blaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 12

blaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 12
12 I SAGA LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2006 blaöið Óvœttur úr undirdjúpum Hunley í Charleston í Suður-Karólínu í desember 1863, rúmum tveimur mánuðum áður en báturinn lagði i sína hinstu för. Mynd eftir Conrad Chapman. Árið 1995 fann hinn kunni ævin- týramaður og sjávarkönnuður Clive Cussler flak kafbátsins H.L. Hunley undan strönd Charleston í Suður Kar- ólínu-ríki eftir að hafa leitað hans í nærri 15 ár. Fundurinn vakti mikla athygli enda markaði Hunley sem byggður var á tima borgarastyrjald- arinnar í Bandaríkjunum tímamót í sögunni. Fimm árum síðar tókst að hífa hann upp af hafsbotni og koma á þurrt land þar sem unnið hefur verið að rannsóknum á honum og varðveislu. H.L. Hunley var kafbátur hers Suðurríkjanna sem komst á spjöld sögunnar í febrýar árið 1863 þegar hann sökkti USS Housatonic, her- skipi Norðanmanna, undan strönd Charleston í Suður Karólínu-ríki. Þetta var í fyrsta skipti í sögunni sem kafbátur réðst á herskip og sökkti því. Sigurinn varð þó dýru verði keyptur þar sem kafbáturinn sneri aldrei aftur til heimahafnar. Hann sökk á leiðinni til baka og fór- ust allir i áhöfn hans. Horace Lawson Hunley, James Mc- Clintock og Baxter Watson áttu heið- urinn að hönnun og smíði Hunley. Þremenningarnir höfðu áður gert tvær misheppnaðar tilraunir til að smíða nothæfan kafbát. Smíðaður úr gamalli eimreið Búkur Hunley var smíðaður úr gömlum gufukatli úr eimreið og gekk báturinn fyrir handafli. Sjö manns þurfti til að knýja hann áfram og einn til að stýra honum rétta leið. Kafbáturinn var lítill og afar þröngt um áhöfnina innanborðs. Hunley var búinn nokkurra metra langri stöng með oddhvassri sprengi- hleðslu á endanum sem reka mátti inn í hlið óvinaskipa og sprengja þau í loft upp. Fyrstu prófanir á Hunley voru gerðar í Mobile-flóa undan strönd Alabama-ríkis sumarið 1863 og var hann síðan fluttur með lest til Charleston í Suður-Karólínu þar sem her Suðurríkjanna gerði bátinn upptækan. Horace Hunley og félagar hans tóku engu að síður áfram þátt í þróun bátsins og prófunum. Mannskæðar prófanir Prófanirnar undan strönd Suður- Karólínu gengu ekki áfallalaust fyrir sig. I lok ágúst leiddu mannleg mistök til þess að báturinn fór undir yfirborð sjávar með opnar lúgur og sökk til botns. Fimm úr áhöfninni drukknuðu en þrír komust lífs af. Menn létu þó ekki deigann síga heldur var báturinn hífður upp á yf- irborðið og prófunum haldið áfram. Um miðjan október fór eitthvað úr- skeiðis þegar báturinn var í kafi og fórust allir í áhöfninni þar á meðal Horace Hunley. I ársbyrjun 1864 var farið að þrengja að íbúum i Charleston vegna hafnbanns Norðanmanna. USS Housatonic herskip Norðan- manna lá nokkra kílómetra fyrir utan höfn borgarinnar og sá til þess að bannið væri virt. Sunnanmenn sáu sér þann kost vænstan að reyna að rjúfa hafnabannið með öllum mögulegum ráðum. Aðfararnótt 17. febrúar lagði Hunley úr höfn í Charle- ston með átta manns innanborðs og stefndi í átt að Housatonic. Kalt var í veðri en stillt og tungl óð í skýjum. Skipverjar á herskipinu urðu bátsins varir þegar hann nálgaðist skipið og skutu í átt að honum með rifflum. Það dugði þó ekki til því að Hunley rak sprengihleðslu sína inn í hlið Ho- usatonic með þeim afleiðingum að skipið sprakk í loft upp og sökk til botns ásamt fimm úr áhöfninni. Dýrkeyptur sigur SigurinnvarðþóSunnanmönnum dýrkeyptur því skömmu eftir að skipverjar á Hunley höfðu sent fé- lögum sínum í landi ljósmerki um að árásin hefði heppnast sökk kaf- báturinn af óþekktri ástæðu og allir um borð fórust. Hunley sökk aðeins fáeina kíló- metra undan strönd Suður-Karól- ínu og höfðu ýmsir reynt að hafa uppi á flakinu í gegnum tiðina. Það var ekki fyrr en árið 1995 að Clive Cussler sjávarkönnuðurinn kunni fann flakið eftir að hafa leitað þess í 14 ár og reyndist það óvenjuheil- legt. I ágúst árið 2000 var Hunley siðan hífður upp á yfirborð sjávar og komst loks í heimahöfn eftir 137 ár í votri gröf. Forverðir vinna f flaki H.L. Hunley í rannsóknarstofu sjóhersins í Charleston í fyrra. Unniö hefur verið að fornleifarannsóknum og við- haldi kafbátsins sögufræga frá því að hann var hífður upp af hafsbotni og færður til hafnar sumarið 2000. Eins og sjá má er kafbátur- inn ekki stór og Ijóst að í honum hefur verið þröngt um menn. Þverskurðarmynd af Hunley. Þarna sést hvernig skipverjar knúðu bátinn áfram með handafli. Eftirlíking af kafbátnum H.L. Hunley fyrir utan minjasafn í Charleston. Hunley var kaf- bátur Suðurríkjasambandsins í borgarastríðinu i Bandarfkjunum og fyrsti kafbáturinn í sögunni sem tókst að sökkva herskipi. Áhöfninni gafst þó ekki mikill tími til að fagna sigrinum því að báturinn sökk skömmu síðar af ókunnri ástæðu. Gullpeningurinn frægi sem fannst á liki George E. Dixon foringja Hunley. I meira en 130 ár höfðu menn velt fyrir sér hvort sagan af peningnum væri sönn eða uppspuni. Gullpeningur Dixons Skipstjóri í hinstu för H.L. Hunley var ungur foringi (liutenant) í her Suðurríkjanna, George E. Dixon að nafni. Eftir dauða Dixons barst sú saga manna á milli að hann hefði verið ástfanginn af stúlku í Mobile í Alabama sem hét Que- enie Bennett. Sagan segir að Ben- nett hafi gefið Dixon gullpening sem verndargrip til að koma í veg fyrir að nokkuð illt henti hann. Dixon gekk ætíð með peninginn í vasanum og í hvert sinn sem hann handlék hann lét hann sig dreyma um daginn er hann og Bennett næðu aftur saman. 1 orrustunni um Shiloh í Tenn- essee í apríl árið 1862 varð Dixon fyrir skoti en það varð honum til happs að kúlan lenti í peningnum sem lét lítillega á sjá en sjálfur slapp Dixon með skrekkinn. Vernd- argripurinn góði hafði bjargað lífi hans. Fleiri slíkar sögur fóru á kreik í stríðinu og erfitt er að segja til um sannleiksgildi þeirra. 1137 ár vissi enginn hvort þessi saga væri sönn eða aðeins rómantísk flökkusaga. Þegar unnið var að fornleifarann- sókn á Hunley fannst gullpening- urinn frægi við hlið líkamsleifa George Dixon. Á honum var greini- legt far eftir byssukúluna og leifar blýs. Peningurinn er 20 dala gullpen- ingur sem sleginn var árið 1860. Á bakhlið peningsins eru letruð eft- irfarandi orð: Shiloh, 6. apríl 1862, verndari lífs míns. G. E. D.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.