blaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 1

blaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 1
FRJALST, OHAÐ & OKEYPIS! 188. tölublað 2. árgangur miðvikudagur 23. ágúst 2006 Y ll ■ HEIMILI ■ MEWWIWG Allt að fjörutíu til fimmtíu Tjáningarrík andlitin end- manns bíða við dyrnar urspegla tilfinningu og ■ 4 þegar Góði hirðirinn opnar. sýn listamannsins. | SfÐA 26 SlÐA 37 29 ára íslendingur handtekinn í Brasilíu: Tólf kíló af hassi í hátalara ■ Getur hugsanlega fengið 25 ára fangelsisdóm ■ Ekkert samband við lögreglu á íslandi Eftir Val Grettisson vaiur@bladid.net íslendingur var handtekinn í borginni Sao Paulo í Brasilíu á sunnudagskvöld. Hann reyndi að smygla 12,2 kílóum af hassi og fjórum e-töflum inni i landið í gegnum flugvöllinn Guarulhos. Samkvæmt yfirlýsingu sem alríkislögregla Brasilíu gaf frá sér er maðurinn 29 ára gamall og ber upphafsstafina I.R.S. Maðurinn var að koma frá Amsterdam í Hollandi og var stopp- aður í tollinum. Hann var einn á ferð. Hátalara- box sem hann hafði meðferðis var gegnumlýst og þá fundust fíkniefnin. Smári Sigurðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá alþjóðadeild lögreglunnar á Islandi, hafði ekki heyrt um málið frá brasilískum yfirvöldum. Hann segir að bæði ríkin séu í Interpol og því ætti hann að geta nálgast upplýsingar. Alþjóða- deildin ætlar að senda fyrirspurn til brasilískra yfirvalda og athuga málið. Hann segir jafnframt ólíklegt að maðurinn fái að afplána fangelsisvist á íslandi hljóti hann dóm fyrir fíkniefnasmyglið. Samkvæmt Alríkis- lögreglunni í Brasilíu eru viðurlögin við smygl- inu allt að 25 ár. Sjá einnig síðu 12 Örtröð við skólabókakaup Fyrsti skóladagurinn og nemendur fylktu liði í ritverslanir að kaupa þau mundsson í Smáralind var boðið upp á epli við kassann. Gott ráð til að róa föng sem krafist var af kennurum í kennslustofunum. í Pennanum-Ey- óþolinmóða nemendur eftir bið í röð. Illa gengur að manna frístundaheimili skólabarna: Fólk fæst ekki og börnum vísað frá Erfiðlega gengur að ráða í störf í dægradvöl í Kópavogi og hefur sums staðar þurft að vísa börnum frá vegna manneklu. Salaskóli hefur auglýst eftir starfsmanni í margar vikur en að sögn skólastjórans hafa fáir sótt um. Fræðslustjóri Fræðslu- og menningarsviðs Kópavogsbæjar segir um tímabundna erfiðleika að ræða. „Ég er búin að auglýsa í margar vikur en fáir hafa hringt," segir Hrefna Björk Karlsdóttir, skólastjóri Salaskóla í Kópavogi. Erfiðlega hefur gengið að ráða í stöður í dægradvöl í Kópavogi en þangað geta foreldrar barna á grunnskólaaldri sent börnin sín að loknum skóladegi. Meðan ekki fæst fólk til starfa hafa skólayfirvöld því neyðst til að vísa börnum frá. Hrefna segist nú þegar hafa sett sig i samband við foreldra og þeir al- mennt brugðist vel við. Hún gerir ráð fyrir því að vandamálið leysist fljót- lega. „Við höfum leitað til foreldra og þeir hafa brugðist afar vel við. En auðvitað er þetta ekki gott ástand. Við glímdum við sömu erfiðleika í fyrra en þegar vika var liðin af skóla- starfinu þá rættist úr þessu.“ I Reykjavík eru rúmlega eitt þús- und börn á biðlistum eftir plássi á frístundaheimilum sökum mann- eklu en ríflega tvö þúsund umsóknir bárust. Samkvæmt upplýsingum frá skólaskrifstofu Hafnarfjarðar er ástandið þar nokkuð gott og ekki vitað til þess að þurft hafi að vísa börnum frá. Að sögn Árna Þórs Hilmarssonar, fræðslustjóra Fræðslu- og menning- arsviðs Kópavogsbæjar, hefur ekki tekist að manna alla stöður í dægra- dvöl í tveimur skólum. „Það vantar starfsfólk á einstaka stöðum og því geta myndast tímabundnir biðlistar. Staðan er því enn nokkuð óljós en skýrist væntanlega á næstu dögum.“ ■ FÓLK Skrifstofuhlaup Jakkaföt eöa dragt, skjalataska og farsími var búnaður keppenda í “x skrifstofuhlaupinu. | SlÐA 38 ■ VEÐUR Rigning Paö veröur rigning um sunnan- og vestanvert landið. Sólin skín aðeins norðausturlandi. | SÍÐA2 ■ VEIÐI Sérblað um veiði fylgir Blaðinu í dag |SÍÐUR 17-24 Breytingar á Baugsmáli: Ekki ákært vegna 10/11 Veigamesti liðurinn í Baugsmál- inu er fallinn. Sigurður Tómas Magnússon, sérstakur saksókn- ari í Baugsmálinu, telur ekki nægilegt tilefni til að gefa út nýja ákæru í stað eins ákæruliðar í endurákæru, sem dómstólar vís- uðu frá í málinu. Jón Ásgeir Jóhannesson segir að hann hafi frá upphafi sagt að ákæruliðurinn, sem oft hefur verið kenndur við 10-11 verslan- irnar, snúist um viðskipti og ekk- ert annað. „Þetta hafa dómstólar staðfest, bæði héraðsdómur og Hæstiréttur. Það var því ein- kennilegt að þurfa að sitja undir því svo vikum skipti að Sigurður Tómas Magnússon segðist vera að velta því fyrir sér að ákæra í þriðja sinn af þessu tilefni." Fæðingatíðni: Japanar rétta úr kútnum í fyrsta skipti í sex ár hafa barnsfæðingar í Japan aukist. Tæplega tólf þúsund fleiri börn fæddust fyrstu sex mánuði ársins en í fyrra. Að meðaltali eign- ast japanskar konur 1,2; börn hver á lífsleiðinni en til þess að viðhalda núverandi fólksfjölda þurfa þær að eignast að með- altali 2,1 barn. Sökum þess að Japönum fjölgar ekki jafnört og áður en lifa lengur hafa yfirvöld í landinu gripið til ýmissa aðgerða til þess að hvetja konur til að eign- ast fleiri börn. Nýr nytjastofn: Sandrækju fjölgar til muna Sandrækju hefur fjölgað til muna og útbreiðslan er orðin meiri hér við land en var. Þór Ásgeirsson, sérfræðingur á Haf- rannsóknastofnun, hefur ásamt Birni Gunnarssyni rannsakað útbreiðslu rækjunnar. „Þetta var í raun tilviljun því við vorum að kanna vistfræði skarkola. Þá tókum við eftir þess- ari rækjutegund en hún hefur aldrei verið greind hér á landi áður. Hún hefur fundist víða í Faxaflóa og Breiðafirði en ekki á Norður- og Austurlandi. Nýverið komumst við að því að tegundina er einnig að finna eftir suður- ströndinni, alveg austur fyrir Hornafjörð," segir Þór.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.