blaðið - 08.07.2006, Side 35

blaðið - 08.07.2006, Side 35
blaðið LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2006 UNGA FÓLKIÐ I 35 Huldufólk, álfar og hollenskir skátar Dróttskátasveitin Wyxus í skátafélag- inu Mosverjum í Mosfellsbæ tekur um helgina á móti hópi hollenskra skáta. Á næstu tveimur vikum munu hóparnir fara saman í ferða- lög og taka þátt í ýmsum krefjandi og skemmtilegum verkefnum. Skát- arnir sem eru á aldrinum 14-18 ára munu meðal annars ganga Laugaveg- inn þar sem gist verður í tjöldum og skálum. Ennfremur munu þeir fara í nokkrar styttri ferðir um Reykjanes og Suðurland. Hollensku skátarnir munu (síðari hluta ferðarinnar gista hjá þeim íslensku í því skyni að efla enn frekar kynni þeirra á milli. Undirbúningur að verkefninu hefur staðið frá áramótum en það hlaut styrk frá ESB-áætluninni Ungu fólki í Evrópu. Um langtímaverkefni er að ræða því að eftir eitt til tvö ár er gert ráð fyrir að íslensku skátarnir sæki þá hollensku heim. Menningarleg útivist Ævar Aðalsteinsson, félagsforingi Mosverja sem hefur haft veg og vanda af skipulagningu verkefnisins, segir að þó að Mosverjar hafi áður tekið á móti hópum frá útlöndum hafi þeir ekki tekið þátt í jafnmetnaðarfullu og umfangsmiklu verkefni áður. Yfirskrift verkefnisins er „menn- ingarleg útivisf ‘ og hyggjast skátarnir blanda þessu tvennu saman á næstu dögum. „Við ákváðum að vinna með þjóðsögur, ævintýri, huldufólk og annað slíkt. Við munum heimsækja staði sem tengjast þess háttar verum auk þess sem það verður farið svo- lítið í jarðfræði líka. Við vildum ekki bjóða hollensku krökkunum upp á fótboltamót eða eitthvað sem þeir hafa heima hjá sér,“ segir Ævar og bætir við að Hollendingunum finnist mjög spennandi að takast á við þetta verkefni. Spenna og tilhlökkun í báðumhópum ,fslensku krakkarnir eru líka orðnir mjög spenntir fyrir þessu og eru allir búnir að tryggja sér sumarfrí til að geta tekið þátt í þessu þannig að þetta verður vonandi allt mjög vel lukkað og skemmtilegt. Það hefur verið mjög gaman fyrir skátana hér í Mosfeílsbæ að taka þátt í svona al- þjóðlegu samstarfi," segir Ævar og bætir við að það hafi mikið gildi fyrir þá. Auk þess að kynnast viðhorfum jafnaldra sinna í Hollandi læra skát- arnir margt af undirbúningi verkefn- isins og skipulagningu. „Þeir þurfa að halda dagbók og skila skýrslu tveimur mánuðum eftir að verkefn- inu lýkur. Þeir læra að vinna skipu- lega og þau átta sig á þeirri ábyrgð sem fylgir þvi að taka þátt í svona verkefni. Þeir þurfa að taka á móti krökkum sem eru hingað komnir til að taka þátt í ákveðnu verkefni og að þýðir ekkert að hlaupa frá því. g held að það skipti heilmiklu máli líka,“ segir Ævar að lokum. Dróttskátasveitin Wyxus í Mosfellsbæ tekur um þessar mundir þátt í sameiginlegu verkefni með hollenskum skátum. Meðal annars munu íslensku skátarnir fara með þá hollensku í fjallaferðir og leiða þá í sannleikann um íslenska álfa og tröll. Flippað á föstudegi Ungir og upprennandi listamenn settu svip sinn á miðbæ Reykjavíkur í blíðviðrinu í gær og brugðu á leik með leik og söng og öðrum uppátækjum. Þar voru á ferð krakkar sem tekið hafa þátt í skapandi sumarhópum Hins hússins í sumar og hafa unnið að margs konar menningarverkefnum á vegum þess. Atriðin voru jafnfjölbreytt og þau voru mörg. Tónlistarmenn léku tónlist af ýmsum toga á götuhornum og í verslunum, götuleikhúsið framdi gjörninga og Rannsóknarsvið íslenskrar þjóðmenningar bauð upp á „flip á la carte“. Þá bauð Tríóið taumlausa gestum og gangandi upp á ókeypis portretteikningar og góðar ferskeytlur og Islenska hreyfiþróunarsamsteypan hyllti veðrið í Kvosinni enda full ástæða til. Engin ástæða er til að örvænta þó að menn hafi farið á mis við gleðina í gær því að á fimmtudag kl. 20 verður haldin uppskeruhátíð sumarhópanna í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem boðið verður upp á metnaðarfulla og fjöl- breytta dagskrá. A Austurvelli frömdu ungir listamenn kynlegan gjörning vegfarendum til ánægju og eins og sjá má vantaði ekki heldur Blaöit/Frikki krásirnar. T \ 1 * \ / i'Á ^HI. I Gaileríi Sævars Karls gátu gestir tekið sér hvfld frá innkaupum og notið Blatiö/Frikki klassískrar tónlistar í flutningi Þremenningarsambandsins. Ritstjórn feminíska vefritsins Lötu stelpunnar gekk um götur og torg og Blaöiö/Frikki spurði vegfarendur kynlegra spurninga. og ferskeytlur í tilefni dagsins.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.