blaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 20
28
MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2006 blaðið
menntun m Gott samstarf ^ 41 Það er mikilvægt að foreldrar taki virkan þátt i skólastarfi barna sinna. Gott samstarf hefur jákvæð áhrif, ekki síst á börnin sem líður betur í . skólanum og gengur betur i námi.
menntun@bladid.net
Hollt og gott Það er mikilvægt að
taka með sér hollt og gott nesti í
skólann.
Hollt nesti í
skólann
Flestir grunnskólar bjóða upp
á heita máltíð í hádeginu en
samt sem áður þurfa börn að
taka með sér eitthvert nesti til
að borða um morguninn. Það
er mikilvægt að nestið sé hollt
og gott svo barnið verði ekki
svangt. Auk þess er nauðsyn-
legt að hafa nestið fjölbreytt svo
barnið geti borðað með góðri
lyst og verði ekki glorhungrað
í hádegismatnum. Gróft brauð
með osti, skinku og grænmeti
er holl samloka sem er líka
bragðgóð. Til tilbreytingar getur
barnið tekið með sér skyr eða
jógurt í nesti. Svo má vitanlega
ekki gleyma ávöxtunum en
einkar gott fyrir barnið að hafa
að minnsta kosti einn ávöxt með
sér í nesti. Fyrst og fremst þarf
að passa að hafa ekki sætmeti
í nestispakkanum því það hefur
einungis slæm áhrif á barnið og
lærdómsgetu þess.
Taskan
skiptir máli
Það sklptir miklu máli fyrir
heilsu og vellíðan barna að
þau noti góðar skólatöskur
undir bækur sínar og skriffæri.
Foreldrar ættu því að vanda sér-
staklega valið á tösku en fara
ekki eingöngu að duttlungum
tískunnar. Góð skólataska er
létt, endingargóð og fellur vel
að líkama barnsins. Enn fremur
þarf hún að vera búin endur-
skinsmerkjum til þess að yngstu
vegfarendurnir sjáist betur og
fyrr í umferðinni.
Þá er ekki síður mikilvægt að vel
sé hugað að því hvernig raðað
er í töskuna og að hún liggi ofar-
lega og þétt að bakinu. Taskan
á að vera rétt spennt á barnið
en ekki lafa á annarri öxlinni
eins og algengt er.
Of þungar töskur geta meðal
annars haft slæm áhrif á hrygg
og stoðkerfi barna og því ætti
að gæta að því að barnið beri
ekki óþarfa þyngd. Foreldrar
ættu að miða við að þyngd
skólatöskunnar sé ekki meira en
um tíu prósent af þyngd
barnsins.
Oft eru skólatöskur M
of þungar vegna * - ~
þess að börn
bera á milli
heimilis
og skóla
bækur
sem
þau
þurfa
ekki á
að halda.
Koma má í veg
fyrir þetta með
því að gæta
þess að þær
bækur sem
ekki þarf að
nota verði eftir
heima.
Aukin fartölvunotkun í framhaldsskólum
Skólar mæla með
notkun tölvu við nám
Fartölvunotkun í fram-
haldsskólum verður sí-
fellt algengari þrátt fyrir
að skólarnir krefjist þess
ekki að nemendur eigi
tölvur. Hins vegar mæla margir skól-
ar með því að nemendur noti tölvur
við nám og nemendur virðast kjósa
að gera svo í miklum mæli.
í Menntaskólanum í Kópavogi
eru um 95-100% nemenda sem nota
fartölvu í náminu samkvæmt Helga
Kristjánssyni aðstoðarskólameist-
ara. „Við gerum ráð fyrir að nemend-
ur hafi aðgang að fartölvum og við
erum líklega sá framhaldsskóli sem
er komin hvað lengst i almennri
fartölvunotkun í kennslunni. Við
gerðum fimm ára áætlun um tölvu-
væðingu skólans og henni lauk í vor.
Ef nemendur eiga ekki fartölvu þá fá
þau aðstöðu í tölvuverunum. Við út-
vegum ekki fartölvur en ef tölva bil-
ar eða er stolið þá lánum við okkar
tölvur um tíma.“
Helmut Hinrichsen, aðstoðar-
skólameistari Fjölbrautaskólans við
Ármúla, segir að það séu sennilega
um 25-30% nemenda á hverri önn
sem nota fartölvur. „Við gerum enga
kröfu til þess að nemendur noti far-
tölvu í skólanum en við mælum með
því. Við vorum með þeim fyrstu
sem byrjuðu með fartölvuvæðingu
og við settum upp þráðlaust net ár-
ið 2000.“
Próf tekin á tölvum
Helmut og Helgi eru sammála
um að nemendurnir noti tölvurnar
helst til að glósa. Auk þess notast
báðir skólarnir við WebCT þar sem
nemendur geta nálgast ítarefni og
námsefni á netinu. Helgi minnist þó
á að tölvurnar séu líka mikið notað-
ar við kennslu. „Þær eru notaðar við
vinnslu verkefna, vefleiðangra og
glósun. Nemendur MK taka til dæm-
is gagnvirk próf í tölvunum."
Helmut talar um að vitanlega sé
hætta á að nemendurnir leiki sér í
tölvunum í stað þess að glósa. „Það
er undir nemandanum sjálfum kom-
ið. Eins skiptir máli hvernig kennar-
inn bregst við slíku, hvernig hann
heldur nemendunum við efnið og
hvetur nemendur til þess að nota
tölvur eingöngu í kennslulegum til-
gangi.“ Helgi er sammála að þessi
hætta sé til staðar en talar um að
kynslóðin sem er núna í framhalds-
skóla sé alin upp í tækniumhverfi
Við erum komin með kynslóð sem
er mjög fær í að nýta vefflakk, MSN
og fleiri tæki án þess að það trufli
þau. Við sem erum eldri getum bara
gert eitt í einu en þau ráða við þetta
umhverfi og eru alin upp í því.“
Þráðlaust kort nauðsynlegt
Hvorugur skólinn ger-
ir kröfu um að nemendur
kaupi tiltekna tölvu en þó
Algengt Það er sifellt algengara að fartölvur séu nýttar við nám i framhalds-
skólum og til að mynda eru um 95-100% nemenda í Menntaskólanum íKópa-
vogi sem nota tölvur í náminu.
geta nemendur MK ekki verið.með Halldór Kristjánsson, framkvæmda-
Windows Home í tölvum sínum ætli stjóri Tölvu- og verkfræðiþjónust-
þeir að tengjast innra neti skólans. unnar, segir að það séu nokkur at-
I tengslum við atvinnulíf og samfélag
Úr Háskólanum í Reykjavík Aukin áhersla hefur verið lögð á rannsóknir í
skólanum á undaförnum árum og sem dæmi má nefna aö meistaranemum
fjölgaði úr 300 í 500 á milli ára
Háskólinn í Reykjavík hefur vax-
ið mikið á undanförnum árum og
námsframboð aukist. í vor sóttu
1800 um að hefja nám við skólann
og fengu um 1000 nýnemar skólavist.
Um 2800 nemendur stunda nám við
skólann. Meistaranemum hefur enn
fremur fjölgað mjög á milli ára. í
fyrra voru meistaranemar um 300
en verða í ár um 500 talsins.
Alda Sigurðardóttir kynningar-
stjóri Háskólans í Reykjavík segir
að aukninguna megi meðal annars
skýra með því að í fyrra hafi verið
farið af stað með meistaranám í
mörgum greinum. „Nú eru þeir nem-
ar komnir á annað ár og við erum að
taka inn heilan árgang,“ segir Alda.
Háskólinn í Reykjavík stefnir enn
fremur á að bjóða upp á doktorsnám
í náinni framtíð. „Framtíðarsýn HR
er að vera alþjóðlegur háskóli, við-
urkenndur fyrir framúrskarandi
kennslu, öflugar rannsóknir og
sterk tengsl við atvinnulíf og samfé-
lag,“ segir Alda.
Nýjar námsleiðir
Bryddað var upp á mörgum nýjung-
um í skólanum í fyrra í kjölfar samein-
ingar hans og Tækniháskóla íslands.
Verkfræðideild var sett á laggirnar
þar sem meðal annars er boðið upp
á nýjar leiðir í takt við atvinnulífið,
þetta eru fjármálaverkfræði, rekstr-
arverkfræði og heilbrigðisverkfræði
en þessar greinar eru hvergi kennd-
ar annars staðar hér á landi. Einnig
var stofnuð ný kennslufræði- og lýð-
heilsudeild auk þess sem rannsóícn-
arsetrum hefur fjölgað mjög. í ár er
í fyrsta skipti boðið upp á BSc.-nám í
stærðfræði og hugbúnaðarverkfræði
og segir Alda að jafnframt sé lögð
áhersla á að styrkja stoðir þess náms
sem farið var af stað með í fyrra.
Skóli atvinnulífsins
Að sögn Öldu voru nýjar námsleið-
ir settar á laggirnar í fyrra vegna
þess að þörf var fyrir þær á háskóla-
stiginu. „Við undirbúning þessara
námsleiða var haft mikið samráð
við atvinnulífið þannig að þetta var
undirbúið vel og vandlega. Það er
stefna skólans að vera skóli atvinnu-
lífsins og hlutverk hans að efla sam-
keppnishæfni atvinnulífs og samfé-
lags,“ segir Alda.
Fjölgun erlendra nema
Alda segir að það sem einkenni Há-
skólann í Reykjavík sé mikil áhersla
lögð á gæði kennslu og rannsókna
og í samræmi við stefnu skólans
fjölgi rannsóknastofnunum stöð-
ugt. „Skólinn fer eftir eftirfarandi
leiðarljósum: Nýsköpun, tækniþró-
un, samstarf og alþjóðasamskipti,"
segir Alda og bætir við að nú sé skól-
inn með samstarfssamninga við 107
skóla víða um heim, meðal annars
í Evrópu, Bandaríkjunum, Japan
og Kína. „Fjöldi erlendra stúdenta
hefur tvöfaldast milli ára. í ár verða
þeir yfir 30 talsins frá 12 löndum en
í fyrra voru þeir 16. Það eru mjög
margir kennarar sem eru að flytja
heim og koma til starfa hjá okkur
sem er mjög ánægjulegt þar sem
þeir hefðu að öðrum kosti hugsan-
lega verið áfram í útlöndum.“
Háskólinn 1 Reykjavík var við
það að sprengja af sér húsakost í vor
samhliða auknu námsframboði og
fjölgun nema. „Nú er búið að inn-
rétta kennslustofur í gamla Morgun-
blaðshúsinu og skapa nemendum og
kennurum frábæra náms- og starfs-
aðstöðu. Núna erum við í mjög góð-
um málum fram til ársins 2009 þeg-
ar við flytjum í Vatnsmýrina," segir
Alda Sigurðardóttir að lokum.