blaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 37

blaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 37
4- blaöið LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2006 DAGSKRÁI37 Örlagadagur Unnar Jökulsdóttur Næstkomandi sunnudag, 9. júlí, ræðir Sirrý við Unni Jökulsdóttur um stóra örlagadaginn í lífi hennar. Þrátt fyrir að hafa siglt um heims- ins höf átti Unnur Jökulsdóttir ekki von á því að hún myndi á fimmtugs- aldri, einstæð kona, ættleiða dótt- ur frá Kína. Alda Áslaug er ljósið í lífi hennar og saman ferðast þær um landið í leit að álfum og huldu- fólki. Sirrý heimsótti fjölskylduna í skógarparadís og einnig sjáum við myndband frá fyrstu samverustund mæðgnanna í Kína. 0 SJÓNVARPIÐ 08.00 Morgunstundin okkar 10.17 Konstanse (3:6) 10.25 Latibær 10.50 Hlé 14.40 Metanveröld (Metaanimaailma) 15.10 Takatvö(7:io) 16.00 Kóngur um stund (4:12) 16.35 Út og suður 17.05 Vesturálman (10:22) 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Stundinokkar (10:31) 18.28 Ævintýri Kötu kanínu (9:13) ( 18.42 Umhverfisjörðina 19.00 Fréttir, íþróttir og veður 19.35 Útog suður (10:16) 20.00 (skugga valdsins (1:2) (Im Schat- ten derMacht). 21.30 Helgarsportið 21.55 Heimkoman (Vozvrashcheniye) Rússnesk bíómynd frá 2003. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. 23.40 Klink & Bank (e.) 00.35 Útvarpsfréttir í dagskrárlok SIRKUSTV 18.30 19.10 19.35 20.00 20.30 21.00 21.50 22.40 23.30 00.20 Fréttir NFS Friends (10:17) (e) (The One Where Chandler Gets Caugh) Friends (11:17) (e) (The One Where The Stripper Cries) Bernie Mac(i3:22) (e) (It's Mac-Ad- emic) Twins (6:18) (e) (Model Student) Killer Instinct (6:13) (e) (Who's Your Daddy) Clubhouse (10:11) (e) (Clubhouse) Falcon Beach (5:27) (e) (Getting ToKnowYou) X-Files (e) (Ráðgátur) Smallville (8:22) (e) (Solitude) Unnur Jökulsdóttir er víðfrægur ferðalangur og skrifaði metsölubæk- urnar í kjölfar Kríunnar og Krían siglir um Suðurhöf, ásamt ferðafé- laga sínum Þorbirni Magnússyni, þar sem þau lýsa á eftirminnilegan hátt í máli og myndum siglingum sínum um heimsins höf. Eins og nafnið gefur til kynna fjallar Örlagadagurinn um örlaga- ríka daga. Áhugavert fólk hefur fall- ist á að greina Sirrý frá „örlagadeg- inum“ stóra í lífi sínu; degi þar sem mikil straumhvörf áttu sér stað, stór atburður, gleði- eða sorgaratburður, sem hefur haft varanleg áhrif á líf viðkomandi. Þættirnir eru 12 tals- ins og í hverjum þætti greinir einn áhugaverður viðmælandi frá örlaga- degi sínum; á hispurslausan og inni- legan hátt. Örlagadagurinn er frumsýndur í opinni dagskrá á NFS og Stöð 2 á sunnudögum kl. 19.10. Þátturinn er endursýndur á NFS á þriðjudags- og föstudagskvöldum kl. 20.10 og á Stöð 2 á laugardögum kl. 16.55. SUNNUDAGUR M STÖÐ2 07.00 Pingu 07.05 Jellies (Hlaupin) 07.15 Pingu 07.20 Myrkfælnu draugarnir (38:90) 07.35 Barney 08.00 Stubbarnir 08.25 Noddy (Doddi litli og Eyrnastór) 08.35 Könnuðurinn Dóra 09.00 Kalli og Lóla 09.35 Taz-Mania 1 09-55 Ofurhundurinn 10.20 Kalli litli kanína og vinir hans 10.45 Barnatími Stöðvar 2 11.10 Sabrina-Unglingsnornin 11.35 Hestaklúbburinn (Saddle Club) 12.00 Hádegisfréttir 12.25 Neighbours 14.10 Þaðvarlagið 15.20 Nálægð við náttúruna 16.05 Eldsnöggt með Jóa Fel (6:6) 16.40 Veggfóður(3:2o) 17.25 Martha (Billy currington & Shaun White "The Flying Tomato") 18.12 fþróttafréttir 18.30 Fréttir, íþróttir og veður 19.10 Örlagadagurinn (5:12) ("Sótti dóttursína tilKína") 19.45 Jane Hall's Big Bad Bus Ride (1:6) 20.35 Monk (5:16) (Mr. Monk Gets Drunk) 21.20 Cold Case (16:23) (Óupplýst mál) 22.05 Twenty Four (23:24) 22.50 Hollywood Homicide (Morð f Hollywood) 00.45 Suspicion (1:2) (lllur grunur) 01.55 Suspicion (2:2) 03.10 Scorched (Pottþétt plan) 04.45 Monk (5:16) (Mr. Monk Gets Drunk) 05.30 FréttirStöðvar2 06.15 Tónlistarmyndbönd frá Popp TíVí SKJÁR EINN 12.30 Whose Wedding is it anyways? (e) 13.20 Beautiful People (e) 14.10 TheO.C.(e) 15.10 The Bachelorette III (e) 16.00 America's Next Top Model V (e) 17.00 Brúðkaupsþátturinn Já (e) 18.00 Borgin mín (e) 18.30 Völli Snær(e) 19.00 Beverly Hills 90210 19-45 Melrose Place 20.30 Point Pleasant 21.30 Boston Legal - lokaþáttur 22.30 Wanted 23.15 Radio Days Cecilia er að reyna að ná endum saman í kreppunni miklu á 4. áratug sfðustu aldar 00.35 C.S.I. (e) 01.30 TheLWord(e) 02.20 Beverly Hills 90210 (e) 03.05 Melrose Place (e) 03.50 Óstöðvandi tónlist ^^SÝN 08.30 Hápunktar í PGA mótaröðinni 11.00 HM 2006 (Þýskaland - (talía) Upp- taka frá fyrri undanúrslitaleiknum á HMíÞýskalandi. 12.45 HM 2006 (Portúgal - Frakkland) Upptaka frá síðari undanúrslitaleikn- um á HM í Þýskalandi. 14.30 2002 FIFA World Cup (Saga HM 2002) Heimsmeistarakeppnin ( knattspyrnu í Japan og Kóreu 2002 errakinímáli og myndum. 16.30 442 17.30 HM stúdíó 17.50 HM 2006 (Winner 61 - Winner 62) Bein útsending frá sjálfum úrslita- leiknum á HM 2006. 20.10 442 22.40 HM 2006 (Winner 61 - Winner 62) Upptaka frá sjálfum úrslitaleiknum á HM 2006 i Þýskalandi. // / >// NFS 10.00 Fréttir 10.10 ísland í dag - brot af besta efni liðinnar viku 11.00 Vikuskammturinn Samantekt með áhugaverðasta efni NFS frá vik- unnisem eraðlíða. 12.00 Hádegisfréttir 12.25 Pressan 14.00 Fréttir 14.10 (sland í dag - brot af besta efni liöinnar viku 15.00 Vikuskammturinn 16.00 Fréttir 16.10 Pressan 17.45 Hádegið E 18.00 Veðurfréttir og íþróttir 18.30 Kvöldfréttir 19.10 Öriagadagurinn (5.12) ("Sótti dóttur sína til Kína") 19.45 Hádegisviðtalið 20.00 Pressan 21.35 Vikuskammturinn 22.30 Kvöldfréttir 23.10 Síðdegisdagskrá endurtekin í h ÍJSflSI STÖÐ 2 - BÍÓ 06.00 Maid in Manhattan (Þerna á Man- hattan) 08.00 Beautiful Girl (Falleg stúlka) 10.00 Greenfingers (Grænir fingur) 12.00 Radio (Útvarp) 14.00 Maid in Manhattan (Þerna á Man- hattan) 16.00 Beautiful Girl (Falleg stúlka) 18.00 Greenfingers (Grænir fingur) 20.00 Radio (Útvarp) 22.00 The Italian Job (ftalska verkefnið) 00.00 Cheats (Svindlarar) 02.00 Black Cadillac (Svarti Kádiljákur- Inn) 04.00 The Italian Job (ftalska verkefnið) ■J------- HVAÐSEGJA STJÖRNURNAR? Vandamál annarra í kringum þig geta hjálpaö þér ef þú reynir að læra af þeim. Þú þarft ekki að finna upp hjólið, leitaðu ráða hjá öðrum þvi að þú þekkir án efa einhvern sem hefur gengið í gegnum það sama og þú. ©Naut (20. apríl-20. mafl Gamlar hugmyndir þarfnast varðveislu og ef þú vilt ekki að þær falli í gleymsku þarftu að auglýsa þær og halda þeim á lofti. Ekki gleyma að brosa því að þú getur gefið svo mikið af þér þegar þú brosir til fólks. ©Tvíburar (21. maf-21. júnO Það gæti tekið þig dálítinn tima að átta þig á þvi sem er að gerast í kringum þig. Ekki láta það trufla þig því að þú getur vel séð í gegnum þá sem eru ekiti heiðarlegir. ©Krabbi (22. júní-22. júlí) Þú átt það skilið að slappa af og njóta þess að vera róleg(ur) um tima. Leggstu upp í sófa, láttu kodda undir fæturna og njóttu þess að láta þreytuna liða úr þér. Þegar þú ert endurnærð(ur) skaltu fá þér gönguferða og anda að þérferskum vindum. ®Ljón (23. júlí- 22. ágúst) Hefurðu einhvern timann hugleitt það að þú þarft ekki að hafa áhyggjur af öllu sem gerist i heimin- um? Hættu að hafa áhyggjur af þvi sem þér ekki kemurvið. Meyja (23. ágúst-22. september) Þú hefur völdin og sama hvað þú heldur þá getur þú stjórnað öllu sem þig langar að stjóma. I dag skaltu hugsa vel um fæturna þína, klipptu tánegl- urnar eða eitthvað slíkt, orkan þín kemur í gegnum fæturna. Vog (23. september-23. október) Þú ert búin(n) að skipuleggja allt i þaula og nú geturðu sest niður og slakað á. Allt mun fara eins og þú hafðir áætlað og þér mun famast vel. Njóttu þess að horfa á vel heppnuð verk þín. Sporðdreki (24. október-21. nóvember) Það verður minna álag á þér von bráðar. Þú þarft að fara í frí og það mun vera þér mjög ánægju- legt. Njóttu þess að skipuleggja fríið i þaula og þá muntu fá það út úr því sem þú þarft og þig langar. Bogmaður (22. nóvember-21. desember) Fylgdu þinum dýpstu þrám og löngunum. Þú þarft ekki að gera neitt sem þig ekki langar og þú færð ýmsu ráðið um það sem þú gerir. Nýttu þér það þvi þúþarftáþviað halda. Steingeit (22.desember-19.janúar) Eitt af þlnum nýju verkefnum munu fá verðskuld- aða athygli og munu ef til vill komast í (jölmiðla. Vandaðu frágang þinn því hugmyndin er góð en þaðþarfaðklárahana. ©Vatnsberi (20. janúar-18. febrúar) Þú hefur verið að leita að því sem heldur aftur af þér, það muntu finna í dag. Þú þarft ekki að vera undrandi þó að það sé eitthvað sem þú hefur verið með lengi. ©Fiskar (19. febrúar-20. mars) Þú hefur mikla þörf fyrir að kaupa þér eitthvað nýtt og fallegt i dag. Hvort sem það eru nýir skór eða borvél er þetta eitthvað sem þig langar í og þú mátt alveg láta það eftir þér. Nýbakaður faðir Óskarsverðlaunahafinn Russell Crowe og kona hans, Danielle Spencer, eignuðust sitt annað barn í gær. Litli drengur- inn hefur fengið nafnið Tenyson Spencer Crowe og var hann 3,6 kíló við fæðingu. „Móður, föður og barni heils- ast öllum ákaflega vel,“ segir Grant Vandenberg sem er umboðsmaður leikarans. Russell Crowe var viðstaddur fæðinguna, fylgdist spenntur með og festi atburðinn á filmu. Þetta er annað barn þeirra hjóna en þau eiga fyrir tveggja ára gamlan dreng sem heitir Charlie. Árið 2003 giftu þau Russell Crowe og Danielle Spencer sig í stóru stjörnubrúðkaupi í Astralíu. Shakira berst við vírus Latínuskvísan Shakira hætti næstum við að koma fram á Heliodoro Stadium sem er á spænsku eyjunni Tenerife í fyrrakvöld eftir að hafa fengið alvarlegan vírus. Shakira, sem er á tónleikaferð um Evrópu þessa dagana, er með verki í hálsinum og er með háan hita og segja læknar að það stafi af alvarlegum vírus sem hún er með. Hún er hins vegar ákveðin í því að láta þetta hafa sem minnst áhrif á tónleikaferð sína. Karlkyns áhorfendur sýningarinnar í fyrrakvöld urðu fyrir talsverðum vonbrigðum þegar söngkonan kynþokkafulla steig á svið í óskaplega venjulegum, svörtum T-bol og svörtum buxum í stað efnislitlu kjólanna sem hún er vön að klæðast á sviði. Hún var hins vegar að fara eftir læknisráðum því læknarnir sem höfðu annast söngkonuna sögðu henni að klæða sig vel og gæta þess að henni yrði ekki kalt á sviðinu.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.