blaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 17

blaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 17
blaðið MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2006 25 Námsmannaþjónusta bankanna: Almennu kjörin skipta stúdenta mestu máli Framhaldsskólar og háskólar eru að hefja starf sitt um þessar mund- ir og þúsundir nema flykkjast inn í skólastofur eftir sumarfrí. Þó að námsmenn fái ekki greitt fyrir vinnu sína eins og annað fólk þurfa þeir engu að síður að draga fram lífið á einhvern hátt. Bankar og fjár- málastofnanir bjóða upp á ýmsar þjónustuleiðir sem eru sérsniðnar að þörfum þessa stóra hóps og er ætlað að auðvelda honum að sinna náminu. Blaðið kynnti sér náms- mannaþjónustu hjá fjórum bönkum en áréttað skal að upptalningin hér að neðan er langt í frá tæmandi held- ur er hér aðeins stiklað á stóru. Lán í erlendri mynt mikilvæg Ásgeir Runólfsson framkvæmda- stjóri Stúdentaráðs Háskóla Islands segir að þar á bæ hafi menn ekki fengið neinar alvarlegar kvartanir vegna námsmannaþjónustu bank- anna. „Það sem er mikilvægt í þessu er að námsmenn erlendis geti fengið lán í erlendri mynt til að standast betur gengissveiflur. Eins og staðan er í dag getur fólk komið mjög illa út úr þessu þegar svona miklar sveiflur eru á krónunni,“ segir Ásgeir. Allar námsmannalínurnar sem Blaðið kannaði bjóða námsmönnum upp á námslán í erlendri mynt. Hann segir einnig að yfirdráttar- vextir geti reynst stúdentum þung byrði þar sem þeir fái lánin ekki greidd fyrr en eftir á. „Við byrjum kannski að fá yfirdrátt í janúar en síðan fáum við ekki lánið fyrr en í maí, hugsanlega í júní og þá safnast þetta upp og það telur,“ segir Ásgeir. Lán og styrkir Bankarnir bjóða félögum ýmiss konar inngöngugjafir og önnur fríð- indi sem ekki koma fram í þessu yfirliti. Þá geta þeir jafnframt feng- ið tölvukaupalán og sótt um ýmsa styrki svo sem námsstyrki og bóka- kaupastyrki. Aðeins eru afhentir fá- ir slíkir styrkir á ári hverju og segir Ásgeir að þó að þeir séu góðra gjalda verðir skipti almennu kjörin mestu máli fyrir stúdenta. Námsmannaþjónustur bankanna Landsbanki *snron M iirtiáni f4r/»cs i KB QA KB Námsmenn Helmingsafsláttdr af færslu- gjöldum debetkorta og fyrsta árgjaldið af kreditkortum frítt. Útgjaldadreifing frí fyrsta árið og möguleiki á yfirdráttarláni á hagstæðum kjörum. Náms- I mönnum erlendis gefst kostur á j yfirdráttarláni í erlendri mynt. Mánaðarlegt framfærslulán ! sem nemur allt að ioo% af áætl- !; aðri lánveitingu LÍN. Námsmenn sem stunda nám j! sem ekki er lánshæft hjá LÍN í eiga kost á sérstöku láni. Námsmenn eiga kost á allt að ■ 3.000.000 kr. námslokaláni. Lánið getur verið til allt að 12 ; ára með veði í fasteign eða til K allt að sjö ára án veðs. Nánari upplýsingar: www.kbbanki.is GLITNIR Námsvild Glitnis Námsmannadebetkorti Glitn- is fylgja 100 fríar færslur á ári. Félagar sem eru orðnir 18 ára geta fengið allt að 150.000 króna yfirdráttarheimild á debetreikn- inginn. Yfirdráttarlán til að brúa bilið þar til námslán berast frá LÍN. Námsmenn sem stunda láns- hæft nám eiga kost á viðbótar- námslánum á hagstæðum kjör- um. Jafnframt býður bankinn námsmönnum erlendis upp á námslán í erlendri mynt Félagar í Námsvild sem eru að ljúka lánshæfu námi eiga kost á námslokaláni allt að 1.500.000 kr. Nánari upplýsingar: www.glitnir.is Náma Landsbankans Landsbankinn býður náms- mönnum debetkortareikning, Námukortið, á betri kjörum en hefðbundna reikninga. Námsmenn erlendis með láns- loforð frá LÍN geta fengið fram- færslulán í erlendri mynt hjá Landsbankanum. Lánið er allt að 100% af lánsloforði LÍN að gefnu tilliti til vaxta. Yfirdráttarheimild á Námu- reikning vegna framfærslu fram að útborgun láns frá LÍN. Einstaklingar sem hafa lokið námi geta sótt um námslokalán að hámarki kr. 1.500.000 í allt að fimm ár. Nánari upplýsingar: www.glitnir.is wmmmmmmtmmmmmmmmnma SPRON Námsmenn Námskort SPRON er debet- kort án árgjalds sem veitir 150 fríar debetkortafærslur á ári. Gegn lánsloforði frá LÍN geta námsmenn fengið framfærslu- lán hjá SPRON sem nemur allt að 100% af áætlaðri lánveitingu LÍN. I stað þess að tilnefna ábyrgðarmenn hjá LlN vegna námslána geta námsmenn sam- ið við SPRON um bankaábyrgð á námslánin sín. Jafnframt býð- ur SPRON upp á sérstakt skóla- gjaldalán fyrir þá sem ekki fá lánað hjá LlN auk þess sem námsmenn erlendis geta fengið lán í erlendri mynt. Nánari upplýsingar: www.spron.is Brunahætta af myndavélum Hewlett Packard hefur sent frá sér uppfærslu á stýrihug- búnaði í HP Photosmart R707 stafrænar myndavélar. Nýi hug- búnaðurinn kemur í veg fyrir óhapp ef notendur myndavél- anna reyna að stinga myndavél- inni í samband við rafmagn þeg- ar rafhlöðurnar í myndavélinni eru ekki hleðslurafhlöður, en það getur verið mjög varasamt og valdið skemmdum á mynda- vélinni sökum hita og bruna. Umræddur hugbúnaður er í myndvélum af fyrrgreindri gerð sem seldar voru á tíma- bilinu ágúst 2004 til maí 2006 HP hefur sökum þessa innkall- að stýrihugbúnaðinn sem fylg- ir þessum mynda- vélum, og er eigend- um og notend- um HP Photos mart bent á að sækja nýjan stýrihugbún- að á heimasíðu fyrirtækisins og uppfæra á myndavélinni Ping Neytenda- samtakanna Þing Neytendasamtakanna 2006 verður haldið á Grand Hóteli við Sigtún í Reykjavík 29. - 30. september næstkomandi. Allir skuldlausir félagsmenn hafa rétt til að sitja á þinginu en tilkynna þarf um þátttöku með að minnsta kosti viku fyrirvara. Félagsmenn sem vilja sitja þingið geta tilkynnt um þátt- töku til skrifstofu samtakanna í síma 5451200 eða í tölvupósti ns@ns.is eða með bréfi til Neyt- endasamtakanna í Síðumúla 13, 108 Reykjavík. Stjórn samtakanna hvetur félagsmenn til að taka þátt í þinginu og hafa þannig áhrif á stefnumótun og áherslur í starfi samtakanna. Lægri orkukostnaður Drjúgur hluti útgjalda heimil- isins fer i orkunotkun á hverj- um mánuði. Margir hugsa lítið út í orkunotkun sína dags daglega en bregður síðan illilega í brún þegar reikningurinn berst inn um úguna um \ mánaðarmótin. Með örlítilli hagsýni og ein- földum aðferðum má draga úr þessum kostnaðar- lið án þess að helstu þægindum sé fórnað i leiðinni. Orkunotkun heimilanna Draga má úr orkukostnaði heimilisins með nokkrum einföidum aðferðum. - Ekki hafa ofna heimilisins of hátt stillta. Með því að nota hitastýrða ofnioka má draga úr rennsli til ofna eftirþvísem herbergishiti hækk- ar (t.d. vegna Sólarvarma). - Ekki byrgja ofna með húsgögnum eða öðr- um munum. - Gætið þess að gluggar séu ekki opnir að óþörfu. - Ekki nota stærri perur en þið þurfið. - Draga má úr lampalýsingu með þvi að hafa veggi málaöa íljósum litum. - Slökkvið á raftækjum þegarþau eru ekki i notkun. - Hafið lok á pönnum og pottum og gætið þess að eldunartækin hæfi stærð hellunnar. - Ekki láta vatn renna að óþörfu. Spara má vatnsnotkun með þvíað fara i stutta sturtu frekar en i bað. - Fyllið þvottavélar og uppþvottavélar og vind- ið föt áður en þið setjið þau iþurrkara. Sprengisandur 126,40 kr. eru ódýrastir? Samanburðurá verði 95 oktana bensíns Kópavogsbraut 126,40 kr. Óseyrarbraut 126,40 kr. ORKAN Eiðistorg 127,30 kr Ananaustum 127,30 kr. Skemmuvegur 127,30 kr. Arnarsmári 127,40 kr. Starengi Snorrabraut 127,40 kr. 127,40 kr. Gylfaflöt 128,40 kr. Bústaðarvegur 128,40 kr.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.