blaðið - 11.08.2006, Side 11
blaðið FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST2006
FRÉTTIR 11
og Metan gera. Best væri ef við
gætum fullnýtt innlent metan
til að setja á bíla og nauðsyn-
legt er að opinberir aðilar taki
sig saman um metanvæðingu
eigin bílaflota," segir Sigurður
Ingi. Metan er eina innlenda elds-
neytið sem er á markaði.
Á heimasíðu Orkustofnunar
kemur fram að án gróðurhúsa-
áhrifa mætti reikna með að
meðalhitastig á jörðinni væri
um -i8°C í stað 15°C eins og það
er nú. Því má segja að gróður-
húsaáhrifin séu forsenda fyrir
lífi á jörðinni. Mikil aukning
þessara áhrifa, vegna losunar
gróðurhúsalofttegunda af
mannavöldum, gæti valdið hita-
aukningu og hættulegri röskun
á veðurfari og vistkerfum jarðar.
Yfirborð sjávar hækkaði og flóða-
hætta eykst á þéttbýlum og frjó-
sömum svæðum. Þá myndu gróð-
urbelti færast til og lífsskilyrði i
sjó breytast vegna breytinga á
straumum og seltu sjávar.
Fræðimenn hafa deilt um áhrif
mannsins í loftslagsbreytingum.
„Flestar aðgerðir til minnkunar
á útblæstri skila sér í minni olíu-
notkun sem er jákvætt hvernig
sem á er litið. Svo má Hka horfa
á þetta þannig að þú ert að borða
epli og einn vísindamaður segir
þér að eplaátið muni drepa þig
en annar segir að það geri það
alls ekki. Hvort heldur þú áfram
að borða eplið eða ekki?“
Öryggisráðið deilir um útfærslu vopnahlés:
Israelar fresta hernaðaraðgerðum
ísraelsk stjórnvöld ákváðu í gær
að fresta víðtækum hernaðarað-
gerðum á landi í suðurhluta Líb-
anon fram til helgarinnar til þess að
veita samningaviðræðum um vopna-
hlé frekara svigrúm. Tilkynningin
kom degi eftir að stjórnvöld veittu
hernum heimild til þess að fara enn
lengra inn í Líbanon en áður, til þess
að uppræta vígamenn Hizballah i
suðurhluta landsins.
Þrátt fyrir ákvörðun stjórnvalda
um að halda að sér höndum er
enn deilt um útfærslu vopnahlés á
vettvangi öryggisráðs Sameinuðu
þjóðanna.
Þrátt fyrir að samstaða sé innan
öryggisráðsins um brýna þörf á
vopnahléi á átökum á milli ísraela
og vígamanna Hizballah í Líbanon
er enn deilt um útfærslu þess og
framkvæmd. Deilan felst fyrst og
fremst í því hvort að brotthvarf
hermanna fsraela frá suðurhlut-
anum eigi að hefjast um leið og
vopnahlé er lýst yfir eða hvort að
ísraelsmenn muni verða á svæðinu
þangað til að fjölþjóðlegt herlið
verður sent þangað. Frakkar, sem
ásamt Bandaríkjamönnum standa
að baki ályktun sem liggur á borði
öryggisráðsins um vopnahlé, vilja
að ísraelar dragi herlið sitt til baka
áður að vopnahlé tekur gildi. Banda-
ríkjamenn styðja hins vegar kröfu
fsraela um að herlið þeirra verði í
suðurhlutanum þangað til að fjöl-
þjóðlegt herlið getur tekið við gæslu
á svæðinu. Slíkt getur tekið margar
vikur eða mánuði.
Stjórnvöld í Líbanon eru alfarið á
móti að vopnahlé taki gildi áður en
að ísraelar hverfi á brott með herlið
sitt úr landinu. Þau hafa lagt fram
tillögu þess efnis að 15 þúsund líb-
anskir hermenn gæti suðurhluta
Líbanons í samstarfi við fjölþjóðlegt
herlið.
Daglegt líf á stríðstímum Líbanskur
maður talar í farsíma við húsarústir í
Beirút
AFSÖKUN: Á LITLUM HRADA ÞARF ÉG EKKI Aí> NOTA BÍLBELTI
NOTABU ALLTAF BÍLBELTI
FIA Foundation
for fhe Automobííe arid Soctety
Umferðarstofa