blaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 16
16 I VERÖLDIN LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2006 blaöiö FERÐASAGA BRYNDÍSAR XVIIIKAFLI Ferðalok Þetta var eitt af þessum heitu, kyrru og björtu sumarkvöldum í Helsinki. Á svona kvöldum verður maður eirð- arlaus. Það er erfitt að halda kyrru fyrir innan dyra, hvað þá að setja upp kartöflur og hafa til kvöldmat í drungalegri íbúð, þar sem ekki eru einu sinni svalir. Borgin var eins og Reykjavík á sumarkvöldum, full af túristum, sem eigruðu um í leit að einhverju, sem enginn veit, hvað er. Finnar eru sveitamenn í eðli sínu. Þeir láta sig hverfa um helgar. Fara aftur inn í skóginn, fela sig í þykkn- inu, fjarri mannabyggð. Þeim finnst gott að vera einir með sjálfum sér. En svo eru til þeir, sem eru býsna félagslyndir, bjóða vinum og kunn- ingjum í siglingu í skerjagarðinum, drekka bjór fram eftir nóttum og verða hýrir. Þetta var svoleiðis kvöld. Bátar af öllum stærðum og gerðum dóluðu innan hafnar. Þeir komust hvorki lönd né strönd. Það gaf ekki byr og bráðum færi að rigna, sögðu þeir. Nokka er einn af þessum fallegu veitingastöðum í hjarta Helsinki. Hann stendur frammi á hafnarkant- inum í gömlu uppgerðu pakkhúsi og þegar gott er veður er boðið til sætis við dúkalögð borð á bryggjusporð- inum. Þaðan getur maður fylgst með umferðinni um höfnina og látið sig dreyma um að berast með straumum hinna þúsund vatna alla leið til Lapplands, jafnvel til Rúss- lands. Bátarnir, hvítir og rennilegir, gefa fyrirheit um hið ljúfa líf um borð, fagrar konur og íturvaxna karl- menn. Kavíar og kampavín í öll mál. Við höfðum aldrei farið um borð í svona bát. Skyldi það annars vera jafn gaman og maður ímyndar sér svona úr landi séð? Við pöntuðum okkur kræklinga og hvítvín. Töluðum mikið, vorum í góðu skapi. Sólin nam við sjóndeild- arhringinn, en skýin voru tekin að hrannast upp. Skyndilega var sem flóðgáttir himinsins opnuðust. Regnið buldi á berskjölduðum, sum- arklæddum gestunum. Við vorum svo hólpin að sitja undir tjaldi. Sáum aumur á pari við næsta borð og buðum þeim að leita vars undir tjald- inu með okkur. Nýgift og alsæl Þetta reyndust vera Leo og Ingrid, hollensk hjón, og skútan þeirra lá við festar skammt undan. Þau höfðu verið á siglingu síðastliðna þrjá mánuði: Lögðu upp frá heimaborg sinni, Antwerpen í Belgíu og sigldu um Norðursjó, Skagerak og Kattegat, um Eyrarsund inn á Eystrasalt, þar sem þau höfðu komið við í Svíþjóð og Eystrasaltslöndum. Nú voru þau komin inn á Finnska flóann til Hels- inki. Ferðin hafði gengið áfallalaust, enda Leo þaulvanur siglari. Það stytti upp að loknum eftirrétt- inum. í þakklætisskyni buðu Leo og Ingrid okkur um borð í skútuna þar sem við fengum að kynnast Hfsstíl fólks, sem á sér þann draum æðstan að hafa ekkert þurrt land undir fótum og láta öldur hafsins vagga sér í svefn á hverju kvöldi. Við vorum orðin svo miklir mátar, öll fjögur, að þau þáðu kvöldverð hjá okkur á Norð- urkajanum í kveðjuskyni, kvöldið áður en þau undu upp segl og sigldu suður á bóginn heim á leið. Leo og Ingrid voru fallegt par á miðjum aldri, nýgift og alsæl. Þau ætluðu sér að eyða saman ævikvöld- inu um borð í þessari glæsilegu skútu, sigla úr einni höfn í aðra, láta hverjum degi nægja sína þjáningu. Þannig vildu þau Ijúka vegferð sinni í heimi hér. Þau áttu bæði börn og buru frá fyrri hjónaböndum. Bæði höfðu þau efnast og áttu hús og bú- garða um alla Evrópu. Leo hafði rekið stórt flutningafyrirtæki á árum áður, enda var ekkert skorið við nögl í búskap þeirra hjóna. Það var auðvitað fastmælum bundið þetta kvöld á kajanum, að við mundum eyða seinustu dögum Evr- ópureisunnar hjá þeim í Antwerpen í byrjun desember. Og nú voru þessir seinustu dagar Evrópureisu að renna upp. Við kvöddum Padova með sökn- uði snemma morguns. í anddyri hótelsins stóð ljósum skreytt jólatré sem minnti mig á, að ég var enn ekki búin að kaupa neinar jólagjafir. Við sórum þess dýran eið að koma fljótt aftur til Padova, þó ekki væri til ann- ars en að vita, hverju stúdentar hefðu áorkað með sinni léttúðarfullu bylt- ingu daginn áður. Við fórum á fleygiferð fram hjá Verona, Brescia og Bergamo, virtum Lago di Como fyrir okkur út um hlið- argluggann og stungum okkur síðan SETTU ÞAÐ SAMAN HEIMILISTÆKlA TILBOÐSVERÐI ÞEGAR KEYPTAR ERU „SETTU ÞAÐ SAMAN" INNRÉTTINGAR 3 sýningarsalir: Smáralind, Akureyri og Selfoss SmAra|ind, betrileii TILAÐVERSLA FALLEGT, VANDAÐ, ÓDÝRT OG TILÁLAGER -NÚNA ORMSSON 50FT LUD/KH Kr. 254.267.- ; ; * wrfl DEKOR RAMME HVID EG/2000 á „Ég hafði til dæmis ekki hugmynd um að Rubens væri ættaður frá Antwerpen og hefði átt eitt af glæsilegustu húsum borgarinnar, byggt að ítalskri fyrirmynd." á bólakaf inn í Alpafjallið og komum mörgum kílómetrum seinna út aftur norðan heiða I snjókomu og kafalds- byl. Sviss - himinhá fjöll, geitaostur og kúabjöllur. Gistum um nóttina í djúpum dal, fjarri heimsins glaumi, undir dúnmjúkum sængum í ró- sóttu herbergi hjá fröken Schneider í Gasthaus Altdorf. Vinnukona á (slandi Þar næstu nótt nutum við gestrisni Elke Hoyle. Hún býr í Maisprach rétt utan við Basel í Sviss. Maisprach - orðið eitt segir nú allt sem segja þarf um þann stað. Hjalandi vorlækur - jafnvel um há- vetur. Kýrnar eigra letilega eftir aðal- götu bæjarins, með þrifleg júgur og bjöllur um hálsinn. Menn og konur í þessu friðsæla vorlækjarþorpi lifa þægilegu lífi utan við þvarg og jag umheimsins. Og þarna býr vinkona mín Elke. Ég kynntist Elke á íslandi fyrir mörgum, mörgum árum. Þá var hún bara austurþýsk vinnukona hjá íslenskri fjölskyldu í Reykjavík. Gætti barna og eldaði mat meðan frúin í húsinu spilaði bridge á dag- inn og vann á Torvaldsensbasar sér til hugarhægðar. Eftir að hún yfirgaf Island ári seinna lenti hún í því að giftast Finna og eignast með honum tvö börn. En eins og Finna er oft siður þótti honum sopinn góður og þar með var hjónabandið fyrir bý. Núna er Elke mikilsmetinn listmálari og grafiker, sem á aðdáendur langt út fyrir dalinn sem hún hefur hreiðrað um sig í. Það eina, sem hana vantar til að fullkomna þessa síðbúnu ham- ingju, er myndarlegur karlmaður á besta aldri, segir hún! Elke hélt okkur veislu í litla fallega húsinu sínu og bjó um okkur undir súð við hjalið í vorlæknum undir glugganum. Annars er það merkilegt með okkur konur. Við þykjumst geta og vilja lifa karlmannslausar, en þegar á reynir, er lífið einskis virði án karl- manns til að þvælast fyrir í húsinu! Hvað er annars hamingja? Á kyrrlátum, þráðbeinum vegum Evrópu, alveg frá Padova til Parísar eða Antwerpen, þar sem boðið er upp á mat og kaffi með reglulegu millibili, húsin standa í heilu lagi í röðum meðfram veginum, allar merkingar eru kórréttar og útilokað að maður villist af leið var ekki laust við, að við værum farin að sakna óreiðunnar á Balkanskaganum. Það er óneitanlega meira spennandi og hrollvekjandi að aka um í löndum, þar sem allt er gerjun - stríð á næ- sta leiti, bræður að berjast, deila um eitthvað, sem skiptir máli - ekki bara bílastæði, ruslafötur og hunda- hald eins og í Evrópu. Eftir því sem norðar dregur verður umhverfið æ borgaralegra og bragðlausara. Hver og einn lifir fyrir sig, sjálfhverfur og eigingjarn. Kannski leiðist fólki, finnst það lifa til einskis. Jú, jú, það er ósköp ánægjulegt að eiga fallegt hús og garð og bíl, en lífið hlýtur að vera eitthvað annað og meira en hús og bíll. Að mörgu leyti er fólkið á Balkanskaganum miklu ríkara - eða á ég að segja hamingjusamara - en fólkið í norðrinu. Á degi hverjum berst það fyrir lífi sinu. Það líður skort og ófrelsi, en það á sér draum, draum um betra líf, draum um fram- tið barna sinna, um að þau eignist hús og bíl. Þess vegna er líf þess inni- haldsríkara og gjöfulla. Antwerpen er notaleg borg. Leo og Ingrid búa í gamla hlutanum og búa stórt - auðvitað. Við fengum rúmgott loft að láni og sváfum á palli ofan við eldavélina í þrjár nætur. Annars. vorum við Htið inni við því að við urðum að nota tímann. Fyrir utan að kaupa allar jólagjafirnar á einu bretti skoðuðum við kirkjur og söfn. Ég hafði til dæmis ekki hugmynd um að Rubens væri ættaður frá Ant- werpen og hefði átt eitt af glæsileg- ustu húsum borgarinnar, byggt að ítalskri fyrirmynd. Rubens kvæntist æskuástinni, hlóð niður börnum og gerðist frímúrari. Gott ef hann var ekki borgarstjóri líka um tíma. Sem sagt valdamikill bæði á borgaralegan og listrænan hátt. Hann rak listagall- erí þar sem bæði konungar og drottn- ingar voru fastir kúnnar og gerðu staðinn ódauðlegan í myndverkum, sem enn hanga þar á veggjum. Að vera til hvort fyrir annað Bíllinn var kominn í gám og um borð í einhvern Fossinn og nú var bara eftir að kveðja Evrópu og fljúga heim til jólanna. Ég man eiginlega ekki, hvernig við eyddum seinasta kvöldinu. - Jú, auðvitað. Leo og Ingrid héldu okkur veislu. Þau sögðu okkur frá framtíðarplönum sínum. Þau ætluðu næst að sigla til Frakk- lands. Síðan upp Signu, eins langt í suður og áin bæri þau. Þau ætluðu bara að njóta lífsins og vera til hvort fyrir annað. Þannig ætluðu þau að lifa framtíðinni. Við horfðum hvort á annað. Hvernig yrði okkar framtíð - heima á íslandi? Ég hlakkaði auðvitað til að koma heim, en samt kveið ég því líka. Hvernig yrði aðkoman? Og hvernig mundi ég una mér heima? Ég hafði óljósan grun um, að allt væri breytt, og að það yrði erfitt að aðlagast á ný. - En den tid, den sorg! Þetta seinasta kvöld var líka tími upprifjunar og saknaðar. Ég óskaði þess eiginlega, að ferðin okkar væri að byrja en ekki enda. Ég var alveg til í að halda áfram, aka endalaust, ævina á enda. Tvö í bíl! (Hvað hét leikhópurinn um árið? Sex I bíl!) En hvert? Var ég ekki að lesa það einhvers staðar um daginn, að þeir væru búnir að opna Silkiveginn á ný? Leið Marcos Polo til Miðríkisins forðum daga? Nú er bara spurning, hvenær við leggjum í hann. Bryndís Schram disschram@yahoo.com

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.