blaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 8
8IFRÉTTIR LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2006 blaðið George Psaradakis, sem ók strætisvagninum sem gerfi var sprengjuárás á, leggur blóm- iilmnr **!K Tvsiliff Arl/ InrfivrSXJtiM'* Starfsfólk neðanjarðarlesta Lundúna vottar þeim sem létust virðingu sfna með tveggja mfnútna þögn við lestarstöðina Russell Square Bretar minnast hryðjuverkaárásanna Ár er liðið frá því að fjórar sprengjuárásir voru gerðar í Lundúnum þar sem 52 létu lífið. Ian Blair, lögreglustjóri Lundúnalögreglunnar, segir að búast megi við að reynt verði að gera fleiri slíkar árásir. Lögreglumenn bera blómsveiga við athöfn við lestarstöðina King's Cross. tennismótinu sem nú stendur yfir. Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, sagði að atburðurinn gæfi tilefni til þess að Bretar sýndu hver öðrum samhug og stuðning og þá sérstaklega þeim sem misst hefðu ástvini í árásunum hörmulegu. Gjörbreytti lífinu Minningarathöfnin í gær hófst á því að borgarstjórinn Ken Living- stone og Tessa Jowell, menningar- málaráðherra, lögðu blómsveig að lestarstöðinni King’s Cross á sama tíma og sprengingarnar þrjár áttu sér stað fyrir ári. Livingstone tók í sama streng og forsætisráðherrann og sagði að þetta væri tilefni til að sýna aðstandendum þeirra sem lét- ust samúð. Richard Innishannon var á meðal þeirra fyrstu sem komu á vettvang eftir tilræðið við Travistock-torg og sagði hann líf sitt gjörbreytt eftir )á lífsreynslu. Hann var á meðal seirra sem voru viðstaddir athöfn- ina við King’s Cross og kvaðst hann aðeins einu sinni hafa getað stigið inn í lest eftir að hann varð vitni að hörmungunum. Þúsundir Lundúnabúa lögðu leið sína í Queen Mary’s-almennings- garðinn og margir lögðu blóm við steinfellumynd sem reist var til minningar um þá sem létust. Búist er við því að borgarbúar muni halda því áfram yfir helgina. Von á fleiri árásum Ian Blair, lögreglustjóri Lundúna- lögreglunnar, sagði í ræðu sinni að borgarbúar þyrftu að vera áfram á tánum og vera viðbúnir því að árásir verði gerðar á borgina að nýju. „Ég veit að hryðjuverkamenn munu halda áfram að reyna að gera árásir. Það er í okkar höndum að reyna að koma í veg fyrir það og frá því fyrir ári síðan höfum við náð að koma í veg fyrir þrjár,“ sagði Blair. Hann stappaði stálinu í samborg- ara sína og sagði að þrátt fyrir að hryðjuverkamenn væru mikil ógn ættu þeir ekki roð í styrk Lundúna- búa. „í dag get ég ekki annað en verið stoltur. Borgarbúar brugðust við árásunum í fyrra af mikilli hetju- dáð. Við ákváðum að við myndum ekki leyfa hryðjuverkamönnum að buga okkur. Þá var lítil aukning á kynþáttatengdum ofbeldisverkum sem sýnir að Lundúnir eru borg sem hefur trú á sjálfri sér,“ sagði Blair. ...og allur ferbabúnaöur kemst á toppinn 430 lítra nr. 731846 !/&]A '■ 1J1 ~ - ^ i-f f 380 lítra nr. 731446 380 lítra nr. 731816 naúsh 535 9000 Akureyrí • Egilsitöium • Hafnarfirði • Höfn • Keffavík • Kópavogi • Reykjavík • Selfossi Reuters Bretar minntust þess í gær að ár er liðið frá hryðjuverkaárásunum sem gerðar voru í Lundúnum 7. júlí í fyrra þar sem 52 létu lífið og rúm- lega 700 særðust. Minningarathöfn fór fram við Regent’s Park og á hádegi var tveggja mínútna þögn í landinu, þar á meðal á Wimbledon-

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.