blaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 6
6IFRÉTTIR LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2006 blaöiö Hryðjuverkaógnin kallar ekki á hervernd hryojuverKaognin viroisr nara teKio vio ognum Kaioa striosins. Eftir Jón Þór Pétursson í gær héldu viðræður áfram milli ís- lands og Bandaríkjanna um varnir fslands. Samtök herstöðvaandstæð- inga hafa gefið út greinargerð í kjöl- far umræðnanna og segja tækifærið kjörið að skera á hernaðarleg tengsl við Bandaríkin. Sagan bítur í skottið á sér „Það er reyndar viss kaldhæðni í því að þegar herinn kom hingað þá var það réttlætt með því að það væri stríð í Kóreu og það má segja að það sé orðið haldreipi hjá hersinnum aftur, að hrella okkur með vondum Kóreubúum. Sagan bítur í skottið á sér með það. Við höfum horft upp á frá lokum kalda striðsins mjög brjóstumkennanlega leið hernaðar- sinna að réttlætingu. Við herstöðva- andstæðingar höfnuðum því alltaf að samningurinn hagnaðist okkur eða gerði okkur öruggari á tímum kalda stríðsins,“ segir Stefán Pálsson, herstöðvaandstæðingur. Samtök herstöðvaandstæðinga spyrja þá í greinargerðinni hvar hryðjuverkaógnin sé? Þar kemur fram að hættan af hryðjuverkum sé sáralítil og hervarnir gegn þeim séu gagnslausar. „Nánustu kynni okkar af hryðjuverkum eru til að mynda þau að hérna á íslandi lenda þotur eftir að sprengjuhótanir hafa borist. Það er vitaskuld meðhöndlað eins og hryðjuverk en hvernig eru viðbrögðin þá? Lögreglan er kölluð út, víkinga- sveitin og haft er samband við al- mannavarnir. Menn hafa ekkert verið að hnippa í herinn enda felast eðlileg- Hagstœðustu kaupin Stefán Pálsson ustu viðbrögðin þessum ógnum þá í borgaralegum yfirvöldufn, í lögreglu og í almannavörnum. Stærsta og öflugasta hernaðarvél heims, Banda- ríkin, reyndust ekki geta varist hryðju- verkum sem beindust að þeim,“segir Stefán. Þarf að verja borgara fyrir ríkinu Stefán gefur þá lítið fyrir þær hug- myndir um að hryðjuverkamenn ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. „Það er haldið áfram og sagt að ef herstöðin hyrfi þá yrði landið i mun meiri hættu. Þetta er eiginlega galin hugmynd því öflug hryðjuverk beinast að valdamiðstöðum eins og hryðjuverkamenn sprengdu í Lund- únum en ekki Orkneyjum sem hefði þó átt að vera í miklu meiri hættu samkvæmt þessari röksemdafærslu," segir Stefán. Hvað sprengingarnar á Balí varðar segir Stefán að þar hafi verið ráðist á aðalmiðstöð vestræns túrisma í indónesísku samfélagi sem var öfga- mönnum þyrnir í augum. „Menn eru þó farnir að seilast ansi langt með því að nota þessi hryðjuverkarök af ein- hverri alvöru, sem rök fyrir hernaði. Nógu slæmt er þegar gripið er til þess- ara raka til að réttlæta stofnun leyni- þjónusta og aukinnar hervæðingar lögreglunnar og samfélagsins. í sjálfu sér held ég að það sé stærra og meira aðkallandi mál á Vesturlöndum að verja borgarana fyrir ríkinu heldur en að verja ríkið fyrir borgurum,“segir Stefán. Hinn eini sanni íslenski DALA FETA nú fáanlegur jon@bladid.net Heimsmeist- aratitlinum hampað Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, fylgist með Thabo Mbeki, forseta Suður-Afríku, og Sepp Blatter, forseta Alþjóða knattspyrnu- sambandsins, handleika verðlauna- gripinn sem veittur er fyrir sigur á HM í knattspyrnu. Þeir voru við- staddir athöfn í Berlín í gær þar sem HM, sem fram fer í Suður-Afríku árið 20io, var kynnt. Úrslitaleikur mótsins í ár fer fram á sunnudag og skýrist þá hverjir verða heimsmeist- arar og varðveita verðlaunagripinn næstu fjögur árin. Samgöngu- ráðherra segir um misskiln- ing að ræða Sturla Böðvarsson, samgönguráð- herra, segir rangt að halda því fram að ákvarðanir hafi verið teknar um að fresta einstökum verkum hvað varðar vegaframkvæmdir. Sturla gagnrýnir sjórnarandstöð- una fyrir að fara með rangt mál en Kristján L. Möller, þingmaður Sam- fylkingar, hefur sagt að misræmi sé á milli yfirlýsinga íjármálaráðherra og samgönguráðherra í umræðu um frestun framkvæmda á vegum ríkisins. Sturla segir ekkert hæft í þeim ásökunum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Sturla sendi frá sér. sykurlaus Öllum brögðum beitt!

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.