blaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 21

blaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 21
blaðiö MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2006 29 ZZZZzzzzzz Góður svefn er nauðsynlegur ef námsmenn á öllum aldri ætla að halda einbeitninni í tima. Það er þvi best að fara tim- anlega að sofa og gefa sér nægilegan tima á morgnana til að borða hollan og staðgóðan morgunmat. Jafnt og þétt Það getur verið erfitt að einbeita sér að lærdómnum fyrst í stað en mun- ið að það er best að læra jafnt og þétt. Annars er hætta á að erfitt geti verið að læra undir prófin því margt er ógert. Rétt stýrikerfi Halldór Kristjánsson. „Það sem menn eiga fyrst og fremst að gá að er að í þessum vélum sé XP Professional stýrikerfi og að tölv- an sé með amk 1 GHz örgjörva." „Við erum komin með kynslóð sem er mjög fær í að nýta vefflakk, MSN og fleiri tæki án þess að það trufli þau.“ riði sem þarf að skoða áður en tölva sem á að nota í skólann er keypt. „Það sem menn eiga fyrst og fremst að gá að er að í þessum vélum sé XP Professional stýrikerfi og að tölvan sé með a.m.k. í GHz örgjörva. Minn- ið ætti heldur ekki að vera minna en íGB. Þetta er það sem dugar í grunninn og það skiptir ekki höfuð- máli hve stór skjárinn er. Hins vegar þurfa tölvurnar líka að hafa geisla- drif, skrifara og þráðlaust kort.“ Wámskeiö fyrir foreldraráð Á heimasíðu Sambands for- eldrafélaga og foreldraráðs í grunnskólum Reykjavíkur kemur fram að fyrsta námskeiðið fyrir foreldraráðin verður haldið fimmtudaginn 31. ágúst. Nám- skeiðið stendur yfir frá 20-22 og verður haldið i Félags- og þjónustumiðstöðinni Hraunbæ 105. Á námskeiðinu verður farið yfir hlutverk foreldraráða í grunn- skólum Reykjavíkur. Jafnframt verður leiðbeint um hagnýtar aðferðir við skipulagningu og framkvæmd á starfi foreldraráðs- ins. Mikil áhersla er lögð á að þátttakendur fái tækifæri til fyrir- spurna. Þátttaka (námskeiðinu er foreldrum í Reykja- vík að kostnaðar- lausu en tilkynna þarf þátttöku á netfang samfok@ samfok. is, (síma 562-7720 eða í gsm 824-1958 í síðasta lagi á há- degi dag- inn fyrir nám- skeiðs- daginn. Af hverju Blýantar eru órjúfanlegur þáttur í skólastarfi og fáir sem Ijúka skólagöngu án þess að komast í snertingu við nokkra slíka. ( Banda- ríkjunum eru þrír af hverjum fjórum blýöntum'sem seldir eru gulir á lit og er ekki ólíklegt að hlutfallið sé svipað hér á landi. Menn hófu að framleiða gula blý- eru flestir blýantar gulir? anta skömmu fyrir aldamótin 1900. Guli liturinn gerir fólki auðveldara að sjá blýantinn á skrifborðinu en það ku þó ekki vera eina ástæðan fyrir litavalinu. Sagan segir að á 19. öld hafi besta grafítið (efnið sem notað er í blýanta) sem völ var á komið frá Kína. Þar í landi er guli liturinn tengdur virðingu og göfgi. Til þess að gera kaupendum Ijóst að um hágæðavöru frá Kína væri að ræða gripu því blýantaframleið endur í Bandaríkjunum til þess ráðs að mála blýanta sína í þessum göfuga lit. Kvöldskóli FB Undirbúningur undir listnám Vilt þú öðlast áukinn skilning og færni í listrænni Jtjáningu? Þá er nám á listnámsbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti leið fyrir þig. Vel menntaðir og reyndir kennarar. Netinnritun www.fb.is ♦ Sími 570 5600 Fjölbrautaskólinn í Breiðholti

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.