blaðið - 11.08.2006, Side 12
12 I FRÉTTIR
FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST2006 blaöiö
Ódýrast í
Mumbai
Ósló og London eru dýrustu
borgir heims á meðan að engir
njóta hærri kaupmáttar en íbúar
í Zúrich og Genf. Þetta er meðal
þess sem kemur fram í nýrri út-
tekt svissneska bankans UBS á
kaupi og kjörum í sjötíu og einni
borg víðsvegar um heim.
Evrópskar borgir eru i efstu
sætunum þegar kemur að dýr-
ustu borgunum en í úttektinni er
miðað við verð 122 tveggja vara.
Einna ódýrast er að búa í Kúala
Lúmpúr, í Malasíu, og Mumbai,
á Indlandi. Ósló vermdi einnig
efsta sætið í úttektinni í fyrra en
verðbólga hefur fleytt London
í annað sætið úr því fimmta. í
kjölfar þessara borga koma svo
Kaupmannahöfn, Zúrich og
Tókýó. New York er í því sjöunda.
London og New York er dýrustu
borgir heims þegar búið er að
taka tillit til húsnæðisverðs.
Samkvæmt úttektinni þéna
íbúar Norður-Ameríku og
Vestur-Evrópu mest íbúa heims-
ins en töluvert minna stendur
eftir í vösum Evrópumanna
en Bandaríkjamanna þegar
ríkið hefur tekið sitt. Hæstu
launin eru borguð til íbúa
Kaupmannahafnar, Óslóar og
Zúrich en þegar búið er að taka
frá skatta og önnur gjöld hafa
íbúar svissneskra borga, Dyfl-
innar og Los Angeles mest á
milli handanna.
Verkamenn í borgum Asíu
vinna hvað mest en vinnu-
vika þeirra er á meðaltali um
41 stundir sem þýðir að þeir
vinna á hverju ári um fimmtíu
fleiri daga en bræður þeirra og
systur í París og Berlín.
Hvalfjarðargöng:
Umferð eykst
Umferð í Hvalfjarðargöngum
var fimmtán prósent meiri um
verslunarmannahelgina nú en á
sama tíma í fyrra.
„Það kemur tæplega á óvart
þegar hafður er í huga straum-
urinn að sunnan norður yflr
heiðar; til Akureyrar, Siglu-
fjarðar og fleiri staða sem höfðu
áberandi aðdráttarafl,“ segir í
fréttatilkynningu frá Speli.
391 ökumaður var mældur á of
miklum hraða í Hvalfjarðargöng-
unum um þessa sömu helgi.
Fjármagnstekjur einstaklinga:
Spákaupmenn í
miklum minnihluta
Mest sala eigna
Ekki áhyggjuefni, segir sérfræðingur VSB fjárfestingarbanka
Hætta á brottflutningi spákaupmanna
Eftir Trausta Hafsteinsson
trausti@bladid.net
Um 2.200 einstaklingar töldu
eingöngu fram fjármagnstekjur
á síðasta tímabili í stað launa-
tekna og hefur ríkisskattstjóri
lýst áhyggjum sínum yfir því að
sá hópur fari ört vaxandi.
Jón Þórisson, hjá VSB fjárfest-
ingarbanka, segir aukið frjáls-
ræði í íslensku efnahagslífi vera
ástæðuna fyrir því að losnað
hefur um eignir fólks og það
nýtur fjármagnstekna af þeim.
„Ég er undrandi á þeirri um-
ræðu að einhver mismunun sé
að eiga sér stað. Þessir fjármunir
sem losna eru þannig að oftast
er búið að greiða aðra skatta af
þeim þannig að mismunurinn
er lítill sem enginn. Þó svo að
vaxandi hópur einstaklinga telji
aðeins fram fjármagnstekjur er
ekki þar með sagt að þeir hafi
endilega meiri tekjur en aðrir.
Auðvitað fer bilið vaxandi á milli
tekjuhópa landsins og við því er
fátt að gera,“ segir Jón.
„Sáralítið brot af þessum hópi
eru spákaupmenn sem selja og
kaupa bréf að atvinnu. Hins
vegar tel ég þetta réttlætanlegt
gagnvart þeim því þeir taka
mikla áhættu í starfi sínu og
geta jafnauðveldlega tapað háum
fjárhæðum sem og unnið þær.
Ef að umhverfi þeirra yrði skert
að einhverju leyti og gert síðra
en í nágrannalöndunum tel ég
enga fyrirstöðu fyrir spákaup-
menn að flytja starfsemi sína
úr landi. Þannig myndum við
missa af skattatekjum þessara
einstaklinga.“
Jón telur niðurstöðu fjárlaga-
nefndarinnar fyrir nokkrum
árum að skattleggja fjármagns-
tekjur um tíu prósent mjög
farsæla.
„Mín tilfinning er að vel innan
við fjórðungur þeirra sem gefa
aðeins upp fjármagnstekjur
stundi spákaupmennsku og því
eru þetta ekki bara hákarlar sem
sitja við tölvuna heima hjá sér,“
bætir Jón við.
hlNOMANNA
FEGRÆÐOI
:V.0R.€DG1 ******
HLEKKJAR LAUNÞEGA
V.KK.1AR LáUNÞEGA
nur
hlut
Mayon-eldfjallið í Albay-héraði:
Eldgos yfirvofandi á Filippseyjum
. Stjórnvöld á Filippseyjum hafa
hafið flutning á um fjörtíu þúsund
fbúum sem búa í nágrenni við Mayon-
eldfjallið í Albay-héraði á eyjunum.
Töluverð skjálftavirkni hefur verið við
Qallið frá því í febrúar á þessu ári og
hraun byrjaði renna úr eldsprungum
í síðasta mánuði. Á mánudag hófust
svo sprengingar í fjallinu og óttast er
að eldgos hefjist á hverri stundu. Yfir-
völd hafa fyrirskipað flutning á öllum
þeim sem búa í átta kílómetra fjar-
íægð við fjallið.
Fjallið er hulið svörtu öskuskýi sem
lýsist upp við eldglæringarnar. Þrátt
fyrir yfirvofandi gos og ógnvekjandi
sjón eru íbúar í nágrenni þess ófúsir
að hverfa á brott frá heimilum sínum
þar sem þeir óttast um eigur sínar. 1
gær hafði stjórnvöldum aðeins tek-
ist að fjarlægja um sextíu prósent af
íbúum svæðisins en ekki hafði enn tek-
íst að sannfæra um fimmtán þúsund
manns um að yfirgefa búfénað sinn
og jarðir. Gloria Arroyo, forseti lands-
ins, hvatti íbúa svæðisins að fyigja til-
skipun stjórnvalda og yfirgefa heimili
sín. Hún sagði ennfremur að neyðar-
aðstoð væri vel undirbúin og að stjórn-
völd einsettu sér að enginn myndi
farast í gosinu. Eldfjallafræðingar
óttast að gjósi fjallið skyndilega með
krafti muni þeir sem eru í nágrenni
þess ekki ná að komast lífs af undan
hraunhlaupinu.
Mayon-eldfjallið er eitt það virkasta
á Filippseyjum og hefur gosið fimm-
tíu sinnum á síðustu fjórum öldum.
Fjallið hefur verið mjög virkt og gaus
bæði árið 2000 og 2001. Mannskæð-
asta gosið í fjallinu var árið 1814 en
þá flæddi hraun yfir bæinn Cagsawa
með þeim afleiðingum að um tólf
hundruð manns fórust.
ól Joy DeHHMB* áSoftÍ&mðf'stúlka, biöunmíf vatni í
hafa verið settarupp fyrirþá sem hafa þurft að flýja heimili
t yfirvofandi gos..