blaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 15

blaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 15
blaðið LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2006 VIKAN I 15 Vikan í máli og myndum [þróttir setja svip sinn á myndir vikunnar að þessu sinni. Frakkar og Italir leika til úrslita í heimsmeistaramótinu í fót- bolta nú um helgina eftir æsispennandi undanúrslitaleiki þar sem Þjóðverjar og Portúgalar máttu lúta í gras. Þó að augu flestra íþróttaunnenda hafi beinst að heimsmeistaramótinu gerðist ýmislegt annað í heimi íþróttanna í vikunni. Bestu tennisleikarar heims komu saman í London til að taka þátt í hinu árlega Wimbeldon-móti sem er eitt af stærstu og mikilvægustu tennismótum ársins. Hinu megin við Ermasundið beinast hins vegar allra augu að litríkum hjóla- köppum um þessar mundir enda Frakklandshjólreiðarnar nýhafnar og spenna í lofti þar sem sigurvegari undanfar- inna ára, Lance Armstrong, er ekki í hópi þátttakenda. Frakkar fagna við Eiffel-turninn Franska landsliðið í fótbolta vann frækinn sigur á því portúgalska á miðvikudag og tryggði sér þar með rétt til að taka þátt í úrslitum mótsins þar sem það mætir (tölum. Franskir fótboltaáhugamenn þustu út á götur og torg þegar úrslitin lágu fyrir og fögnuðu að hætti hússins. Hinsegin litadýrð Nú er runninn upp sá árstími þegar hommarog lesbíur koma saman úti á götu til að gera sér glaðan dag og vekja athygli á réttindabaráttu sinni. Þessi litríka dragdrottning tók þátt í samkomu samkynhneigðra í Bogota í Kólumbíu á dögunum. Frakklandshjólreiðarnar hafnar Frakk- landshjólreiðarnar eru nýhafnar en þessi árleigi stórviðburður í íþróttalífinu hefur að nokkru leyti fallið í skuggann af heims- meistaramótinu í fótbolta. Hér sést banda- , ríski hjólagarpurinn George Hincapie bíða eftir að geta lagt af stað í annan áfanga keppninnar á mánudag. Ungur munkur Barnungur munkur heldur á mynd af Dalai Lama á hátíðarhöldum í tilefni af 71 árs afmæli trúarleiðtogans í Kathmandu, höfuðborg Nepals. Ungur kúreki Hann er ekki hár (loftinu þessi ungi.kúreki" sem hér sést ríða kind einni á ródeói í Morley í Alberta-fylki í Kanada. Tennis með frjálsri aðferð? Ekki fylgir sögunni af hverju tékkneski tennisleikarinn Radek Stepanek stakk spaðanum í munninn á sér í viðureign hans við Spánverjann Fernando Verdasco á Wimbledon-mótinu í London. Ekki er þó óhugsandi að hér sé um að ræða nýja aðferð til að leika þessa göfugu íþrótt. Á bænTíbeskur pílagrími á bæn við Potala-höllina í Lhasa ÍTíbet. Höllin sem er meira en 1300 ára gömul er á heimsminjaskrá UNESCO.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.