blaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 30

blaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 30
38 MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2006 blaöið fólk folk@bladid.net HVAÐ FINNST ÞER? Hefði Leoncie hlotið náð fyrir augum þínum? yy. „Tja, hún er náttúrlega alveg stórkostleg. Hún er æðislegur laga- smiður enda lagið Ast á pöbbnum ógleymanlegt. Manni leiðist allavega ekkt að horfa a hana. Elínlwrg Halldórsdóttir væntan- legur dómari i X-Faktor á Islandi. Leoncie reyndi að heilla dómara upp úr skónum í breska þættinum X-Factor. Dómurunum fannst hins vegar ekki mikið til hennar koma. Hlaupið í jakkafötum með skjalatösku Smáborgarinn HAUSTIÐ ER AÐ KOMA! Sumarið er senn á enda og víst er að margir eiga eftir að sakna þess. Þrátt fyrir að sumarið í ár standi varla undir nafni er það jafnan uppáhaldstími margra Islendinga. Smáborgarinn er ekki í þeim hópi og því fagnar hann haustinu ákaft. Haustið er einmitt uppáhaldstími Smáborgarans og hann á erfitt með að leyna tilhlökk- uninni. Það er bara eitthvað við haustið, eitthvað óútskýranlegt en samt svo yndislegt að hjartað f Smáborgaranum titrar við tilhugs- unina. Helst myndi hann vilja að það væri haust allt árið um kring. Smáborgarinn veit ekki nákvæm- lega hvað það er við haustið sem er svona sérstakt. Kannski er það rómantíkin í loftinu þegar laufblöðin falla á götur bæjarins. Kannski er það myrkrið sem um- Kannski er það myrkrið sem umvefur borgina líkt og hlýtt faðmlag. vefur borgina líkt og hlýtt faðmlag. Kannski eru það litirnir í umhverf- inu sem eru sjaldnar fallegri en á haustin. Kannski eru það teppin, púðarnir og kertin sem einkenna mörg heimili á þessum árstíma. Kannski er það bara haustið sjálft. Reyndar breytist Smáborgarinn líka í skapinu á haustin, hann verður íhugull, angurvær og hugsi. Svona er Smáborgarinn skrýtinn. Samt veit Smáborgarinn ekki af hverju haustið skiptir hann svona miklu máli. Ekki kynntist hann ástinni sinni um það leyti, missti ástvini eða eignaðist börn. Smá- borgarinn á ekki einu sinni afmæli á þessum tíma en samt sem áður vekur haustið upp þessar kenndir. Mikið væri Smáborgarinn til í aá eiga afmæli á haustin, þá hefði hann kannski afsökun fyrir þessari vitleysu í sér. Þess vegna er Smáborgarinn harðákveðinn í því að gifta sig að hausti til, það kemur raunar ekkert annað til greina enda rómantískasta árs- tíðin. Smáborgarinn getur því ekki annað en horft hamingjusamur til framtíðarinnar, haustið er að koma! Þeir voru ekki allir í íþróttagall- anum keppendurnir í hlaupunum sem fóru fram á Menningarnótt. Um svipað leyti og um það bil tíu þúsund manns tóku þátt í Reykja- víkurmaraþoninu í hinum ýmsu vegalengdum kepptu nokkrir einstaklingar í hlaupi skrifstofu- mannsins. Junior Chamber á íslandi stend- ur að hlaupinu sem er að erlendri fyrirmynd. Keppendur í hlaupinu verða að hlaupa í skrifstofufatnaði, jakkafötum eða drögtum, með skjalatösku í annarri hendinni og farsíma í hinni. Að auki verða keppendur að klára veitingar sem þeir fá á leiðinni og sýna tómt matarílátið þegar í mark er komið. Þátttakendur voru hvort tveggja fé- lagar í JCI og starfsmenn nokkurra erlendra sendiráða í Reykjavík. ,Þetta byrjaði á Menningarnótt fyrir fimm árum,“ segir Bernharð S. Bernharðsson, formaður Menn- ingarnæturnefndar JC á íslandi. ,Þessi hugmynd kemur frá Eist- landi en hefur farið víðar. Ég veit að það hefur verið hlaupið svona í Wall Street og skilst að það sé gert reglulega.” Bandaríski sendiráðsstarfsmað- urinn Max Schexnyder sigraði í hlaupi skrifstofumannsins þetta árið. Hann hljóp kílómetra langa vegalengdina á fjórum mínútum og 23 sekúndum. Schexnyder lætur sér ekki nægja að hlaupa í Hlaupi skrifstofumannsins heldur hefur hann líka hlaupið í Reykjavíkur- maraþoninu. Bestum árangri í kvennaflokki náði Svava Lind Jóhannsdóttir sem hljóp á fimm mínútum og 34 sek- úndum. „Þess má geta að bróðir hennar og móðir tóku einnig þátt í hlaupinu og settu þannig pressu á heimilsföðurinn á næsta ári,“ segir Bernharð S. Bernharðsson, formað- ur menningarnæturnefndar JCI. Hann segir að til greina hafi komið að veita þeim sérstök verðlaun fyr- ir fjölskylduþátttöku en ekki hafi þó orðið af því að þessu sinni. SU DOKU talnaþraut Lausn síðustu gátu: Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hvertala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri linu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins: 2 3 6 5 1 7 4 9 2 3 5 3 7 8 3 7 9 6 8 7 9 2 5 9 3 2 9 8 2 5 6 4 2 8 3 7 4 6 5 1 9 7 4 9 1 8 5 2 3 6 5 6 1 9 2 3 4 7 8 3 2 7 4 5 9 6 8 1 6 9 5 2 1 8 7 4 3 4 1 8 3 6 7 9 2 5 8 7 4 5 9 1 3 6 2 9 3 6 8 7 2 1 5 4 1 5 2 6 3 4 8 9 7 10-26_________________________________________€> Jim Unger/dlst. by United Media, 2001 Má bjóða þér leiðbeiningabæklinginn? HEYRST HEFUR... Hér í Blaðinu var í fyrri viku greint frá því að frú Dorrit Moussaiev hafi að eigin frum- kvæði ekki þegið dagpeninga á ferðum sínum með forsetanum erlendis, en það mun engan veg- inn einsdæmi um maka æðstu embættismanna. Frú Halldóra Eldjárn mun þannig ekki hafa þegið neina dagpeninga og hið sama má segja um Ástríði Thorarensen, eiginkonu Dav- íðs Oddssonar... Hitt er svo annað mál að í fréttinni var greint frá því að frú Dorrit hefði fylgt bónda sínum í 18 ferðum erlendis frá árinu 2004 og fylgdi listi frá skrifstofu forsetans yfir þær. Þar vekur nokkra athygli hversu títt herra Ólafur Ragnar Gríms- son ferðast vestur um haf til ótilgreindra viðræðna við þarlenda mógúla í viðskiptum og stjórnmálum. Nú er ekki til þess vitað að forsetaskrifstofan reki eigin utanríkisstefnu, en í stjórnarráðinu kannast menn ekki við að forseti sé að reka erindi fyrir ríkið á slíkum fundum vestra. Gárungarnir segja hins vegar málið einfalt; forsetinn sé að undirbúa sína eigin mjúku lendingu þegar hann yfirgefur Bessastaði... Ovænt og ömurlegt hálfsárs- uppgjör Dagsbrúnar er þegar farið að draga dilk á eftir sér, en tapið á fyrri helmingi ársins reyndist nema einum og hálfum milljarðikróna, án nokkurs fyrirvara um að afkomuspár hefðu verið fjarri öllum sanni. I viðskiptalífinu er um það rætt að Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrúnar, sé fallinn í ónáð hjá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, sem mun þegar vera farinn að svipast um eftir arftaka hans... Ekki dugir það eitt þó til. Rætt er um það að tímabært sé að slíta í sundur tengslin milli fjarskiptahluta fyrirtækisins og fjölmiðla, svo Og Vodafone fái að dafna án dragbít- anna í Skaftahlíð. Þar mun Nýja fréttastofan (NFS) vega þyngst, en nú þegar mun vera farið að rifa seglin veru- lega þar á bænum. Iviðskipta- lífinu horfa menn hins vegar með mestum áhuga til þess að Dagsbrún er farin að leysa upp Kögun með miklu tapi, en Jón Ásgeir Jóhannesson sjálfur er sagður stýra brunaútsölunni... Sú saga gengur fjöllum hærra að skólayfirvöld á Akureyri hafi sagt upp Snorra Óskars- syni grunnskólakennara, sem oft er kenndur við Betel, vegna ummæla hans um samkyn- hneigð og nazisma í viðtali við Kastljós Ríkissjónvarpsins. Mörgum gramdist ummælin, en það er rangt að Snorri hafi verið leystur frá störfum í Brekkuskóla nyrðra... andres.magnusson@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.