blaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 12
12 I FRÉTTIR
MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2006 blaöiö
Kárahnjúkastífla:
Þolir 6,5 stiga
jarðskjálfta
mbl.is Jarðfræðingar, sem könn-
uðu virkjunarsvæðið við Kára-
hnjúka, töldu það í fyrstu vera
utan sprungusveims norður
frá Kverkfjallaeldstöðinni og
því líkur á jarðhræringum í lág-
marki en við rannsóknir 2004
kom í ljós að austurmörk þessa
sprungusveims ná inn í Hálslón
og að stíflustæðunum.
Sérfræðinganefnd Lands-
virkjunar segir þó hafa verið
gert ráð fyrir sprungum og
jarðskjálftum, allt frá 5,3 til 6,5
á Richter, við hönnun stíflanna,
en jarðhreyfingar á svæðinu
hafa ekki orðið á undanförnum
4000 árum.
Þetta kom meðal annars
fram á fundi Landsvirkjunar
um Kárahnjúkastíflu og Háls-
lón, sem haldinn var að sögn
forsvarsmanna fyrirtækisins
til þess að kynna stöðu mála og
leiðrétta jafnframt misskilning
og ýmsar ranghugmyndir um
framkvæmdirnar.
Framhaldsskólanemar:
Stelpurnar
vinna meira
Algengara er að stúlkur vinni
með námi en piltar og þá eykst
vinnan í samræmi við hversu
langt nemendur eru komnir í
námi sínu. Þetta kemur fram
í niðurstöðum könnunar sem
þrír framhaldsskólakennarar á
höfuðborgarsvæðinu stóðu að,
en hún náði til 825 nemenda í
þremur framhaldsskólum.
Samkvæmt könnuninni hafa
þeir sem vinna hvað mest minni
tengsl við skólaumhverfi sitt
en samnemendur sínir og taka
minni þátt í félagslífi. Öfugt við
niðurstöður fyrri kannanna
gengur þeim sem vinna mikið
ekki verr í skóla en aðrir. Þeir
hafa þó eðlilega meiri pening
milli handanna og eru líklegri
til að eiga bil og leyfa sér meiri
munað.
Þá kemur fram í könnuninni
að framhaldsskólanemar eyða
gjarna miklum peningum í
mat og þá helst í hvers konar
skyndibita.
Árekstur á Akureyrl:
Bifhjólamaður
slasast
mbl.is Bifreið var ekið í veg fyrir
bifhjól á ferð á Hlíðarbraut við
Baldursnes á Akureyri á þriðja
tímanum í gær.
Ökumaður bifhjólsins, sem
var með hjálm og í hlífðarjakka
en að öðru leyti ekki í öryggis-
klæðnaði, hlaut áverka á fótum
og var fluttur á slysadeild.
Töluverðar skemmdir urðu á
báðum ökutækjum en lög-
reglan á Akureyri taldi ekki að
hraði hefði verið óhóflegur hjá
ökumönnunum.
Annar árekstur tveggja bíla
varð á Akureyri fyrir skömmu,
á mótum Helgamagrastrætis
og Hamarstígs en hann er ekki
talinn vera alvarlegur.
Afgreiðsla þjóðskrár á kennitölum fyrir útlendinga:
Umsóknir um kennitölur
í bunkum hjá þjóðskrá
■ llla unnar umsóknir tefja afgreiðslu og er ýtt til hliðar ■ Sárvantar starfsfólk hjá þjóðskrá
Eftir Trausta Hafsteinsson
trausti@bladid.net
„Ófullnægjandi vinnubrögð atvinnu-
rekenda tefja afgreiðslu okkar og
þeir gætu bætt sig allverulega. Ein af
ástæðum þess að biðtími eftir kenni-
tölum er langur er vegna þess að
atvinnurekendur skila alltof oft inn
ófullnægjandi umsóknum til okkar
og eru þær eru illa unnar,“ segir
Skúli Guðmundsson, skrifstofustjóri
þjóðskrár.
Vandræði í eftirliti með erlendu
starfsfólki eftir að lög um frjálst
flæði tóku gildi 1. maí má meðal ann-
ars rekja til langs biðtíma eftir kenni-
tölum frá þjóðskrá og erfiðleika eft-
irlitsstofnana að fylgjast með hvort
fyrirtæki eru að sækja um kennitölur.
Vinnumálastofnun, verkalýðsfélög og
Skattstjórinn í Reykjavík eru meðal
þeirra sem kvarta undan stöðu mála.
„Við erum búin að útbúa sérstakan
stimpil fyrir umsóknir um kenni-
tölur útlendinga og gefur hann til
kynna að umsóknin sé móttekin. Við
erum að skoða það með Vinnumála-
stofnun hvort að þeir geti ekki haldið
áfram vinnu með tilkynningar ef at-
vinnurekandi skilar inn stimpl-
aðri umsókn,” segir Skúli.
„Stóra vandamálið í þessu er
að Vinnumálastofnun berast
ekki tilkynningar um ráðning-
arsamninga þrátt fyrir mikla
aukningu hjá þjóðskrá. Kerfið
á ekki að stoppa þó hægt hafi á
afgreiðslu kennitalna, ráðning-
artilkynningin til Vinnumála-
stofnunar er lykilatriði sem
atvinnurekendur þurfa að skila
inn. Ég óttast að þegar það
spyrst út að kennitölur afgreið-
ist hægar þá telji fyrirtækin sig
geta slappað af.“
Enginn tími fyrir forskráningu
Skattayfirvöld og verkalýðs-
félög hafa kvartað yfir því að
hafa ekki aðgang að upplýs-
ingum hjá Þjóðskrá varðandi
umsóknir fyrirtækja og hvar þær eru
staddar í kerfinu.
Skúli segir alla hafa aðgang að
grunni Þjóðskrár og hvaða kenni-
tölur hafa verið skráðar. „En við
höfum ekki náð að sinna forskrán-
ingu á umsóknum og þyrftum auka
starfsfólk í það. Við getum því ekki
w rsi m
Skattar teknlr al kennltðlulausum útlendingum:
Fyrirtækin svindla á kerfinu
■ DreglA af startsmönnum en ekkl oreltt tll hlns opinbera ■ Skattstjórinn I Reykjavik ráöalaus
■ Mikið um timabundna ráftningarsamnlnga vift erlenda starfsmenn
■ Blaðið í gær.
gefið upplýsingar um umsóknir sem
ekki hafa verið afgreiddar né heldur
um hvort fyrirtæki hafi á annað borð
sótt um kennitölu. Umsóknirnar eru
bara hér hjá okkur í bunkum. Við
viljum ekki eyða tíma okkar í að
forskrá allar umsóknir heldur
reyna að afgreiða sem flestar
umsóknir," segir Skúli.
Ýta umsóknum til hliðar
Skúli segir afgreiðslu þjóð-
skrár tefjast mjög vegna þess að
við þurfum sífellt að vera kalla
eftir viðbótar upplýsingum frá
vinnuveitendum.
„Við þurfum stöðugt að
hringja í vinnuveitendur og
spyrja um hitt og þetta. Við
reynum að ýta til hliðar ófull-
nægjandi umsóknum og vinna
frekar fyrir þá sem eru með
fullnægjandi gögn. Þetta er því
miður alltof algengt og atvinnu-
rekendur þurfa að læra betur
verkferlið í þessu,“ segir Skúli.
„Töluverð aukning hefur orðið
hjá okkur og biðtíminn er orð-
inn of langur. Til að mæta kröfu
um forskráningu og stytta biðtím-
ann þurfum við fleira starfsfólk en
við megum hins vegar ekki fara yfir
á fjárlögum. Á næstunni munum
við setjastyfir ferlið með Vinnumála-
stofnun og finna leiðir til þess að
hægt sé að nýta betur gögnin okkar.“
Verðsamráð olíufélaganna:
Rannsókn olíusamráðsins
haldið áfram eftir sumarfrí
Vinna að rannsókn á verðsamráði
olíufélaganna er hafin að nýju af
hálfu ríkissaksóknara eftir að eini
starfsmaður embættisins sem sinnir
málinu sneri aftur úr sumarfríi síð-
astliðinn mánudag. Hann vonast til
þess að vinnunni verði lokið í október
og þá liggi fýrir hvort gefin verði út
ákæra eða ekki.
„Málið er í ágætis farvegi en við
hefðum alveg not af auka manni,“
segir Helgi Magnús Gunnarsson, lög-
maður hjá ríkissaksóknara.
Helgi sneri aftur úr þriggja vikna
sumarfríi síðastliðinn mánudag en
hans bíður nú það verkefni að klára
úrvinnslu á rannsóknargöngum
,Málið er í
ágætis farvegi
en við hefðum
alveg not af
auka manni,
Helgi Magnús Gunn-
arsson, lögmaöur hjá
rikissaksóknara.
vegna verðsamráðs olíufélaganna.
Ríkislögreglustjóri kláraði sína
rannsókn á málinu í nóvember á síð-
asta ári og í kjölfarið var því vísað til
ríkissaksóknara, sem mun skera úr
um hvort höfðað verði mál á hendur
einstaklingumeða fyrirtækj um vegna
þess. Alls ná rannsóknargögnin yfir
tíu þúsund blaðsíður. Ríkissaksókn-
ari hefur ítrekað óskaði eftir aukafjár-
veitingu til að sinna þessu verkefni en
þeirri beiðni hefur verið hafnað. Því
hefur hingað til aðeins verið hægt að
setja einn mann í verkefnið
Áð sögn Helga er um umfangs-
mikið mál að ræða og það eitt
það stærsta sem lent hefur á emb-
ætti ríkissaksóknara frá upphafi.
Hann gerir sér þó vonir um að
ljúka vinnslunni í október. „Ég
hefði kosið að við hefðum getað
hagrætt verkefnum í kringum
þetta en núna kemur það bara
ofan á önnur mál og þeim fækkar
ekkert."
lililllllll
•i » HI «u u iu Ui
liiiiíiin