blaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 9

blaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 9
blaðiö LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2006 FRÉTTIR I 9 Margar ástæður fyrir háu matvæla- verði á íslandi Bændasamtök Islands hafa kvartað undan því að í umræðu um hátt matvælaverð á íslandi skuli skuld- inni vera í sífellu skellt á bændur og innlendar landbúnaðarafurðir. Á heimasíðu Neytendasamtak- anna er að finna frétt þess efnis að hátt matvælaverð megi skýra að stórum hluta með þeirri vernd- arstefnu sem viðhöfð er gagnvart innfluttum landbúnaðarvörum. I leiðara Bœndablaðsins er þessum ummælum visað til föðurhúsanna og ýjað að því að verðmuninn megi frekar útskýra með samskiptum smásala og birgja. Þá varpar blaðið fram þeirri spurningu hvort Neyt- endasamtökin hafi ekki þor til þess að benda á misfellur í starfsháttum stórfyrirtækja vegna hugsanlegra hagsmunatengsla. I tilkynningu frá bændasamtökunum kemur enn- fremur fram að aðrar vörur en land- búnaðarvörur koma illa út úr alþjóð- legum verðsamanburði og nefna verð á fiski sem dæmi. Alvariegar ásakanir Þetta verða að teljast alvarlegar ásak- anir í garð Neytendasamtakanna og þeirra sem tengjast matvælamark- aðinum. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, vísar ásökunum aftur til baka og ítrekar þá skoðun Neytendasam- takanna að margar ástæður liggi að baki háu matvælaverði á íslandi. „Það þarf að fella niður vörugjald á öllum vörum, það þarf að lækka virðisaukaskatt á matvörum, það þarf að lækka tolla á innfluttum landbúnaðarvörum. Þeir peningar sem kæmu inn í tollum á innfluttar landbúnaðarafurðir ætti að nota til að styrkja innlenda framleiðendur. Samkeppnisyfirvöld verða þá að vera vakandi gagnvart samkeppni og samþjöppun á matvörumarkaði," segir Jóhannes. Lítill markaður Elín Björg Jónsdóttur, sem situr fyrir hönd BSRB í matvælanefnd forsætisráðuneytisins, segir margt skýra matvöruverðið. „Eitt er lega landsins og annað er lítill markaður. Vægi einstakra fyrirtækja hefur að sjálfsögðu verið skoðað og það er full ástæða til þess að vera á varð- Jóhannes Gunnars- son, formaður Neyt- endasamtakanna bergi gagnvart samþjöppun. En hagræðing hefur líka örugglega orðið til þess að ná niður mat- vælaverðinu. Það er erfitt að meta hvar þessi skurð- punktur liggur, hvar einokun er í gangi og hvar eðlileg hagræðing," segir Elín. Nefndin átti að hafa lokið störfum í lok maí en er enn að. Fundur er fyrirhugaður í næstu viku og verða niðurstöður nefndarinnar væntanlega kunngerðar í kjölfarið. Jóhannes spyr þá hvers vegna verð á brauði og drykkjarvörum sé almennt mun dýrara hér á landi en í nágrannalöndum. „Á fundi sem við áttum með matvælanefnd forsæt- isráðuneytisins þá lögðum við hjá Neytendasamtökunum áherslu á öll þessi atriði sem hér hafa verið nefnd. Áð halda því fram að Neytendasam- tökin séu að gera landbúnaðarvörur að eina blóraböggli fyrir háu mat- vælaverði, ég vísa því algjörlega á bug,“ segir Jóhannes. Það er engin launung Það er engin launung að til dæmis sauðfjárbændur hafa átt á bratt- ann að sækja undanfarin ár og má spyrja hvort lækkun tolla gangi að mörgum greinum íslensks landbún- aðar dauðum. „Ég vil minna á tvennt í þessu sambandi. Ég vil til að byrja með að allur innflutningur verði settur undir eitt tollaþrep en það er sjálfsagt að gera ákveðnar heilbrigð- iskröfur til þeirra matvæla sem flutt eru inn. íslenskur landbúnaður býr við verulega fjarlægðarvernd, það er dýrt að flytja inn kjöt og margar tegundir af erlendu grænmeti þarf að flytja með flugi til að halda vörunni ferskri, að ekki sé minnst á mjólk- ina. Þannig er erfitt að flytja inn ferskar mjólkurvörur vegna þess að geymsluþolið er svo stutt. Það yrði þá að koma með flugi og það er óhemju dýrt. Ef einhverjar greinar landbún- aðarins standast ekki innflutning eftir lækkun tolla þá spyr ég hvort við höfum efni á að ganga í buddu neytenda endalaust og halda uppi at- vinnubótavinnu," segir Jóhannes. Madrid vill ólympíu leikana árið 2016 Madrídingar hafa sótt um að fá að halda sumarólympíuleikana árið 2016. Borgin varð í fyrra í þriðja sæti á eftir París og Lundúnum í barátt- unni um að fá að halda ólympílueik- ana árið 2012 en þá urðu Lundúnir fyrir valinu. Albert Ruiz-Gallardon, borgarstjóri Madrídar, segist geta lofað því að borgin geti hýst bestu ólympíuleika sögunnar. Ólympíu- leikarnir voru síðast haldnir á Spáni árið 1992, þá i Barcelona. „Við munum berjast af krafti fyrir því að ólympíufáninn blakti í höfuð- borg Spánar,“ sagði Ruiz-Gallardon og lofaði að ekkert yrði til sparað við að gera leikana sem glæsilegasta. Venjan er að ólympíuleikarnir séu ekki haldnir í sömu heimsálfunni tvisvar í röð en Jacques Rogge, for- seti Alþjóða ólympíunefndarinnar, hefur lýst því yfir að ekki sé útilokað að évrópskborg fái að halda leikana árið 2016, þrátt fyrir að þeir fari fram i Lundúnum fjórum árum áður. „Ef við fáum fýsilegt tilboð munum við ekki setja það fyrir okkur að venjan sé að skipta milli heimsálfa eftir leikum," sagði Rogge. Réttað yfir Berlusconi Fyrrum forsætisráðherra Ítalíu mun svara fyrir ásakanir um fjársvik. Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráöherra Italíu. ítalskur dómari hefur úrskurðað að Silvio Berlusconi, fyrrum forsætis- ráðherra Ítalíu, skuli mæta fyrir rétt vegna ásakana um fjársvik. Berlus- coni er einn af 14 sem þurfa að mæta fyrir réttinn. Úrskurðurinn fylgir í kjölfarið á rannsókn vegna fjár- dráttar, skattsvika og peningaþvotts í samningum um sjónvarpsrétt á árunum 1994-1999 en Berlusconi er stofnandi ítalska fjölmiðlafyrirtæk- isins Mediaset. Hann lét af embætti forsætisráðherra í apríl síðastliðnum eftir fimm ár í því starfi. Lögfræðingurinn David Mills, eig- inmaður menningarmálaráðherra Bretlands, Tessa Jowell, og Fedele Confalonieri, stjórnarformaður Mediaset, eru á meðal þeirra sem hafa verið ákærðir. Þeir hafa báðir lýst yfir sakleysi sínu. Sakborning- arnir eru m.a. ásakaðir um að hafa keypt sjónvarps- og kvikmyndarétt af bandarískum fyrirtækjum og end- urselt á uppsprengdu verði til Med- iaset til að komast hjá því að greiða skatta á Ítalíu. Þá er Berlusconi sagður hafa greitt Mills 600 þúsund dollara fyrir að hagræða sönnungargögnum í tveimur málaferlum. Fari svo að þeir verði sakfelldir eiga þeir yfir höfði sér 4-12 ára fangelsisdóm. Réttarhöldin hefjast í nóvember næstkomandi en Berlusconi hefur neitað öllum ásökunum. „Eins og málið hefur þróast mátti búast við þessu. Þeir hafa ekki leyft neinum vitnum, sem eru mikilvæg okkar málstað, að tjá sig,“ sagði Niccolo Ghedini, lögfræðingur Berlusconis. Yfirheyrslur hófust í október síðst- liðnum en rannsókn á málinu hefur staðið yfir undanfarin fjögur ár. Wm k Láttu ekki vandræðin verða til vandræða Tvö einföld úrræði vegna greiðsluvanda • Samningar - vanskilum dreift í allt aö 18 mánuði • Skuldbreyting lána - vanskilin sett á nýtt skuldabréf og lánstíminn lengist um 5-15 ár Önnur úrræði vegna greiðsluvanda • Frysting lána - engar afborganir í 1-3 ár • Lenging lánstíma - um allt aö 15 ár Hafðu samband við okkur. Við tökum vel á móti þér. www.ils.is Borgartúni 21,105 Reykjavík Stmi: SBS 6900, fax: SBS B800 íbúflalánasjóður fyrir alla íbúðalánasjóður

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.