blaðið - 11.08.2006, Side 29
29
Saha og Silvestre hafa trú á liðsfélaga sínum:
Ronaldo mun
þola mótlætið
Umdeildur Cristiano Ronaido
er ekki vinsælasti knattspyrnu-
maðurinn á Engiandi um þessar
mundir.
Louis Saha, sóknarmaður Manc-
hester United, segir að liðsfélagi sinn
Cristiano Ronaldo muni ekki eiga
í nokkrum vanda með að takast á
við mótlæti frá stuðningsmönnum
annarra liða í vetur. Ronaldo er afar
óvinsæll á Englandi eftir framgöngu
sína á HM í sumar en þar varð hann
oftar en einu sinni uppvís að óíþrótta-
mannslegri framkomu.
„Það má búast við því að leikmönn-
um eins og Cristiano verði gert erfitt
fyrir en það eina sem hann getur gert
við því er að standa sig eins vel og
hann mögulega getur á knattspyrnu-
vellinum,“ sagði Saha. „Ronaldo er
orðinn nógu sterkur leikmaður til
þess að gera það og takast á við svona
hluti.“ Varnarmaðurinn Mikael Sil-
vestre tók í sama streng. „Ég veit að
stuðningsmenn okkar munu halda
áfram að styðja við bakið á honum
og það skiptir öllu máli. Þeir hafa allt-
af gert það fyrir leikmenn sem hafa
lent í mótbyr,“ sagði Silvestre.
Manchester United lék æfingaleik
við Oxford á þriðjudag og var það
fyrsti leikur Ronaldos á Englandi frá
því á HM. Mikið var baulað á Portú-
galann unga en hann svaraði fyrir
sig með glæsilegri frammistöðu og
tveimur góðum mörkum.
Körfuknattleikur:
Dregið í riðla í
Evrópukeppninni
Dregið var i riðla í Evrópukeppni
félagsliða í körfuknattleik í gær. Þrjú
íslensk félög taka þátt í keppnunum að
þessusinnienþaðerulslandsmeistarar
Njarðvíkur og Keflavík í karlaflokki
og Islandsmeistarar Hauka í
kvennaflokki.
Njarðvík og Keflavík taka þátt í
áskorendabikarkeppninni, EuroCup
Challange, en alls taka 16 lið þátt í
þeirri keppni. Njarðvík dróst í C-riðil
með Cherkasy frá Úkraínu, Samara
Webber í
Formúluökumaðurinn Mark Web-
ber mætir í Smáralind í dag, hvar
hann mun m.a. keppa við íslenska
Formúluáhugamenn í Formúluleik
í Play Station og gefa gestum eigin-
handaráritanir. A hádegi fer svo
fram keppni í dekkjaskiptingum
milli sex íslenskra liða og hlýtur
sigurliðið ferð fyrir tólf á kappakst-
urinn í Tyrklandi í lok ágúst.
Webber flaug til Islands i gær frá
Heathrow-flugvelli á Englandi en
lenti í nokkrum vandræðum vegna
hryðjuverkaógnarinnar sem stóð
yfir í gær. Um tima leit út fyrir að
ekki yrði flogið en allt fór þó vel og
Webber komst að lokum.
frá Rússlandi og Tartu Rock frá
Eistlandi. Keflavík dróst í D-riðil
ásamt Dnipro frá Úkraínu, Mlekarna
Kunin frá Tékklandi og Norrköping
frá Svíþjóð.
Haukarstúlkur, sem eru að taka
þátt í Evrópukeppninni í annað
sinn, lentu aftur á móti félögum frá
Frakklandi, Spáni og Italíu eins og
í fyrra. Mótherjar þeirra í F-riðli
verða Montpellier, Gran Canaria og
Lavezzini Parma.
Smáralind
Eyjólfur Sverrisson hefur gert eina breytingu á landsliðshópnum
fyrir vináttuleikinn gegn Spáni á þriðjudaginn kemur. Hjálmar
Jónsson, leikmaöur IFK Gautaborg, kemur inn í hópinn í staö
Brynjars Björns Gunnarssonar sem er meiddur á nára.
Skeytin inn
Svíinn Zlatan Ibrahimov-
ic gekk í gær til liðs við
Inter Milan frá Juventus.
Ibrahimovic, sem er 24 ára,
fylgir þar með í fótspor Patrick
Vieira sem yfirgaf Juventus fyrir
ítölsku meistarana eftir að Tórín-
óliðið var dæmt niður um deild.
Inter greiðir rúmar 11 milljón-
ir punda fyrir kappann sem
skoraði 23 mörk í 70 leikjum
fyrir Juventus. Ibrahimovic er
sjötta stórstjarnan sem yfirgefur
Juventus í kjölfar hneykslismáls-
ins en hinar eru Fabio Cannavaro,
Gianluca Zamb- _ rotta,
Lilian Thuram
og áðurnefndur
Vieira.
avid James, varamarkvörð-
ur enska landsliðsins, vill
fara frá Manchester City.
Kærasta James býr á suðurhluta
Englands og vill hann fara til liðs
sem er staðsett nær henni. Hefur
Portsmouth verið nefnt sem lík-
legur áfangastaður. „David hefur
greint okkur frá því að hann vilji
fara frá félaginu,“ sagði Stuart Pe-
arce, stjóri City, á blaðamanna-
fundi í gær. „Ég er undirbúinn
fyrir það að hann muni fara en
Portsmouth verður þá að greiða
það verð sem við viljum fá fyrir
hann.“ Sænski landsliðsmarkvörð-
urinn Andreas Isaksson og Jerzy
Dudek hjá Liverpool eru sagðir
efstir á óskalista Pearce yfir
mögulega staðgengla James.
Andy van der Meyde
hefur verið sektaður af
Everton fyrir að fara út að
skemmta sér og drekka áfengi
á sunnudagskvöld í tráss við
reglur sem David Moyes, stjóri
liðsins, hafði sett.
Van der Meyde var fluttur á
sjúkrahús á mánudag vegna önd-
unarerfiðleika og hélt hann því
fram að ólyfjan hefði verið bland-
að í drykk hans.
„Ég er búinn að ræða við Andy
og honum þykir fyrir því sem
átti sér stað. Hann fær sekt fyrir
að brjóta reglurnar en við látum
þar við sitja,“ sagði Moyes. Van der
Meyde, sem er 26 ára, hefur verið
mikið frá vegna meiðsla og aðeins
leikið 11 leiki fyrir Everton frá því
hann kom _ til liðsins
fyrir ári síSkJ&í&s. síðan.
SANNKÖLLUÐ
UPPSKERUHÁTÍÐ
FYRIR SKYNSAMT FÓLK
BJÓÐUM STÓRKOSTLEGT ÚRVAL HEIMILISTÆKJA, VEGGSJÓNVARPA,
HLJÓMTÆKJA O.M.FL. MEÐ 15-40% AFSLÆTTI MEÐAN BIRGÐIR ENDAST!
NOKKUR PÆMIi
PfO/lí
DVD skrifari
Verð áður: 29.900 kr.
TILBOÐSVERÐ: 21.900 kr.
Þú sparar: 8.000 kr
Falleg,
frönsk
hágæöa
leirvara.
30%
vafsláttu
1700W Turbo ryksuga
Verð áður: 10.990 kr.
TILBOÐSVERÐ: 7.990 kr.
Þú sparar: 3.000.- kr
Pottar og pönnur
25-40%
afsláttur
Strjáujárn
20%
afsláttur
miRRi
32” LCD Sjónvarp
Verð áður: 1 79.900 kr.
TILBOÐSVERÐ: 1 49.900 kr.
Þú sparar: 30.000.- kr
Ébrabantia
ielfd compéity
Strauborð,
ruslafötur
og margt fleira.
Hönnun
á heims-
mælikvarða.
20%'
• afslátturj
Frábært úrval af DVD
hljómleikadiskum
20% afsláttur
tölvuleikir frá 590 kr. stk.
UMBOÐSMENN UM LAND ALLT
WWW.ORMSSON.IS
ÞU GERIR EKKI
BETRI NÉ VANDAÐRI
KAUP
AEG þvottavél
1600 snúninga, 6 kg.,
Islenskt stjómborð.
AEG þurrkari
mjög hljóðlátur,
fjöldi prógramma,
Islenskt stjórnborð.
i’ASTA
SINS
lavamat 76820
Lavatherm 57820
TILBOÐ: KR. 175.000 PARIÐ (Fullt verð: KR. 213.900)
KOMDU OG GERÐU GOÐ KAUP!
ORMSSON
i'
AKUREYRI • Sími 461 5000 | KEFLAVÍK • Slmi 421 1535 I SMÁRAUND • Simi 530 2900 I SÍÐUMÚLA 9 ■ Simi 530 2800 I LÁGMÚLA 8 • Sími 530 2800