaneyslu. Ég vil koma á þannig skipulagi að við fyrsta og annað brot sé strax tekið á málum viðkom- andi og hann settur í ákveðið pró- gramm i stað þess að setja hann í fangelsi. Það getur tekið mislangan tíma að hjálpa viðkomandi en það breytir engu því þetta er fjárfesting til framtiðar. Það bætir ekki neinn mann að loka hann inni. Það þarf að byggja viðkomandi upp vegna þess að það er eitthvað brotið í per- sónuleikanum. Maður sem byrjar að taka fíkniefni ætlar sér ekki að verða sprautufíkill fyrir lífstið. Sá sem tekur þátt í fyrsta innbrotinu ætlar sér ekki að verða innbrots- þjófur alla ævi, en hann getur lent í aðstæðum sem hann kemst ekki r . r íl ut ur. Heldurðu að allir séu færir um að fremja glœp við ákveðnar aðstœður? „Nei, ég held ekki. Sumir hafa ekki þor í það. Eru litlir í sér og ganga i burtu og ég tek ofan fyrir þeim. I aðalatriðum er það þannig að ef 20-25 virkir afbrotamenn væru óvirkir í dag þá myndi afbrotum á fslandi stórfækka. Ég er auðvitað að tala mjög gróflega en þessir 20-25 einstaklingar mynda grunnhóp af- brotamanna og svo er hópur af fólki sem fylgir þessum einstaklingum. Ef við gerum grunnhópinn óvirkan þá víkja meðreiðarsveinarnir líka af afbrotabrautinni." Heldurðu aðþað sé til hrein illska? „Ég vil helst ekki trúa því. Ég trúi því að í sál okkar sé kærleiksstrengur en stundum er ekki spilað á hann. Ef hann gleymist og er óvirkur þá geta menn leiðst út í að gera það sem þeir vita innst inni að er ekki rétt. Svo eru til alls kyns sjúkdómar sem deyfa persónuleika fólks þannig að menn leiðast út í mjög alvarleg afbrot. Þeir lifa í öðrum heimi og Útsalan hefst mánudaginn 10. júlí kl. 9 —vEphlisHnn. v/Laugalæk sími 553 3755

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.