blaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 13

blaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 13
blaöiö LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2006 VÍSINDI I 13 þessum óþægilegu minningum úr huga fólks þar sem þær væru oftar en ekki stór hluti af sjálfsmynd fólks. Markmiðið sé miklu frekar að lágmarka þann skaða og þau óþæg- indi sem þær valda fólki þó það sé fræðilega mögulegt að eyða minn- ingunum varanlega úr höfði fólks. Það tekur sjö ár að melta tyggjó sem gleypt er Það kann að taka meltingarfærin eilítið lengri tíma að brjóta niður tyggjóklessu en aðra fæðu en það er langt frá því að það taki okkur sjö ár. Þessi saga hefur að öllum líkindum verið búin til til þess að hindra að börn kyngdu jórturleðrinu. Maðurinn notar aðeins 10% af heilabúinu Þessi fullyrðing hefur verið ansi lífseig en fyrir henni er ekki flugu- fótur. Rannsóknir hafa sýnt að mað- urinn notar stærstan hluta heilans við leik og störf. Kínamúrinn er eina mannvirkið sem sýnilegt er utan úr geimnum Kínamúrinn er alls ekki eina mann- virkið sem geimfarar hafa getað merkt á jörðinni á ferðum sínum um geiminn. Píramídarnir eru einnig sýnilegir og tína mætti til fleiri mannanna verk. Vísindamenn fást við slæmar minningar Mýturnar afsannaðar Flest eigum við einhverjar hræði- legar minningar sem við vildum helst losna við úr lífi okkar hið snar- asta. Fræg er myndin Entire Suns- hine Of A Spotless Mind þar sem Kate Winslet og Jim Carrey fóru með aðalhlutverkin en þar voru minningar þurrkaðar út eins og ekk- ert væri. Líklega þótti flestum áhorf- endum nokkuð langt seilst í þessum efnum en þessi hugmynd er þó nær okkur en við höldum. Vísindamenn vinna nú um þessar mundir að því að gera hana að raunveruleika. Rann- sóknir hafa sýnt að það er mögulegt að velja þær minningar sem hugur- inn geymir. Streituhormón flæða Roger Pitman, vísindamaður við Harvad háskóla, hefur þegar sýnt fram á að þegar fórnarlömbum árása eða slysa eru gefin ákveðin lyf þegar þau koma á spítala eftir áfallið, þá eru minni líkur á að þau þjáist af andlegum eftirköstum. Pitman telur einnig að lækna megi eftirköst slíkra áfalla, jafnvel mörgum árum eftir að þau áttu sér stað. Rannsóknir Pitmans hafa leitt í Ijós að stöðugt flæði streituhormóna orsaki þessi eftirköst sem oft hafa afdrifaríkar afleiðingar. Rottur í aðalhlutverki Karim Nader frá McGill háskóla hefur einnig tekið þátt í þessum rann- sóknum og hefur hann notað rottur til þess að reyna kenningar sínar. Hann setti þær nálægt miklum hita sem þær lærðu að óttast og urðu óró- legar. Nader vakti svo upp þessar óþægilegu minningar um hitann hjá rottunum nokkru síðar. Dr. Pitman gerði rannsókn á sjúk- lingum á Ríkisspítalanum í Massac- husetts. Allt voru þetta sjúklingar sem orðið höfðu fyrir alvarlegri lík- amsárás eða nauðgun. Pitman gaf sjúklingunum lyf sem nefnt er Propr- anolol, sem lengi hefur verið notað til þess að lækka blóðþrýsting, en það virkar einnig á minnisstöðvar í heilanum. Annar hluti sjúklinga fékk lyfleysu. Þremur mánuðum síðar voru sjúklingar látnir hlusta á upptökur af því þegar þeir lýstu árásinni. Vísindamennirnir veittu því athygli að þeir sem fengið hefðu Propranolol þjáðust af mun minni streitueinkennum en þeir sem fengu lyfleysuna. Minningar hluti af sjálfsmynd Á síðustu mánuðum hafa Pitman og Nader ásamt félaga sínum Alain Brunet, vísindamanns við McGill háskólann, rannsakað tuttugu ein- staklinga í Montreal og nágrenni sem urðu fyrir alvarlegu áfalli fyrir 20-30 árum síðan, oftar en ekki var um að ræða kynferðislega mis- notkun. Þessi hræðilegu atvik voru rifjuð upp með fórnarlömbunum í viðtalsmeðferð og með því voru ein- staklingarnir betur búnir undir það að taka við þeim lyfjum sem áttu að virka á umræddar stöðvar í heil- anum og hafa þessar tilraunir þre- menninganna gefið góða raun Dr. Nader segir þó að það sé ekki lokamarkmið að eyða algjörlega aðtiB mm 1 4 a ik': ' ! 1 I 1 jr,w- -- V Allra veðra von utakort ■' Notaðu viðarvörn sem þolir íslenskt veðurfar Vidarvörn er ekki þaö sama og viðarvörn. Kjörvari er sérstaklega þróaður fyrir íslenska veðráttu þar sem mikilvægt er að gæðin séu í lagi. Náðu þér í nýja Kjörvara litakorti Útsölustaðir Málningar: Byko Kópavogi • Byko Hringbraut • Litaver Grensásvegi • Byko Hafnarfiröi • Málningarbúðin Akranesi • Byko Akranesi • Axel Þórarinsson, málarameistari, Borgarnesi • Verslunin Harnrar, Grundarfirði Litabúðin Ólafsvík • Núpur byggingavöruverslun ísafirði • Vilhelm Guðbjartsson, málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sauðárkróki • Byko Akureyri • Verslunin Valberg, Ólafsfirði • Byko Reyðarfirði • Verslunin Vík, Neskaupstað • Byko Selfossi • Miðstöðin Vestmannaeyjum • Byko Keflavík • Rúnar Sig. Sigurjónsson, málarameistari, Grindavík málning - það segir sig sjúlft -

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.