blaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 14

blaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 14
14 I ÁLIT LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2006 blaðÍA blaðið Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Ritstjóri: Ásgeir Sverrisson Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber. SÝNDARSTJÓRNMÁL Pað hefur vart farið fram hjá nokkrum manni að ástandið í efnahags- kerfi landsins gæti verið heldur betra en það er. Það sem almenn- ingur finnur væntanlega helst fyrir er hin mikla verðbólga sem nú mælist með tilheyrandi aukningu á greiðslubyrði og hækkandi lánum. Ríkisstjórn fslands hefur verið gagnrýnd harðlega síðustu árin fyrir að beita sér ekki af nægilegri hörku í aðhaldsátt til að vega upp á móti þeim gríðarlegu framkvæmdum sem nú standa yfir, ekki bara á austanverðu land- inu, heldur einnig á suð-vestur horni landsins. Ekki hefur verið dregið úr framkvæmdum á vegum ríkisins svo nokkru nemi og því hefur Seðlabanki íslands staðið nánast einn í baráttu við að halda verðbólgu niðri. Bankinn hefur neyðst til að hækka vexti stöðugt undanfarin misseri og nú standa stýrivextir bankans í sögulegu hámarki. Sú staðreynd sýnir svart á hvítu að efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar er ekki að skila nægilegum árangri. Um þessar mundir er öllum orðið ljóst að gripa þarf í taumana áður en illa fer. Hækkandi verðbólga, sem og spár um harkalega lendingu á því góðæris- tímabili sem ríkt hefur síðustu misseri, kalla á virkar aðgerðir. Samningur ríkisins við aðila vinnumarkaðarins í síðasta mánuði er vissulega skref í rétta átt, en meira þarf til. Þetta eru ráðamenn loksins búnir að átta sig á og hafa því gefið út að þeir ætli að draga saman í framkvæmdum ríkisins um einhverja milljarða á næstunni. Menn spyrja sig hins vegar nú hvers vegna þessi staða er komin upp. Ef stjórnvöld hefðu unnið sína heimavinnu síðustu sjö árin eða svo hefði þessi staða vart þurft að koma upp. Ef dregið hefði verið úr framkvæmdum smám saman hefði ekki þurft að draga upp niðurskurðarhnífinn núna. í stað þess að hætta við framkvæmdir hefði einfaldlega verið hægt að sleppa því að setja þær á dagskrá. Vandinn við það er að slíkar aðgerðir eru ósýnilegar og því vart til þess fallnar að benda á þegar kosningar eru framundan. Pólitík gengur jú öll út á sýnilegar aðgerðir sem hægt er að draga upp úr hattinum þegar næst þarf að herja út nokkur auka atkvæði. Ósýnilegar aðgerðir veiða ekki atkvæði - og því eru stjórnmálamenn stöðugt uppteknir af einhverju sem kalla má sýndarstjórnmál. Þegar stefnir í óefni koma þeir fram á sjónvarsviðið eins og frelsandi englar og koma ástandinu í lag. Það á einnig við í þessu tilfelli. Slæmt ástand á að lækna með því að byggja ekki einhverja vegaspotta á vest- fjörðum eða brýr á Norðurlandi. Það ber hins vegar ekki vott um góða stjórn- arhætti - það sýnir að menn hafa ekki unnið heimavinnuna síðustu árin. Aðalbjörn Sigurðsson Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & augiýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Dreifing: íslandspóstur TILBOÐ! Mikið úrval afflísum Gólfflísar Veggflísar ’-'Y Æ W% V W\1 f25-70°/o afsláttur HARÐVIÐARVAL -þegar þú kaupir gólfefni Krókhálsi 4 110 Reykjavík Sími 567 1010 www.parket.is flp í/4F/? GAM/-/I 'BI/SH I ft-tlrti >—^ M ^LHPiiK. ErífoNH KoMMffTiTTUii *----------{ Ægfv-ONW f _________ Grátið í grasinu Það hefur ekki farið framhjá neinum sem horft hefur á HM að karlmenn eru tilfinningaverur. Hvað eftir annað urðum við vitni að því að fullfrískir leikmenn hnigu í grasið og kjökruðu vegna þess að andstæð- ingurinn brá fyrir þá fæti. Við sáum þessa sömu menn bresta i grát þegar þeir töpuðu leik. Stundum grétu þeir jafnvel með ekka. Þegar mestu tilfinningalegu holskeflurnar gengu yfir varð ég stundum vandræðaleg fyrir framan sjónvarpið. Svo vaknaði blítt móð- ureðlið í brjósti mínu og ég sagði sefandi röddu við Portúgalann eða ítalann sem virtist liggjalemstraður í grasinu: „Svona! Svona!“ Ég sagði reyndar voða mikið: „Svona! Svona!“ í Íeikjum Portúgala. Óhemju við- kvæmt lið það portúgalska og mátti illa við hnjaski. Hinn dramatíski leikmaður íþróttafréttamaður nokkur komst ágætlega að orði þegar hann sagði að portúgalska liðið hefði stundum gert meira úr hlutunum en efni stæðu til. Þetta heitir með öðrum orðum að vera dramatískur. Ég veit heilmikið um dramatískt fólk. Dramatískt fólk sýnir leikræn tilþrif vegna þess að því finnst heimurinn vera leiksvið þar sem allt er stórt í sniðum. Og dramatískt fólk er alls staðar. Líka í knattspyrnulandsliðum. Dramatískt fólk finnur mikið til en kann líka að gleðjast innilega. Þegar það verður ástfangið verður það yfir sig ástfangið. Þegar sorg- legir atburðir gerast líður þvi eins og veröldin sé að hrynja í kringum það. Þegar brugðið er fæti fyrir dramat- ískan leikmann á knattspyrnuvell- inum þá fellur hann þannig að allir taka eftir. Þegar sparkað er í hann finnur hann fyrir miklum sársauka. Og ef hann lætur sig falla á vítateig þótt enginn leikmaður hafi komið við hann þá er það vegna þess að hann er búinn að lifa sig inn í að- stæður og finnst í hita leiksins að það sé í góðu lagi að hagræða at- burðarásinni, sjálfum sér til vegs- auka og þjóð sinni til dýrðar. Kolbrún Bergþórsdóttir Ég er nokkurn veginn viss um að margir þeir sem telja sig sérfræð- inga í knattspyrnu átti sig alls ekki á einkennum hins dramatíska leik- manns. Leikmanns sem yfirleitt á rætur að rekja til Suður-Ameríku eða Suður-Evrópu þar sem menn hafa hita í blóðinu. Eg hef líka grun um að þessi skilgreining mín falli í grýttan jarðveg hjá meginþorr- anum af hinum harðneskjulegu aðdáendum enska og þýska lands- liðsins. Það eru furðu margir sem hafa áhuga á knattspyrnu sem þjást af skorti á ímyndunarafli og leggja dauða hönd raunsæismælistikunnar á alla hluti. Sennilega botnar þessi hópur manna ekkert í þessum pistli. Þeir skilja ekki hvað ég er að tala um - og ekki nenni ég að skrifa annan pistil til að útskýra það fyrir þeim. Dólgurinn og listamaðurinn Þeir sem skilja ekki þennan dram- atiska leikmáta og hafa ekkert um- burðarlyndi með honum eru þeir sömu sem gera enga athugsemd við það að dólgurinn Wayne Ro- oney æði um völlinn og misþyrmi mönnum hrottalega. Þeim þykir jafnvel jaðra við hneyksli að hann skuli hafa fengið rautt spjald fyrir at- hæfið. Við sem höfum fyígst með Ro- oney vitum að kjósi hann að hverfa af knattspyrnvellinum á hann vísan glæstan frama sem handrukkari. Hann hefur allt sem til þarf í það starf. Þeir eru sláandi andstæður á vellinum, rustinn Rooney og dreng- urinn með heiðrikjuandlitið, Cristi- ano Ronaldo, sem hleypur eins og ungur foli um völlinn, fullur leik- gleði og æskufjörs. í dramatískri innlifun kann hann að hafa látið sig falla þegar engin ástæða var til. En hann er nú varla einn um það að hafa dramatiserað af litlu tilefni. Og liti nú hver í eigin barm! Það býr svo gríðarlega mikil dramatík í listrænu eðli. Og sem betur fer er nóg af því á HM. Höfundur er blaðamaður Klippt & skorið Iborgarkerfinu er nú haft á orði að þrír pólitískir borgarstjórar séu við stjórnvöl- inn, einn frá Sjálfstæðisflokki og tveir frá Framsókn; Vilhjálmur yfirborgarstjóri, Björn Ingi formaður borgarráðs og Óskar Bergsson formaður fram- j kvæmdaráðs og varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins. Til marks um þetta er sú staðreynd að Björn Ingi hefur komið sér fyrir á skrifstofu í Ráðhúsinu og nú nýverið þurfti að rýma skrifstofu í Skúlatúni, þar sem framkvæmda- sviðið ertil húsa, til að koma Óskari Bergssyni þar fyrir. Nú hefur hann því rúmt aðgengi að daglegum verkferlum og vinnubrögðumframkvæmdasviðsins.Sáaðskiln- aður milli stjómmála og stjómsýslu sem áður var talinn mikilvægur, talinn ýta undir stjórnhætti á lýðræðislegum nótum, erþvífarinn fyrirlítið. IKópavoginum er svo líka hafin Fram- sóknarvæðing stjórnkerfisins en þar var Páll Magnússon, framsóknarmaður með meiru og fyrrverandi aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur, skyndilega ráðinn bæjarritari. Athyglisvert er að þetta mikilvæga embætti var ekki auglýst eins og eðlilegt er um embætti (stjórnkerfi bæjarins enda hefði það nú líklega bara verið sóun á almannafé því Palla var alltaf eyrnamerkt starfið. Þessi ráðn- ing er talin hafa verið hluti af samkomulagi milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eftir kosningar. Sagði ekki Jón Baldvin að Fram- sóknarflokkurinn væri pólitísk vinnumiðlun - þetta er a.m.k. ein leið til að skapa ný störf fyrir þá sem ekki vilja vinna í álverunum. O g talandi um álver, eða kannski frekar um stóriðju, því yfirlýsing Jóns Sigurðssonar, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, um að ekki hafi verið rekin stór- iðjustefna hjá ríkisstjórn fslands síðustu þrjú ár hefur vakið talsverða athygli. Sumir tala um að þarna sé að koma í Ijós taugaveiklun flokksmanna, enda er Framsókn nánast að þurrkast út miðað við niðurstöður síðustu sveitarstjórnakosninga, sem og allra skoðana- kannana undanfarna mánuði. Auk þess að þykja ummæli ráðherrans undarleg valda þau líka áhyggjum meðal þeirra sem ekki vilja frekari uppbyggingu stór- iðju á landinu. Ástæðan erað þau telja að ríkisstjórnin eigi að búa til rammaáætlanir sem bindi stórfyr- irtækin í gerðum sínum. Sé slíkt ekki gert hafi þau frjálsar hendur í málaflokkum með ófyrir- sjáanlegum ástæðum. Það er nokkuð Ijóst að andstæðingar stóriðjunnar verða seint sáttir. adalbjorn@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.