blaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 8
8IFRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2006 blaðió Sænska ríkissjónvarpið: Klámí stað frétta Sjónvarpsáhorfendur ráku upp stór augu þegar þeir horfðu á fréttatímann í sænska ríkis- sjónvarpinu, SVT, á miðnætti á laugardagskvöld. Á meðan að fréttalesarinn, Peter Dahlgren, fór yfir helstu mál dagsins mátti sjá svæsna tékkneska klámmynd á sjónvarpsskjá bakgrunni frétta- settsins. Kláminu var varpað út í þrjátíu sekúndur áður en að útsendinga- stjórinn áttaði sig á hvað væri að gerast og slökkti á klám- inu. Per Yng, frétta- stjóri SVT, segir að atvikið vera hið vandræðalegasta og tryggja verði að slíkt gerist ekki aftur. Á skjánum í fréttaverinu eryfirleitt sýnt frá erlendum fréttastofum meðan að sænsku fréttirnar eru lesnar upp. Fyrir útsendinguna höfðu starfsmenn á vakt skipt yfir á frönsku sjónvarpsstöðina Canal Plus til þess að fylgjast með kappleik en gleymt að skipta um stöð. Um helgar sýnir Canal Plus gjarnan bláar myndir eftir mið- nætti og því fór sem fór. Málið hefur fengið mikla umfjöllun í sænskum fjölmiðlum og hafa götublöðin óspart grín að óhappinu. Að sögn Per Yng hefur engin kvörtun borist frá áhorfendum. Umferðarpunktar: gin smuga fyrir Ökuþórar sleppa ekki Lögreglan heldur utan um alla punkta. Staðfesta og óstaðfesta. þjóðvegavíkinga Menn hafa sloppið við ökuleyfissviptingu ■ Tölvukerfi tekið Eftir Höskuld Kára Schram hoskuldur@bladid.net Dæmi eru um að menn hafi sloppið við ökuleyfissviptingu sökum upp- safnaðra umferðarpunkta vegna smugu í kerfinu. Punktar eru að- eins bókfærðir eftir að sekt hefur verið greidd og með því fresta greiðslu getur sá hinn sami beðið eftir fyrningu eldri punkta. Aðstoð- aryfirlögregluþjónn hjá ríkislög- reglustjóra segir að búið sé að girða fyrir þessa smugu að mestu. „Það eru örugglega einhver dæmi um það að menn hafi sloppið við ökuleyfissviptingu vegna þessa,“ segir Árni Albertsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra. „Á heildina litið eru þó afar litlar líkur á því að þetta geti gerst. Það er þá í þeim tilvikum þar sem einhver starfsmaður lögreglu sem er að sjá um að sekta er ekki að vinna vinn- una sína eins og hann á að gera.“ Samkvæmt kerfinu eru veittir einn til fjórir punktar fyrir hvert umferðarbrot. Flestir punktar eru veittir fyrir akstur gegn rauðu ljós og ofsaakstri. Punktarnir fyrnast að öllu jöfnu á þremur árum en sá sem safnar tólf punktum á yfir höfði sér ökuleyfissviptingu. Punktar eru bókfærðir hjá lög- reglu eftir að sekt vegna umferðar- brots hefur verið greidd en þangað til telst punktur vera óstaðfestur. Einstaklingur með ellefu punkta getur því beðið með því að greiða sekt þangað til eldri punktar fyrnast og þannig sloppið við ökuleyfissviptingu. Árni segir þetta hafa verið vanda- mál þegar punktakerfið var tekið upp á sínum tíma. Þá hafi menn komist upp með það að safna óstað- festum punktum með því að greiða ekki sektir. „Það voru dæmi um að einhverjir þjóðvegavíkingar væru búnir að safna upp á þriðja tug punkta. Þeir vissu af þessari smugu." Að sögn Árna var fljótlega tekið á þessu vandamáli og girt fyrir þessa smugu. „Núna er það tölvukerfi sem heldur utanum alla punkta. Bæði staðfesta og óstaðfesta. Þegar þeir verða svo samanlagt fleiri en tólf þá er öllum málum safnað saman og gefin út ákæra og einstak- lingi stefnt fyrir dóm. Þannig að kerfið kemur í veg fyrir að menn sleppi við sviptingu.“ __ MEÐ INDVERSKUM WfeÖLDVERÐI Á SLÓÐUNUM ÞAR SEM KÓBBI KVIÐRISTIR FRAMDI ÓDÆÐISVERK SÍN“ FLUG OG GISTING I 2 NÆTUR FRA O/.OUU KR. Ólafur Gauti Guðmundsson, hugbúnaðarverkfræðingur, segir frá London í nýjum haust- og vetrarbæklingi lcelandair, Mín borg. Við bjóðum úrval pakkaferða, helgarferða til 19 áfangastaða austan hafs og vestan, golfferða og sérferða. Kynnið ykkur málíð og takið síðan ákvörðun. Ævintýrin liggja í loftinu. Bókaðu á www.icelandair.is Vildarpunktar Feróaávisun gildir WWW.ICELANDAIR.IS VISA

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.