blaðið - 11.08.2006, Side 4

blaðið - 11.08.2006, Side 4
4IFRÉTTIR FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 2006 blaðiö Hryðjuverkaógn í Bretlandi tefur flug á íslandi: Biðu flugheimilda ■ Segja hryðjuverkamenn hafi ætlað að sprengja upp allt að tíu þotur ■ Ætluðu að smygla fljótandi sprengjuefni í drykkjarílátum Bresk yfirvöld lýstu því yfir í gærmorgun að þau hafi komið í veg fyrir meiriháttar hryðjuverka- samsæri en að sögn þeirra ætluðu hryðjuverkamenn að sprengja í loftu upp farþegaflugvélar á leið frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Ekki var sagt hvenær árásin átti að fara fram. Talsmenn stjórn- valda sögðu að tilræðismennirnir hafi lagt á ráðin um „fjöldamorð af óhugsandi stærðargráðu.“ Lög- regluyfirvöld sögðu í gær vera viss um að þeim hafi tekist að koma í veg fyrir hryðjuverkin og eru fullviss um að j)au hafi hand- tekið höfuðpauranna. Þrátt fyrir það boðuðu bæði stjórnvöld í London og Washington að örygg- isstig vegna mögulegrar hryðju- verkaárása á farþegaflugvélar hefði verið hækkað i efsta stig. Tafir og frestanir urðu á farþega- flugi til og frá Bretlandi i gær og gripið var tii þeirra ráðstafana að takmarka handfarangur farþega og þeir skikkaðir til þess að taka leyfilega hluti með sér í glærum pokum í vélarnar. John Reid, innanríkisráðherra Bretlands, tilkynnti í gær að lög- reglan hefði handtekið tuttugu og einn mann sem grunaðir eru um að hafa ætlað að smygla fljót- andi sprengjuefni í handfarangri um borð í flugvélar á leið til New York og Washington D.C á austurströndinni og Kaliforníu á vesturströndinni. Reuters-frétta- stofan heldur því fram að árásin hafi verið beint að sex til tiu flug- vélum og áttu sprengingarnar eiga sér stað samtímis. Menn- irnir voru handteknir aðfararnótt fimmtudags en ekki er vitað hve- nær þeir hafi ætlað að reyna að fremja tilræðið. Að sögn heimild- armanna Associated Press-frétta- stofunar (AP) var árásin yfirvof- andi og þess vegna létu yfirvöld til skarar skríða. Michael Chert- off, heimavarnaráðherra Banda- ríkjanna, sagði í gær að tilræðis- mannirnir hafi ætlað að smygla sprengiefninu í drykkjarílátum og komið fyrir hvellhettunum í algengum rafmagnstækjum. Rannsóknin hefur staðið yfir í mánuði. Fréttastofan Associated Press hefur eftir ónafngreindum embættismönnum í bandarísku leyniþjónustunni að hryðjuverkin hefðu verið beint gegn flugvélum American, Continental og Un- ited flugfélaganna. Flestir menn- irnir voru handteknir í London en einnig fóru fram handtökur í Birmingham. Lögregluyfirvöld eru enn að rannsaka aðild ann- arra að samsærinu. Haft er eftir heimildamönnum innan bresku lögreglunar að flestir mannanna séu búsettir í Bretlandi en þó er ekki vitað hvort að þeir hafi breskt ríkisfang. Rannsóknin hefur leitt í ljós að sprengjurnar hafi verið komið i fljótandi form á Bretlandseyjum og að tilræðismennirnir hafi ætlað að fljúga til Bandaríkjanna gegnum breska flugvelli. Lögreglan hefur haft náið samráð við ýmsa framámenn meðal samfélaga Suðaustur-Asíubúa á Bretlandi var haft eftir sömu heimilda- mönnum. Chertoff heimavarna- ráðherra Bandaríkjanna sagði að skipulagning tilræðisins hafi náð til margra landa og útfærsla þess væri í anda Al-Qaeda, hins vegar bætti hann við að of snemmt væri að draga álykt- anir um hvaða öfl stæðu að baki tilræðismönnunum. Bresk stjórnvöld hafa ýjað að því að undanförnu að töluverð hætta væri á hryðjuverkaárás í landinu. Síðastliðin miðviku- dag lýsti John Reid því yfir að ekki meiri ógn hafi steðjað að Bretum frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Vélin sem átti að fara í loftið i gærmorgun til Lundúna fékk ekki heimild til brottfarar og því urðu miklar tafir á þeirri brottför,“ segir Guðjón Arn- grímsson, kynningarfulltrúi Icelandair, Atburðirnir sem áttu sér stað á Heathrow-flugvelli í Lundúnum í gær urðu til þess að millilandasamgöngur Ice- landair riðluðust yfir daginn. Morgunvél félagsins til Lund- úna átti að fara í loftið átta í gærmorgun en fór ekki fyrr en sex tímum síðar. Unnið er eftir skipuriti frá flugmálastjórn og sérstök áhersla var lögð á eftirlit með handfarangri. „Einhverjar tafir verða einnig á flugum til Bandaríkj- anna en það er aðallega vegna herts öryggiseftirlits við brott- farir. Handfarangur er skoð- aður sérstaklega og má ekki ,Höfum ekki þurft að auka mannaflann til að mæta þessu" Guöjón Arngrimsson, kynningarfulltrui Icelandair. innihalda vökva af einhverju tagi. Flugþjónusta okkar heldur úti óbreyttri þjónustu og við höfum ekki þurft að auka mannaflann til að mæta þessu,“ bætir Guðjón við. Starfsmaður IGS flugþjón- ustunnar á Keflavíkurflug- velli staðfesti í samtali við blaðið að tafir væru á um- ræddum flugum til Lundúna og Bandaríkjanna. Hann sagði að ekki hefði verið bætt við miklum mannskap við ör- yggiseftirlitið en yfirmenn flugþjónustunnar hafi staðið vaktina með þeim. Hryöjuverkaógn á Vesturlöndum: Stjórnvöld segjast hafa afstýrt stórfelldri árás Breyttar reglur Farþegum á Heathrow i London þurfa að ferðast með þá muni sem leyfilegt er að bera á sér í giærum þokum SJONARHOLL “Hvcr og f/'/7/7 þcssuru c/ropa er linsa ” Siónarhóll hyóur lianskai hágiuóa gleraugnalinsur SUPER S laga glampavörn eðávNLVA hágltui] pavörn E i ng 1 e rj a 565-5170 Reykavíkurvegi 22 . 220 Hafnarfírói j ii wu .sjgiuirhn . W Allar gæludýravörur 30 % - 50 % AFSLÁTTUR Full búð af nýjum vörum TOKYO gæludýravörur Hjallahraun 4 • Hafnarfirði s.565-8444 Opnunartími: Mán-fös 10-18 Lau 10-16 • Sun 12-16 Sumarsmellur Þvottavél 5 kg. - 1000 sn. Vero áður 59.900 Tilboð Þvottavél 6 kg. - 1200 sn. Verð áður 74.900 “GSHJ Þvottavél 7,5 kg - 1400 sn. Verð áður 89.800 ™“CEjD Þvottavél með þurkara 6 + 4 kg. Verð áður 89.900 '““fEEa Eldavél + uppþvottavél í sama tækinu Frábært í sumarbústaðinn Stálútllt “Œ0 kæliskápar á tilboði Hvltur 163x60 Hvítur 185X60 Stál 190x60 fZSHD PFAFF BORGÁRLjOS Grensásvegi B3 • 108 Reykjavík • Sími 414 0400 • www.pfaff.is

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.