blaðið - 11.08.2006, Síða 10
10 I FRÉTTIR
FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 2006 blaðiö
Stóriðja 2.300
þúsund tonn á ári
útblástur gróðurhúsalofttegunda af
völdum fiskiskipa eftir aflabrögðum.
„Heildarafli og aflasamsetning hefur
töluverð áhrif á eldsneytisnotkun. Yf-
irgnæfandi hluti þess útblásturs sem
fiskiskip gefa frá sér koma frá innan
við 1.200 fiskiskipum," segir Sig-
urður Ingi. Auðveldara er að minnka
losun frá 1.200 skipun en 200 þúsund
bilum. „Útgerðir hafa vissulega reynt
að draga úr olíunotkun og nokkur
skip hafa oliusparnaðarkerfi Mar-
orku sem getur dregið talsvert úr
eyðslu. Spurning er hvort að stjórn-
völd gætu ekki stutt við útgerðir í við-
leitni þeirra."
Landbúnaðurinn orsakar um
400 þúsund tonna af útblæstri gróð-
urhúsalofttegunda. „Útblásturinn
skýrist að mestu með náttúrulegum
ferlum búfjár og er mestmegnis me-
tangas, sem er margfalt virkari gróð-
urhúsalofttegund en koltvisýringur."
Útblástur af völdum úrgangs er
um 200 þúsund tonn á ári og er af
svipuðum toga og frá landbúnaði,
það er rotnun gefur frá sér metangas.
„Brýnt er að reyna að draga úr metan-
losun með því að safna þessu saman
og brenna til raforkuframleiðslu,
eða setja beint í bíla likt og Sorpa
Eftir Atla ísleifsson
atlii@bladid.net
Bílar og tæki 900
þúsund tonn á árí
Fiskiskip 750
þúsund tonn á árí
Stóriðja er mesti mengunarvaldur
inn á íslandi. Sigurður Ingi Friðleifs-
son, hjá Orkusetrinu, segir að losun
gróðurhúsalofttegunda hafi aukist
mikið undanfarin ár. „Með gangsetn-
ingu Fjarðaáls og stækkun álvera má
reikna með að stóriðja muni valda
útblæstri um 2.300 þúsund tonna af
gróðurhúsalofttegundum á ári.“
Sigurður segir að ef stóriðjufram-
Ieiðslan fengi orku úr kolaorkuverum
væri losun koltvísýrings í andrúms-
loftið um fimmtán milljón tonnum
meiri en nú er. „Þetta er sá alþjóðlegi
umhverfisgróði sem fæst með því að
keyra stóriðju á endurnýjanlegum
orkugjöfum. Ef Fjarðaál fengi orku
ffá kolaorkuveri þá yrði útblásturinn
við slíka raforkuframleiðslu um 4,5
milljón tonn á ári. Til samanburðar
var heildarlosun gróðurhúsaloftteg-
unda á íslandi árið 2003 um þrjár
milljónir tonna.“
Fiskiskip voru með meiri útblástur
en bílar og tæki fram til ársins 2000.
,íslendingar hafa ekki einungis keypt
fleiri bíla, heldur einnig eyðslumeiri.
Þessi þróun skýrir aukningu í út-
blæstri. Með markvissum aðgerðum
væri hægt að flýta fýrir dísil- og tvinn-
bílavæðingu. Þannig væri mögulegt
að ná þessum gildum niður fyrir 500
þúsund tonn á ári,“ segir Sigurður
Ingi. Útblástur gróðurhúsaloftteg-
unda frá bílum er 900 þúsund tonn.
Að sögn Sigurðar Inga sveiflast
Landbúnaður400
þúsund tonn á árí
Urgangur 200
þúsund tonn á árí
,Landsmenn
hafa keypt
fleiri og eyðslu-
meiri bíla'
Siguröur Ingi
Friöleifsson,
framkvæmdastjóri
Losun gröðuráúsaloftte
efur aukist mikið
Stóriðja mun valda útblæstri um 2,3 milljóna tonriá af gróourhúsalofttegundum
Opinberir aðilar faki sig saman um metanvæðingu eigin bílaflota
ff .1 ': * < ■
W.papBfcw—— -=======FÍI[
..r íO^U |J'^ / %li‘ ' ' /
1 _