blaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 23

blaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 23
blaöið LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2006 VIDTAL I 23 fólki. Hvað er unnið með því að setja fíkil á Litla-Hraun? Hver er hugs- unin á bak við það önnur en að refsa honum? Er nokkuð verið að hugsa um það að þessi einstaklingur verði hugsanlega verri maður við þetta?“ segir Njörður og bætir við að hinir raunverulegu glæpamenn séu í raun þeir sem hagnist á ógæfu fíklanna með því að selja þeim eiturlyf. Fótar sig ekki í samfélaginu „Fíklarnir sem slíkir eru ekki glæpa- menn heldur helsjúkt fólk sem í raun ræður ekki gerðum sínum. Það er búið að missa stjórn á sínu eigin lífi og sjálfu sér og ræður ekki hvað það gerir,“ segir Njörður og bendir jafnframt á hversu erfitt geti reynst óvirkum fíklum að fóta sig á ný í samfélaginu eftir meðferð. „Hvað blasir við fíkli þegar hann kemur úr meðferð? Segjum sem svo að hann hafi komist í kast við lögin og það hafi frést. Hver vill þá ráða hann í vinnu eða leigja honum húsnæði? Jafnvel þó að það takist þá hefur hann kannski ekki andlega og lík- amlega burði til að játast undir þann aga sem venjuleg vinna frá átta til fimm krefst. Hann þarf líka að forð- ast alla fyrri vini sína og er ekki bú- inn að eignast nýja vini. Til að bæta gráu ofan á svart á hann kannski eftir að fara i afplánun. Á þessum tíma finnst fíklinum oft að öllum sé sama um hann. „Það er öllum sama um mig. Til hvers er ég að þessu? Þetta er vonlaust," hugsar hann með sér. Á þessum tíma, tveimur til sex mánuðum eftir meðferð, falla flestir,“ segir Njörður. Meðferðarstofnanir í Qársvelti 1 stað almennrar fangelsisvistar telur Njörður að farsælla væri að dæma fíkla til vistar á sérhæfðum, lokuðum meðferðarstofnunum þar sem þeir ættu meiri möguleika á að ná sér á strik. „Erlendis er sums staðar búið að setja upp langtíma- stofnanir sem þetta fólk rekur í raun og veru sjálft. Það þrífur, eldar mat- inn og hefur einhver úrræði. Suður á Italíu er til svona stofnun þar sem fólk dvelur kannski í upp undir tvö ár,“ segir Njörður sem er þó ekki bjartsýnn á að slíkri stofnun verði komið á laggirnar hér á landi enda sé illa búið að þeim meðferðarstofn- unum sem fyrir eru. „Þessar stofnanir eru alltaf að reyna að berjast fyrir sinni eigin tilveru. Það er bókstaflega eins og það sé verið að reyna að gera öllum eins erfitt fyrir og hægt er við að laga þetta ástand. Það þarf ekki að lesa blöðin oft til að skilja að SÁÁ er í sífelldu fjársvelti. Af hverju skyldi það vera? I Kaliforníu hefur verið sýnt fram á að sparnaður í heilbrigð- iskerfinu við meðferðarstofnun er sjöfaldur. Ef það eru settar hundrað milljónir í meðferðarstofnun þá sparast 700 milljónir annars staðar í heilbrigðiskerfinu. Af hverju eru þá þessar stofnanir látnar vera í fjár- svelti hér á landi? Nú er svo komið að SÁÁ fær styrki frá einkaaðilum vegna þess að opinberir aðilar styrkja þá ekki eins og ætti að vera,“ segir Njörður og bætir við að Islend- ingar eigi næga peninga til að verja í þennan málaflokk. „Það er verið að tala um að það þurfi að hægja á framkvæmdum til að draga úr þenslu. Ríkið fékk 67 milljarða fyrir Simann. Myndi það auka þenslu í þjóðfélaginu ef eitthvað af þessum fjármunum yrðu notaðir til að berjast gegn eiturlyfjum? Mig minnir að einn stjórnmálaflokkur hafi fyrir síðustu kosningar lofað því að setja einn milljarð í það verkefni. Ég hef ekki séð hann ennþá.“ Aðstandendur fíkla gleym- ast í umræðunni Njörður talar af sárri reynslu um eiturlyfjabölið en sonur hans ánetj- aðist ungur fíkniefnum. Hann telur að hlutur aðstandenda fíkla gleymist oft í umræðunni um eiturlyfjavandann. „Það hefur verið sagt að á bak við hvern fíkil séu kannski fjórir til fimm einstaklingar sem dragast inn í þetta mál, sýkjast og þjást af vanlíðan. Það getur líka komið til alvarlegs heilsufarsástands, vinnu- taps og jafnvel innlagna á heilbrigð- isstofnanir. Þessi þáttur verður mjög útundan í allri þessari umræðu. Það er ekkert spaug að eiga barn sem er eiturlyfjaneytandi. Ég tala nú ekki um þegar það stendur yfir í langan tíma með endurteknum von- brigðum, endurteknum afbrotum og meðferðartilraunum sem síðan bregðast,“ segir Njörður. Áfengisneysla undanfari neyslu harðari efna Þegar Njörður ræðir um vímuefna- vandann undanskilur hann ekki áfengi enda fari það illa með fleiri en hörðu eiturlyfin. „Alkóhólismi er skilgreindur sem líkamlegur, andlegur og félagslegur sjúkdómur. Fyrir þann sem fer í hörð eiturlyf magnast þessi sjúk- dómur og verður margfaldur. Éðli hans er engu að síður svipað. Ég held að ég opni aldrei blað án þess að þar séu brotin lög um áfengisaug- lýsingar. Þetta er bæði í sjónvarpi, út- varpi og blöðum. Af hverju er þetta látið viðgangast?" Njörður bendir jafnframt á að áfengisneysla sé yfirleitt undan- fari eiturlyfjaneyslu, ekki síst hjá unglingum. „Þetta er náttúrlega tími sem fólk á alls ekki að geta náð í áfengi en það virðist vera að það sé jafnvel auðveldara fyrir það að ná í eiturlyf heldur en áfengi. Maður spyr sig hvernig geti í raun staðið á því. Ef það er svona auðvelt að ná í eiturlyf af hverju er þá svona erfitt að finna þá sem selja þau? Þetta finnst mér ekki ganga upp. Maður veit ekki til hvers fiktið leiðir Njörður segir að unglingar fikti við eitt og annað og svo verði trúlega alltaf. Það vita allir sem hafa verið ungir. „Auðvitað eru margir sem láta sér nægja að fikta og svo verður ekkert meira úr því. Vandinn er hins vegar fólginn í því að þeir sem byrja að fikta vita ekkert hvort þeir lenda í þessum hópi sem fellur fljótt fyrir þessu. Það má skipta þeim sem fá sjúk- dóminn alkóhólisma í tvo flokka. I öðrum hópnum eru þeir sem ánetj- ast áfengi strax en í hinum eru þeir sem verða ekki alkóhólistar fyrr en þeir eru orðnir miðaldra. Þá verður líkaminn og maðurinn smám saman háður þessu með meiri og meiri notkun. Sumt af þessu unga fólki ánetjast eiturlyfjunum mjög fljótt og það er mjög mismunandi hvernig þau virka. Það byrjar eng- inn á sterkum efnum. Það byrjar enginn unglingur á því að sprauta sig í æð með amfetamíni, kókaíni eða heróíni,“ segir Njörður. Fundur með félagsmálaráðherra Opnu bréfin sem Njörður birti í Morgunblaðinu hafa vakið viðbrögð almennings og segir Njörður að í kjölfar þeirra hafi hann fengið fjöld- ann allan af símtölum á hverjum einasta degi. „Yfirleitt eru þau frá ör- væntingarfullum foreldrum. Þó eru á því tvær undantekningar. Dómari hefur haft samband við mig og lýst áhyggjum af þessu máli og sagst vera mér sammála þvi að það þyrfti að taka öðruvísi á málefnum fíkla en gert er í dómskerfinu en til þess þurfi meðal annars að breyta lögum. Síðan fékk ég orðsendingu frá félags- málaráðherra um að hann vildi fá að hitta mig og ræða þessi mál. Ég fer og hitti hann í næstu viku og ætla að skilja eftir hjá honum minnis- blað um þetta og ræða við hann. Við sjáum hvort að hann vilji gera eitt- hvað í þessu máli. Við skulum vona að þetta hafi einhver áhrif til góðs en til þess að taka á málinu þyrftu fleiri ráðuneyti að koma að því,‘ segir Njörður P. Njarðvík að lokum. einar.jonsson@bladid.net 99.................................................................... íKaliforníu hefur verið sýnt fram á að sparnaður í heilbrigðiskerfinu við meðferðarstofnun er sjöfaldur. Efþað eru settar hundrað milljónirí með- ferðarstofnun þá sparast 700 milljónir annars staðar í heilbrigðiskerfinu. Afhverju eru þá þessar stofnanir látnar vera í fjársvelti hér á landi? Valdar vörur á miklu lægra verði - aðeins í nokkra daga! 20%, 25%, 30% og 40% verðhrun af vöidum reiðhjólum 20%, 30%, 40% og 50% verðhrun völdum af golfsettum 30%, 40% og 50% verðhrun af völdum golfpokum 20%, 30% og 40% verðhrun völdum tegundum af golfskóm 30% verðhrun af völdum golffatnaði 20%, 25% og 30% verðhrun af völdum tegundum af línuskautum 20% verðhrun af völdum flíspeysum - taktu mark á sérfræðingum /H4RKIÐ www.markid.is • Sími: 553 5320 • Ármúla 40 kk>

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.