blaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 10
10 I DEIGLAN LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2006 blaðið W\ vv ^ Safnið á Ysta- felli stœkkar Það verður mikið um dýrðir í Sam- gönguminjasafninu á Ystafelli í Þing- eyjarsveit í dag þegar þar verður formlega tekinn í notkun nýr sýn- ingarsalur. Nýja byggingin er 720 fermetrar að flatarmáli og með til- komu hennar rúmlega tvöfaldast sýningarrými safnsins. „Það komast á milli 30 og 40 bílar fyrir í nýja hús- inu. Það fer eftir hvað maður raðar þeim þétt,“ segir Sverrir Ingólfsson, forstöðumaður safnsins. Nýja bygg- ingin bætir úr brýnni þörf en eldri byggingin sem tekin var í notkun fyrir sex árum er 640 fermetrar að flatarmáli og var fyrir löngu orðin of lítil. Engu að síður telur Sverrir að þess sé ekki langt að bíða að nýja byggingin fyllist enda fjölgi stöðugt í safninu. „Það hefur ekkert verið ákveðið með frekari uppbyggingu en við vonum að þetta þróist áfram. Stöðnun er frekar afturför,“ segir Sverrir. Bílar með sögu Faðir Sverris, Ingólfur Lars Krist- jánsson, lagði grunninn að Sam- gönguminjasafninu á Ystafelli en hann safnaði árum saman gömlum bílum og öðrum samgöngutækjum. Á undanförnum árum hefur safnið stækkað mjög að vöxtum og segir Sverrir að megináherslan sé lögð á að safna bílum sem hafi verið í notkun hér á landi og eigi sér einhverja sögu. „Við erum alltaf með augun opin og eyrun fyrir einhverju nýju. Svo er líka mikið af fólki sem hefur samband við okkur og býður okkur gripi á safnið,“ segir Sverrir. „Það er stór hópur sem stendur við bakið á okkur og styrkir. Viðhorf fólks til gamalla bíla hafa líka breyst mikið á undanförnum árum og menn sýna þessu meiri skilning en áður.“ Skriðdreki og snjóbílar Á Samgönguminjasafninu er að finna alls kyns farartæki frá ýmsum tímum, allt frá venjulegum fólks- bílum til hertrukka, skriðdreka og snjóbíla. Samhliða Samgöngusafn- inu er rekið lítið safn með dúkku- húsamunum sem Ingólfur Krist- jánsson kom upp. „Það er til þess að konurnar geti líka kíkt á eitthvað,“ segir Sverrir en bætir við að reyndar hafi margar konur ekki síður gaman af bílunum en karlanir. Samgönguminjasafnið á Ystafelli er opið frá maí til loka september milli kl. 10 og 20. Frekari upplýs- ingar má nálgast á www.ystafell.is. 20% afsláttur af trúlofunar- hringjum í dag! í tilefni franskra daga. Húsakostur Samgönguminjasafnsins á Ystafelli rúmlega tvöfaldast með tilkomu nýju byggingarinnar sem bætir úr brýnni Mynd/ystafell.is þörf. Töfrar Spánar í Vetrargarðinum Spænsk ferðakynning verður haldin í Vetrargarðinum í Smáralind í dag frá kl. 12-18. Þar verður gestum boðið að smakka á spænskum krásum, leikin spænsk tónlist, gol- furum boðið að pútta, Minerva Ig- lesias Garcia sýnir flamenco-dans og sýndar verða skemmtilegar myndir frá Spáni. Markmiðið með kynningunni er að sýna þá fjölbreytni sem Spánn hefur upp á að bjóða en Spánn hefur um árabil verið einn af vinsæl- ustu áfangastöðum íslenskra ferða- manna erlendis. Spánn hefur verið vinsæll vegna veðurblíðu, skemmti- legra stranda, menningar, sögu, góðs andrúmslofts og spennandi vín- og matarmenningar. Síðustu ár hafa glæsilegir golfvellir og góð aðstaða til golfiðkunar laðað Islend- inga að, svo og spænskunámskeið. Einnig hafa borgarferðir notið vin- sælda enda hefur menning og mann- líf Spánar upp á svo margt að bjóða. Á kynningunni í Vetrargarðinum verður hægt að nálgast upplýsingar um þá áfangastaði sem í boði eru fyrir ferðamenn á Spáni. Lautarguðs- þjónusta Á morgun, sunnudag, verður lautar- guðsþjónusta í kvenfélagslundinum við hliðina á íþróttahúsinu á Álfta- nesi. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir sókn- arprestur lofar léttri sveiflu í helgri alvöru. Bjartur Logi Guðnason, org- anisti í Bessastaðakirkju, mun leiða tónlistarflutning. Forsöngvarar verða félagar úr Álftaneskórnum, Bára Sigurjónsdóttir leikur undir á saxafón en sjálfur mun Bjartur Logi bregða út af vananum og spila á gítar í stað orgelsins. Jóna Hrönn mun flytja stutta hugleiðingu úti í guðsgrænni náttúrunni og síðan munu gestir biðja saman. Að því loknu mun hún og Laufey Brá Jóns- dóttir, leikari og æskulýðsfulltrúi í Bessastaðasókn, leggja fyrir fólk þrautir og sameina það í leikjum. Að lokum ber Halldóra Pálsdóttir kirkjuvörður fram rjúkandi kaffi og nýbakaðar kleinur. Á morgun verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá í Arbæjarsafni eins og í fleiri söfnum víða um land í tilefni af fslenska safnadeginum. Islensk söfn opna dyr sínar íslenski safnadagurinn er á morgun, sunnudaginn 9. júli, og er yfirskrift hans að þessu sinni: „Fyrir fjöl- skylduna“. Markmið með íslenska safnadeginum er að vekja fólk til vitundar um mikilvægi faglegrar varðveislu og miðlunar hinna sam- eiginlegu verðmæta þjóðarinnar. í tilefni dagsins verður boðið upp á sérstaka dagskrá í mörgum söfnum auk þess sem flest þeirra bjóða upp á ókeypis aðgang. Diskó, pönk og harmonikkutónlist f Árbæjarsafni verður ókeypis að- gangur og fjölbrey tt dagskrá í tilefni dagsins. Götuleikhúsið verður með leikþátt í tengslum við sýninguna Diskó & Pönk. Kaffihlaðborð verður í Dillonshúsi þar sem leikið verður á harmonikku. Messað verður í gömlu torfkirkjunni kl. 14, gestum býðst að sitja í hestvagni og dúett- inn Mimosa leikur klukkan 15. í Byggðasafni Hafnarfjarðar verður ókeypis aðgangur á íslenska safnadaginn. f Sívertsens-húsinu er heimili yfirstéttafjölskyldu frá upphafi 19. aldar sýnt. Siggubær er sýnishorn af alþýðuheimili frá fyrri hluta 20. aldar auk sýningarinnar „Álfar og álfatrú". Pakkhúsið hýsir þrjár sýningar: Leikfangasýningu, „Þannig var“ og „Jæja, eru þeir þá komnir“ um hernám Breta hér á landi. Tónleikar á Gljúfrasteini Á Gljúfrasteini verður blásið til tón- leika á morgun kl. 16. Systurnar Sig- rún og Eva Björg Harðardætur leika á fiðlu og víólu lög eftir Jón Ásgeirs- son, Atla Heimi Sveinsson, Jón Nor- dal og Sigvalda Kaldalóns, samin við Ijóð Halldórs Laxness. í tilefni af íslenska safnadeginum mun Ingunn J. Óskarsdóttir, garð- yrkjufræðingur, vera með fræðslu um eina af níu safndeildum Grasa- garðs Reykjavíkur. Fyrir valinu þetta árið er safndeildin „Fjölærar jurtir“ en Ingunn er umsjónar- maður þeirrar deildar. Hún mun fræða gesti nánar um þrjár ætt- kvíslir, liljur, lykla og lauka. Fjölmargt annað er íboði í söfnum landsins á morgun í tilefni fslenska safnadagsins og er hægt að nálgast nánari upplýsingar á síðunni www. safnarad.is.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.