blaðið - 11.08.2006, Blaðsíða 27
blaöiö FÖSTUDAGUR ll.ÁGÚST. 2006
27
Jón Gauti Jónsson, ritstjóri ferða-
tímaritsins Útiveru, er alvanur útivist-
armaður og mikill unnandi göngu-
ferða um náttúru landsins. Til að
byrja með beindist hugur hans mest
að bröttum fjöllum og torkleifum en
á síðustu árum eða eftir að yngsta
barnið varð fjögurra ára hefur göngu-
ferðum með fjölskyldunni fjölgað
jafnt og þétt. Yfir verslunarmanna-
helgina tekur Jón Gauti því alla jafna
rólega eða fer í stuttar göngur og
þegar blaðamaður Blaðsins náði sam-
bandi við hann var hann nýkominn
úr einni slíkri ásamt fjölskyldunni,
Huldu Steingrímsdóttur konu sinni
og börnunum Sólveigu Láru (12 ára),
Heru (7 ára) og Kolbeini Tuma (5 ára)
eftir vel heppnaða ferð á Arnarfell
við norðaustanvert Þingvallavatn, en
daginn áður gengu þau öll á Þverfells-
horn Esju.
Fjallgöngur góð fjölskyldusamvera
Jón Gauti segir fjallgöngur án
nokkurs vafa einhverja albestu fjöl-
skyldusamveru sem hægt er að hugsa
sér. Hann segir að þetta sé vegna þess
að í fjallgöngum skapist tóm fyrir
fjölskylduna til að ræða saman um
allt rnilli himins og jarðar um leið og
stefnt er að sameiginlegu markmiði.
.Ánægjan endurspeglast síðan í líðan
barnana sem áður en maður veit af
eru farin að glugga í kort og bækur til
að velja næsta tind.“
En hvert á aðfara nœst?
„Nú er enginn jeppi á heimilinu,
sem takmarkar aðeins þær leiðir sem
hægt er að fara svo að við settum
okkur það markmið að ganga á fjöll í
nágrenni höfuðborgarinnar með sér-
stakri áherslu á fjöll sem við sjáum
frá heimilinu, svo það er af nógu að
taka,” segir Jón Gauti. “Ætli Skeggi í
Henglinum sé ekki næsta takmark
okkar en svo fara berin og haustlit-
irnir á láglendinu að toga meira í
okkur og þá er líklegt að okkur skoli
inn í Hvalfjörð eða til Þingvalla en
þar höfum við alltaf átt auðvelt með
að finna fallegar leiðir. I fyrrasumar
gengum við suður Laugaveginn með
börnin en í lok mánaðarins ætlurn
við að ganga með þeim yfir Fimm-
vörðuháls og enda í Þórsmörk sem
togar alltaf jafnmikið í okkur.“
Nokkrar göngulciðir
Jón Gauti segir margar gönguleiðir
í nágrenni höfuðborgarinnar sem
eru á allra færi.
Búrfell í Heiðmörk (5 km fram
og til baka) - Virkilega falleg og
þægileg kvöldganga um sögulegt og
sérkennilegt landslag. Lítið á fótinn
og hentar algerum byrjendum.
Gálgahraun á Álftanesi Fyrir þá
sem ekki hafa fengið nóg af hinum
fallega fugli sílamáfinum.
Kaldársel - Helgafell - Vala-
hnúkar Stutt og þægileg ganga á
nokkuð áberandi fjall sunnan Reykja-
víkur. Þeir sem ekki hafa fengið nóg
ættu að ganga umhverfis Valahnúka.
Bílum lagt við Kaldársel.
Hraunin suðvestan Straumsvíkur
(12 km hringur en hægt að stytta að
vild) Staður sem flestir þjóta fram-
hjá á öðru hundraðinu en er vel virði
meiri athygli. Mikil náttúra og saga
um byggð frá 12 öld. Best er að leggja
bílumhjá Straumi.
Keilir frá Höskuldarvöllum (7-8
km) Fjallganga á fallega lagað fjall
með miklu og góðu útsýni yfir
Reykjanesið
Skeggi í Hcnglinum frá Nesja-
vallavegi í Dyrafjöllum (6-8 km)
Hengill er megineldstöð svo jarðhiti
er víða áberandi. Af Skegga er fallegt
útsýni yfir Þingvallavatn til norðurs
og Reykjavikur til vesturs.
Móskarðshnúkar (7 km fram og
til baka og um 700 metra hækkun)
Ríkulega launuð fjallganga með
góðu útsýni af fallegum tindi.
Brennisteinsfjöll um Grindar-
skörð (15 km hringur - góð dags-
ganga) Áhugavert svæði sem tillögur
eru uppi um að virkja og því e.t.v.
ekki seinna vænna að skoða það.
Jón Gauti Jónsson skrifaði bókina
Gengið um óbyggðir sem Almenna
bókafélagið gaf út árið 2004 en er nú
ritstjóri tímaritsins.
einar.jonsson@bladid.net
Ferðasögusamkeppni
Tímaritiö Útivera leitar
nú að áhugaverðum
feröasögum.
Lumar þú á
ferðasögu?
Ferða- og útivistartímaritið
Útivera efnir um þessar mundir
til ferðasögusamkeppni og eru
veglegir vinningar í boði. Þær
sögur sem lenda í þremur efstu
sætunum munu jafnframt birtast
í tímaritinu í samráði við höfunda
þeirra.
Síðasti skiladagur er 1. október
en föstudaginn 3. nóvember
verður öllum sem sendu inn
ferðasögu í samkeppnina boðið
til samsætis þar sem verðlaun
verða veitt fyrir bestu söguna að
mati dómnefndar.
(dómnefnd sitja Kristín Helga
Gunnarsdóttir rithöfundur sem
jafnframt er formaður dómnefnd-
ar, Andri Snær Magnason rithöf-
undur og Jón Gauti Jónsson
ritstjóri Utiveru
Skilyrði sögunnar
Rammi ferðasögunnar getur
verið á íslandi eða hvar sem er í
heiminum.
Lengd texta má vera allt að
18.000 slög (um það bil fimm A4
bls. með 12 punkta letri og ein-
földu línubili) en einnig styttri.
Ferðasögunni skal skila á tölvu-
tæku formi sem word- eða texta-
skjali (án mynda). Aftast í skjalinu
skulu vera nöfn höfundar/höf-
unda og Ijósmyndara ásamt
heimilisfangi, síma og netfangi.
Myndir (allt að 10) á jpg-formi
og í lágri upplausn (hver mynd
< 300 KB). Verði af birtingu er
nauðsynlegt að fá myndirnar í
hærri upplausn.
Skjal (word) með nöfnum Ijós-
myndara, myndatextum og tilvís-
unum í meðfylgjandi myndir.
Ferðasöguna ásamt myndum
og myndatexta skal senda á
utivera@utivera.is eða Útiveruút-
gáfan ehf. Bæjarhrauni 22, 220
Hafnarfjörður, merkt „Ferðasögu-
samkeppni" fyrir 1. október 2006.
Vegleg verðlaun eru í boði fyrir
þrjár bestu sögurnar. Sá sem á
sigursöguna fær (slands Atlas
Eddu, Polar AXN 700 útivistarúr
og fleira. Að auki fá allir höfundar
og Ijósmyndarar ferðasagna sem
valdar verða til birtingar í Útiveru
að launum áskrift að Útiveru
Ferðin undirbúin á vefnum
Maður nýtur ferðalagsins mun
betur ef maður gefur sér tíma til að
kynna sér áfangastaðinn, menningu
hans og sögu áður en lagt er í hann.
Þá veit maður hvað maður vill sjá,
nýtir tíma sinn betur og verður síður
fyrir vonbrigðum með ferðina. Auk
hefðbundinna ferðamannahandbóka
er til ógrynni af vefsíðum þar sem
nálgast má upplýsingar um erlendar
borgir og framandi staði. Þó að flestar
vefsíðurnar séu á erlendum málum
eru einnig til nokkrar upplýsandi og
gagnlegar síður á íslensku sem óhætt
er að mæla með við ferðalanga.
Romarvefurinn.is
Rómarvefurinn er yfirgripsmik-
ill ferða-, menningar- og söguvefur
um allt sem tengist Ítalíu, landi og
þjóð. Þar er ekki aðeins að finna hefð-
bundnar upplýsingar fýrir ferðamenn
um áhugaverða staði, gistimöguleika
og samgöngur heldur er þar einnig
heilmikill fróðleikur um ítalska
sögu og menningu. Gildir einu hvort
maður vilji fræðast um mafíósa, páfa,
pitsur, pasta eða eitthvað annað. Ef
það er ítalskt er það örugglega á
Rómarvefnum.
Parisardaman.com
Hver ferð til Parísar ætti að hefjast
með innliti á www.parisardaman.
comenda er þar að finna hafsjó af upp-
lýsingum um borgina við Signu og ná-
Hringleikahúsið í Róm
Romarvefurinn.is er hafsjór upplýs-
inga um Róm og allt sem italskt er.
grenni hennar. Kristín Jónsdóttir sem
starfað hefur sem leiðsögumaður í
París um árabil og þekkir hvern krók
og kima i borginni heldur síðunni úti
og eys þar af brunni þekkingar sinnar.
Hjá Parísardömunni má nálgast alls
kyns hagnýtar upplýsingar um veit-
ingastaði, söfn og verslanir og fréttir
af lífinu í borginni.
Ferdaiangur.net
Ef maður hyggst eyða fríinu á
meginlandi Evrópu finnur maður
örugglega gagnlegar upplýsingar á
Ferðalangi og gildir þá einu hvert för-
inni er heitið. Margrét Gunnarsdóttir
fararstjóri hjá Bændaferðum á heiður-
inn af vefnum en hún heldur einnig
úti sérstökum hótelvef (hotelvefurinn.
net) og sumarhúsavef (sumarhusavef-
urinn.net). Á síðunni kemur fram
að tilgangur hennar sé „að miðla
fróðleik til sjálfstæðra ferðalanga;
þeirra sem hafa gaman af að ferðast
um meginland Evrópu, ekki sist á
Borg Ijósanha*'
Á Parisardaman.com erhægt að
finna ýmsar hagnýtar upplýsingar
um borgina viö Signu.
eigin vegum (ódýrt!) og hafa gaman
af að lesa sér til áður en haldið er af
stað.“ Handhægt flokkunarkerfi gerir
notendum auðvelt að leita upplýsinga
um það sem þeir hafa mestan áhuga
á og enn fremur geta þeir skráð sig í
fréttabréf síðunnar og fengið ýmsar
hagnýtar ábendingar, upplýsingar og
auglýsingar sem ekki birtast á sjálfri
vefsíðunni.
Ferðir við
allra hæfi
Ferðafélg Islands og Útvist
standa fyrir margs konar ferð-
um allan ársins hring jafnt fyrir
óvana sem þaulreynda ferða-
langa. Félögin bjóða jafnt upp
á styttri sem lengri ferðir og
er óhætt að mæla með þeim
við þá sem hafa áhuga á að
bregða sér út fyrir bæjarmörkin
einhverja helgina og stunda úti-
vist í fallegu umhverfi, í góðum
félagsskap og undir traustri
leiðsögn. Á sunnudag býður til
dæmis Útivist upp á ferð um
fjallið Klakk sem er einn af út-
vörðum Langjökuls. Ferðafélag
(slands verður aftur á móti með
dagsferð um Þjórsárver sama
dag og er tilgangur ferðarinnar
að kynna fólki verin án þess að
leggja í margra daga erfiða ferð
yfir jökulvötn. Ferðaáætlanir og
nánari upplýsingar um einstaka
ferðir má nálgast á heimasíðum
félaganna fi.is og utivist.is.