blaðið - 11.08.2006, Page 7

blaðið - 11.08.2006, Page 7
blaðið FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 2006 FRÉTTIR I 7 Lögreglan: i Hótar að klippa númerin af Oddur Árnason rannsóknar- lögreglumaður á Selfossi segir að geri bílaleigur ekki bragabót á síauknu númeraleysi bíla- leigubíla muni lögreglan klippa númerin af bílunum. Oddur segir lögregluna á Selfossi vera orðna þreytta á að sekta ferðamenn sem í sakleysi sínu keyra um á ófullbúnum bílaleigubílum. „Ein bílaleigan keyrði á móti ferðamanni með númeraplöt- una þegar við sektuðum hann, þannig að plöturnar virðast ekki vera týndari en það,“ segir Oddur og svarar þannig orðum forsvarsmanna bílaleiganna, sem segja númerin detta af þegar ferðamenn fari fjallvegina. Hann vill beina þeim tilmælum til forsvars- manna bílaleigna að hafa betra eftirlit með númerunum. Fjármagnstekiur: Villandi umræður Umræður um fjármagnstekju- skatt eru villandi og það er hvorki almenningi né atvinnulífinu til framdráttar að breyta honum að svo stöddu að mati Samtaka atvinnulífsins. Samtökin benda á að síðan ío prósenta íjármagns- tekjuskattur var tekinn upp hafi fjármagnstekjur landsmanna aukist gríðarlega. Á síðasta ári voru þær um 120 milljarðar en rétt innan við 10 milljarða árið 1990. Þá kemur fram að allur sam- anburður milli skattlagningar á mismunandi tekjum sé villandi ef verðbólguáhrif séu ekki tekin með i reikninginn. Skattur af fjármagnstekjum sé mun hærri en ætla mætti veða um 34 til 35 prósent miðað við 2,5 prósenta verðbólgu. Forstjóri Húsasmiðjunnar um uppseldar vörur þegar auglýsing birtist: Vara getur alltaf selst upp „Það er auðvitað óheppilegt að ekki voru til fleiri grill á höfuð- borgarsvæðinu en raun bar vitni. Frá því að auglýsingabæklingur fyrirtækisins kom út rokseldust grillin og umrædd blaðaauglýs- ing var nokkurs konar úrval sem tekið er úr bæklingnum okkar,“ segir Steinn Logi Björnsson, for- stjóri Húsasmiðjunnar. „Betra hefði verið að velja aðra vöru en þessa umrædda vöru. Það er erfitt að eiga við svona lagað því ferlið frá vinnslu bæklinganna og auglýsinga er langur og það getur alltaf komið fyrir að vara rokselj- ist á því tímabili.“ Fyrir verslunamannahelgina birtist auglýsing frá fyrirtækinu þar sem auglýst voru ferðagrill en viðskiptavinir þurftu víða frá að hverfa þar sem varan var ekki til í flestum verslunum á höfuðborg- arsvæðinu. Forstjórinn ítrekar að grillin hafi verið til þegar auglýs- ingin birtist. „Það liggur í hlutarins eðli að svona lagað getur komið fyrir þegar vinnslutími auglýsingaefn- „Það liggur í hlutarins eðli að svona lagað getur komið fyrir" Steinn Logi Björnsson isins er svona langur og verslanir okkar margar. Síðan getur það einnig gerst að vara sé til á miðla- ger en ekki hafi náðst að afgreiða hana til verslana áður en auglýs- ing birtist. Slík tilfelli geta alltaf komið upp og ekkert óeðlilegt við það að vara seljist upp,“ bætir Steinn Logi við. UTSALA 20 - 50% AFSLÁTTUR AF VOLDUM VORUM Eldavélar Háfar Bakaraofnar Kæliskápar Uppþvottavélar Örbylgjuofnar Þvottavélar Frystiskápar Þurrkarar • • Gildir til 21. ágúst. RONNING Borgartúni 24 i Reykjavík i Sími: 562 4011

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.