blaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 27

blaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 27
blaðið LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2006 TÍSKA I 27 GULRÓTARBUXUR Eins og landsmenn hafa tekið eftir þá hafa svokallaðar gulrótarbuxur tekið landann heljargreipum og það virðist hver sem er hoppa í þessar buxur eins og ekkert sé . Ég er mjög hrifinn af þessari tísku og finnst hún rosalega töff (en bara fyrir þá sem þetta er hannað fyrir). Ég er til dæmis þannig vaxinn að ég er frekar lítill og samanrek- inn, svona eins og kartöflubóndi. Þegar ég er kominn í þessar buxur verð ég eins og miðaldra fíll í span- dexbuxum eða Disney-persónan sem er flóðhestur í balletbúningi. Hvað um okkur sem erum ekki 185 cm og fædd með folaldafætur, eigum við að fara í þessar buxur bara af því að það er í tísku þó svo að þetta fari okkur ekkert vel. Eða eigum við að taka „fótum saman“ og sniðganga þessa tískusveiflu? Ég fjárfesti meira að segja í svona buxum og nú sé ég svo eftir því að það hálfa væri nóg því ég hef ekki notað þær og ég hefði ör- ugglega getað notað þennan pen- ing í eitthvað annað. Ég veit ekki hvernig mér datt í hug að kaupa TÍSKA Skjöldur Eyfjörð þær því ég á næstum því engin mistök í skápnum mínum. Ég hef nefnilega alltaf hlustað á hjartað þegar ég er að máta föt. Það virðist einhvern veginn alltaf koma rétt svar frá hjartanu þegar maður er að máta föt, bara ef maður stoppar í smá stund í mátunarklefanum og lætur ekki tísku og strauma ráða því hvort að þetta fari manni vel heldur spyr sjálfan sig í einlægni: „Fer þessi flík mér vel og á ég eftir að nota hana eitthvað að ráði?“ Ef þú ert heiðarlegur við sjálfan þig þá færðu alltaf rétt svar, til dæmis eins og „þær eru nú smá stuttar og m þröngar, of víðar, ekki alveg nógu gott snið fyrir mig“ og þar fram eftir götunum. Bara ef maður hugsar aðeins og gefur sér tíma til að versla getur maður komið í veg fyrir svona mistök. En við sem erum ekki dádýr í aðra ætt- ina getum alveg tekið gleði okkar á ný því tískan fer alltaf í hringi og fyrst að það eru niðurþröngar buxur í tísku núna þá er ekki svo langt í að útvíðar buxur verði að- almálið. Það mun henta okkur ro- salega vel en ekki þessum sem eru háir og limalangir, þannig að ég verð bara að bíða. Barnsleg augu og himinháir leggir Flestir sem komnir eru til ára sinna þekkja barnslega ásjónu hinnar grannvöxnu Twiggy sem oft er talin vera fyrsta ofurfyrirsætan. Hún sprangaði keik eftir tískupöllunum frá sextán ára aldri og varð holdger- vingur tíðarandans á einni nóttu. Það má með sanni segja að hún hafi verið andlit sjöunda áratugarins. Heil kynslóð lét heillast af risa- stóru augum Twiggy sem umlukin voru ótrúlega löngum, dökkum augnhárum. Hún var ljós á brún og brá, hafði nokkrar freknur á nefinu og varirnar voru fagurlega lagaðar. Það var eitthvað alveg nýtt og ómótsæðilegt við grannvöxnu dö- muna með augun og stúlkur jafnt sem piltar mændu agndofa upp eftir leggjunum löngu. Búsældarlegar íslenskar sveitastúlkur hættu unn- vörpum að neyta rjóma og smjörs til þess að freista þess að ná ótrú- lega grönnum líkamsvexti Twiggy. Ávalar línur Marlyn Monroe höfðu kvatt sviðsljósið og það var ekki lengur eftirsóknarvert að vera vaxin eins og stundarglas. Hin tæ- landi, syndum hlaðna kona sem kvað Kennedy afmælissönginn há- sum rómi varð að víkja fyrir barns- lega englinum Twiggy. Allar stúlkur vildu verða eins og hún. Þó langt sé um liðið síðan stjarna Twiggy skein sem skærast þá hefur hún enn ótvíræð áhrif á strauma og stefnur í tískuheiminum. Tískan gengur í þúsund hringi og Twiggy sprangar reglulega inn á sjónvarsviðið, alltaf jafn tágrönn og saklaus. Twiggy er í dag einn af dómurum Tyru Banks í sjónvarpsþáttunum America’s Next Top Model og líklega sá viðkunnanlegasti. SMÁAUGLÝSINGAR KAURA /SELIA blaöiöB SMAAUGLYSINGAR@BLADID.NET Árangur fer eftir gæðum Hvaða Spirulina ert þú að taka? 29 vítamín og steinefni ■ 1 8 aminósýrur • Blaðgræna ■ Omega • GLA fitusýrur ■ SOD eitt öflugasta andoxunarensím líkamans Eingöngu lífræn næringarefni tryggja betri upptöku og nýtingu í líkamanum. Greinilegur árangur eftir nokkra daga inntöku Aukið úthald, þrek og betri líðan www.celsus.is Súrefnistæmdar umbúöir vernda næringarefnin. Lifestream þörungarnir eru ómengaðir, ræktaðir I ferskvatni eftir ströngum gæðastaðli. IS09001 ■ IS014001 Fæst í öllum apótekum. ^^naður lifandi m BÚÐIN ÞAR SE/Vl FAGMENNSKA OG GÆÐI KOMA SAMAN www. budin.is % Þegar kemur að því að velja tölvubúnað skipta gæði og þjónusta höfuðmáli! AMDTurion 64ML-32 1,8MHz15.4" WXGA 1024DDR/mest 2GB * 80GB Diskur DVD Skrifari • ATl Radeon 128mb skjákort Hljóðkort • Netkort • Þráðlaust • Módem Stýrikerfi: Windows XP Home 129.900 kr. HP3940 Prentari 16bls svörtu/min • 12bls lit/min 4800 x 1200 dpi • USB tengi PC&MAC 8.900 kr. Þráðlaus útprentun! Með linksys prentþjón Styður flest allar gerðir laser og bleksprautuprentara Kynntu þérmáiið! 12.900 kr. *aprm HPBÚÐIN EHF • business partnerá isiandi Brautarholti10-14 • Sími 568 5400

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.