blaðið - 11.08.2006, Qupperneq 30
30
FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 2006 blaðið
t«»PP 10 XFM
- • r\
Damage The Cooper Tem...
4 II?1 Hands The Raconteurs
6 1W If Your Poison... Frank Black
8 2 The One Trabani <
11
3 3 If the Morning Razorlight
^
* VI. V' 1 ’ A %
'y Æ
Portishead Sveitin hefur engan áhuga á vinna með Danger Mouse ef marka
má ummæli forsprakka sveitarinnar Geoff Barrow.
2 mWPurple Skin
4 Q Heart In Line Toggi ífr
6 That's The... Marie Serneholt
ttfZZDTonight the Night.. Gína G
10 Q Crystall Ball
Keane
„My best friend’s a butcher, he has 16 knives
He carries them all over the town, at least he tries.
Oh look, it stopped snowing.
My best friend’s from Poland and, um, he has a beard
But they caught him with his case in that public place
That is what we had feared"
Úr laginu Roland með hliómsveitinnl Interool
Músin kemur ekki
nálægt okkur
Geoff Barrow, forsprakki hljómsveitarinnar Portishead hefur tekið til
baka ummæli sín um Gnarls Barkley-meðliminn Danger Mouse.
Barrow sagði á Myspace-heimasíðu sinni í vikunni að hann myndi frekar
skíta á helgarsteik móður sinnar en að vinna nýjustu plötu Portishead með
Danger Mouse. í næstu færslu sinni á síðunni tek-
ur hann orð sín til baka. „Ég vil bara segja að ég
lít ekkert hátíðlega á sjálfan mig þrátt fyrir orð
mín um vissan tónlistarmann í gær. Þetta var
aðeins svar við vangaveltum fólks sem bjóst
við að hann myndi vinna með okkur að plöt-
unni. Ef ég á að vera fullkomnlega hreinskilinn
þá hata ég allt. Skál.“
Portishead leggur þessa dagana lokahönd
á sína fyrstu plötu frá árinu 1997. Gnarls
Barkley hefur gert allt vitlaust í sumar
með lögum á borð við Crazy og Smiley Fac-
es. Danger Mouse, sem er heilinn á bakvið
sveitina, hefur ekkert sagt opinberlega um
Danger Mouse ummæli Barrow.
11. ágúst
í rokksögunni...
1973
Umboðsmaðurinn
Bill Aucoin
býður hljóm-
sveitinni Kiss
þjónustu sína
og reddar
þeim útgáfu-
samningi.
1966
John Lennon biðst
afsökunar á því að
hafa sagt Bítlana
stærri en Jesúm.
a handfrjóls búnaður í bílinn
Car kit CK-7W
HENDURNAR á stýrinu
AUGUN á veginum...
* Bluetooth búnaður í bílinn
* Svarhnappur, hátalari og hljóðnemi
* Lækkar sjálfkrafa í hljómtækjum
* Sjálfvirk tenging við síma
Þú færð handfrjálsan búnað f bflinn f Hátækni og hjá söluaðilum NOKIA.
NOKIA
Idolið rekið með tapi
Þegar Kalli Bjarni sigraði fyrstu
íslensku Idol-keppnina var honum
tjáð í, beinni útsendingu, að frægð
og frami biði hans. Tónleikar um
land allt, fram fyrir í röðum og eig-
inhandaráritanir voru aðeins hluti
af því sem hans beið en í fyrstu verð-
laun hlaut hann einnig samning við
stærsta útgáfufyrirtæki landsins,
Senu.
Fokdýr framleiðsla
Það leið ekki langur tími þar til
Kalli hafði gefið út breiðskífu. Salan
gekk ekki vel og stendur nú í 2200 til
2300 eintökum sem er töluvert fyrir
neðan væntingar útgáfunnar. Að
sögn Eiðs Arnarssonar, útgáfustjóra
íslenskrar tónlistar hjá Senu, eru
hinar svokölluðu „Idol-plötur“ oft
dýrari í framleiðslu en aðrar plötur
vegna ýmissa réttindagreiðsla út til
eigenda idol-vörumerkisins. Þá þarf
að kaupa allan hljóðfæraleik og ofan
á það leggst hönnunar-, framleiðslu-
og markaðssetningarkostnaður. Id-
ol-plötur eru sem sagt fokdýrar.
Margir halda að miklir fjármunir
streymi ofan í vasa idolstjarnanna
sem komast svo langt að gefa út
plötu. Sannleikurinn er langt því
frá þar sem aðeins tvær af sjö idol-
plötum sem komið hafa út hjá Senu
stóðu undir kostnaði. „Reynslan hef-
ur sýnt að um 5000 eintök þurfi að
seljast til að svara kostnaði," segir
Eiður hjá Senu. „Það er mjög hátt á
íslenskan mælikvarða." Plata Hildar
Völu og fyrsta plata Jóns Sigurðsson-
ar seldust í rúmlega 7000 og 5000
eintökum og skiluðu stjörnunum
smá aur í vasa. Sena tapaði hins
vegar að sögn Eiðs á plötum Heiðu
(kringum 3000 eintök seld), Dav-
íðs Smára (Um 1500 eintök seld) og
Kalla Bjarna (Um 2300 eintök seld).
Þá stefnir plata nýjustu Idolstjörn-
unnar, Snorra, í 3000 eintök sem
hlýtur að teljast vonbrigði.
Minni spámenn græða
Minni útgáfufyrirtæki eins og 12
Tónar og Smekkleysa hafa augljós-
lega ekki úr jafnmiklum fjármun-
um að spila og Sena. Það gerir að
verkum að plötur sem koma út á
þeirra vegum eru töluvert ódýrari
í framleiðslu. Plöturnar kosta þó
yfirleitt svipað mikið út úr búð og
eru því mun fljótari að seljast upp
í kostnað - ef þær seljast eitthvað á
annað borð. Samkvæmt heimildum
Blaðsins hefur fyrsta plata tónlist-
armannsins Þóris, sem 12 Tónar
gefa út, selst í vel yfir 1000 ein-
tökum. Það er töluvert minna en
meðal Idol-plata en á móti kem-
ur að framleiðslukostnaður
og kynning plötunnar
var mun minni.
Það hlýtur að telj-
ast furðulegt að
söngvarar sem
koma fram í
einum vin-
sælasta sjón
varpsþætti
landsins og
fá þúsundir
atkvæða í
símkosn-
i n g u m
skuli ekki
ná að selja
plötur upp
í kostn-
að. „Þetta tengist einföldustu reglu
tónlistarbransans og hans mestu
þrekraun sem er að yfirfæra áhuga
í sölu,“ segir Eiður hjá Senu og bæt-
ir við að eðli útgáfubransans sé spá-
mennska út í eitt.
Tilgangur idolsins
Þetta vekur óneitanlega spurning-
ar um tilgang idolsins. Reynsl-
an hefur sýnt okkur að fæstar
virðast idolstjörnurnar ætla að
vera langlífar í tónlistarbrans-
anum. Þá fóru vinsældir þátt-
anna lækkandi með hverri
þáttaröðinni og nú hefur
framleiðslu þeirra verið
hætt en nýr og breyttur þáttur tekur
við í haust. Idolið var fyrst og fremst
skemmtilegt sjónvarpsefni. Þrátt
fyrir að áhorfið hafi mælst mest yfir
60% voru ekki nema um 5% af þeim
sem létu sig hafa það að hlaupa út
í búð og versla sér plötu með uppá-
halds idolstjörnunni sinni.
atli@bladid.net
.
Dyrar stjornur Hildur Vala ber
höfuð og herðar yfir aðra
keppendur idolsins þegar kemur að
plötusölu. Davið Smári og nýja stjar-
nan Snorri eiga ekki séns i hana.