blaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 10
10 I FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2006 blaöiö Friðhelgi fjölskyldunnar ofar rétti feðra til faðernisviðurkenninga: Feður geta ekki höfðað mál ■ Eiginmaður telst sjálfkrafa faðir barns ■ Hugsanlegt brot á stjórnarskrá ■ Óttast fjölgun tilhæfulausra málhöfðana Núgildandi barnalög takmarka rétt feðra til málsóknar þannig að þeir geta aðeins farið í faðernis- mál ef barn er ófeðrað. Samkvæmt 2. grein laganna telst eiginmaður faðir barns ef það er getið í hjúskap. Ef eiginkona heldur fram hjá eigin- manni sínum og verðurþunguðeftir viðkomandi þá skráist eiginmaður- inn sjálfkrafa sem faðir barnsins og blóðfaðirinn getur ekki höfðað mál. Að sama skapi getur kona útilokað blóðföður með því að hefja búskap með öðrum áður en barn fæðist. Barnið má stefna Eina leiðin til faðernisviðurkenn- ingar í svona málum er sú að ann- aðhvort móðirin höfði mál eða þá barnið, þegar það sjálft hefur náð lögaldri. Ef barn er feðrað, stendur blóðfaðir uppi réttlaus. „Barnalögin gera ráð fyrir ef kona er í hjónabandi þá telst sá eig- inmaður hennar sjálfkrafa faðir barnsins. Þá skiptir engu hvort konan hafi haldið við annan mann sem er i raun blóðfaðir barnsins," segir Gísli Gíslason, formaður Fé- lags ábyrgra feðra. Mikil umræða varð á Alþingi Tilgangurinn er að koma í veg fyrir p; 44 M tilhæfulausar i - | málshöfðanir M'1 ■>, Haukur m Æb Guðmundsson framt hefnt sín á manni sem hún slítur sambandi við, og er þunguð eftir hann, með því að hefja sam- búð eða ganga í hjónaband með öðrum manni áður en barnið fæðist. Með þessu yrði blóðfaðir barnsins réttlaus til málshöfðunar þar sem barnið væri ekki ófeðrað," bætir Gísli við. Brot á stjórnarskránni? f 1. grein barnalaganna er fjallað um rétt barna til að þekkja báða foreldra sinna. Næsta grein þar á eftir segir til um að eiginmenn eru sjálfkrafa feður barna sem getið er í hjúskapnum. í þeim tilvikum sem kona verður þunguð utan hjú- skaparins og eiginmaður skráist sem faðir barnins þá stangast grein- arnar á. Dögg Pálsdóttir, hæstar- réttalögmaður, telur takmörkun á málshöfðunarrétti feðra ekki sam- „í hefndarskyni getur kona jafnframt hefnt sin á manni sem hún slítur sambandi við, og er þunguð eftir hann, með því að hefja sambúð eða ganga í hjónaband með öörum manni áður en barnið fæðist. Með þessu yrði blóðfaöir barnsins réttlaus til máls- höfðunar þar sem barnið væri ekki ófeðrað." fyrir nokkru um málshöfðunarétt í faðernismálum. Loks var sam- þykkt sú meginregla að rétturinn sé einskorðaður við það að barn sé ófeðrað. Þannig getur kona raunverulega hefnt sín á fyrrum sambýlismanni með því að stofna til hjúskapar með öðrum manni fyrir fæðingu barnsins og sá yrði um leið skráður faðir barnsins. Einnig getur eiginmaður útilokað blóðföður barns sem getið er með framhjáhaldi eiginkonunnar. „1 hefndarskyni getur kona jafn- ræmast í. grein barnalaganna og hugsanlega sé einnig um að ræða brot á stjórnarskránni. „Ég tel þessa þrengingu ekki vera í samræmi við fyrstu grein barna- laganna sem segir að allir hafi rétt á að vita uppruna sinn og þekkja foreldra sína,“ segir Dögg. „Þegar barnalögin voru til um- fjöllunar hindraði Alþingi að opnað yrði fyrir málshöfðunarrétt feðra og þrengdi við ófeðruð börn. Rökstuðningurinn var sá að frið- helgi fjölskyldunnar sé þar æðri, Þregningin ekki vera í samræmi við fyrstu grein barnalaganna. Dögg Pálsdóttir þrátt fyrir að hjónin og aðrir viti sannleikann í málinu.“ Dögg segir athyglivert að Alþingi hafi sett þessa þrengingu, en Siðalaganefnd hafi lagt frumvarpið þannig fram að málshöfðunarrétturinn væri óskertur. „Það væri spennandi prófmál ef einstaklingur í þessari stöðu færi í dómsmál. Þá myndi reyna á hvort þetta ákvæði stæðist mannréttindaákvæðistjórnarskrár- innar. Almenn lög þurfa að stand- ast stjórnarskránna og á það reynir ekki nema fyrir dómstólum,“ bætir Dögg við. Tilhæfulausar málshöfðanir Rökstuðningur Alþingis við þrengingu málshöfðunarréttarins var sá að friðhelgi fjölskyldunnar væri æðri faðernisviðurkenningum og verið væri að vernda hagsumi hennar. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar Alþingis, segist þeirrar skoðunar að ekki þurfi að gera breytingar á þessu ákvæði barnalaganna. „Hagur fjölskyld- unnar er þarna æðri að mínu mati og erfitt að komast hjá tilhæfu- lausum málshöfðunum. Það verður að skoða bæði kostina og gallana við þetta ákvæði. Þarna er verið að vernda hagsmuni fjölskyldunnar og þó svo að liffræðilegur faðir missi rétt til málshöfðunar ef eiginmaður gengst við barni þá hefur barnið ávallt þann rétt síðar meir. Það má ekki gleyma hinum tilvikunum þegar ró fjölskyldunnar er raskað ranglega með tilhæfulausum máls- sóknum. Með breytingum á þessu ákvæði óttast ég mest að slíkum málssóknum gæti fjölgað,“ segir Bjarni. „Ákvæðið verður ekki síður virkt í umræðunni um gjafasæði. Ég vil ■PTk Kona getur l| hefnt sín á O'W blóðföður barnsins Gisli Gislason leyfa mér að segja að þetta hefur ekki reynst illa á íslandi og rökin fyrir þrengingunni standast alveg að mínu mati.“ Þanþol laganna Haukur Guðmundsson, skrif- stofustjóri hjá Dómsmálaráðuneyt- inu, telur að það myndi reyna á þanþol laganna ef kona gerði blóð- föður réttlausan með þeim hætti að stofna til hjúskapar með öðrum manni fyrir fæðingu barnsins. „Það liggur fyrir í barnalögunum að ef barn er feðrað í hjúskap telst eiginmaðurinn faðir barnsins, þó svo að konan haldi við annan mann. Blóðfaðir hefur því ekki rétt til málshöfðunar en aftur á móti er ákvæði í lögunum sem heimilar barninu sjálfu að stefna vegna fað- ernis,“ segir Haukur. „Megintilgangur þrengingar- innar á málshöfðunarréttinum er að koma í veg fyrir tilhæfulausar málshöfðanir. Ef opnað er fyrir mál- höfðunarréttinn í faðernismálum þá getur í raun hver sem er höfðað mál gegn hverjum sem er og til eru dæmi um algjörlega tilhæfulausar málhöfðanir feðra.“ Haukur segir það tilhneigingu hjá dómstólum að túlka lögin með rúmum hætti í svona málum og það sama eigi hér við. „Það er spurning hvernig dómstólarnir myndu taka á því ef kona gengur í hjónaband við annan mann og gerir blóðföður réttlausan ef það liggur fyrir að þau hafi átt í sannanlegu sambandi á þeim tíma sem barnið kemur undir,“ bætir hann við. Athyglivert væri að fá svar við spurningunni um hvort þessi tak- mörkun í barnalögunum standist mannréttindaákvæði stjórnar- skrárinnar. Vissulega er friðhelgi Barnalög 2003 ■ l.gr. Réttur barns til aö þekkja foreldra sína. Barn á rétt á að þekkja báða foreldra sína. Móður er skylt að feðra barn sitt þegar feðrunarreglur 2. gr. eiga ekki við. ■ 2. gr. Feðrunarreglur um börn hjóna og foreldra i skráðri sambúð. Eiginmaður móður barns telst faðir þess ef það er alið í hjúskap þeirra. Hið sama gildir ef barn er alið svo skömmu eftir hjúskaþarslit að það sé hugsanlega getið í hjúskapnum. Þetta gildir þó ekki ef hjónin voru skilin að borði og sæng á getnaðartíma barnsins eða ef móðir þess giftist eða skráir sambúð sína í þjóðskrá, með öðrum manni, fyrir fæð- ingu barnsins. ■ 10. gr. Málsaðild. Stefnandi faðernismáls getur verið barnið sjálft, móðir þess eða maður sem telur sig föður barns, enda hafi barnið ekki verið feðrað. Nú hefur móðir barns höfðað mál og hún andast áður en því er lokið og getur þá sá sem við forsjá barns tekur haldið málinu áfram. Ef maður sem telur sig föður barns höfðar mál og hann andast áður en máli er lokið getur sá lögerfingja hans sem gengi barninu næst eða jafnhliða að erfðum haldið málinu áfram. fjölskyldunnar mikilvæg en er rétt- lætanlegt að gera feður réttlausa með þessum hætti. Spyrja má hvort feðrum sé ekki treystandi fyrir þessum rétti og hvort raunhæft sé að áætla að tilhæfulausum máls- höfðunum myndi fjölga til muna ef opnað yrði fyrir málshöfðunarrétt- inn. Forvitnilegt væri að fylgjast með slíku prófmáli fyrir rétti og hvort að dómstólar myndu túlka lögin með rúmum hætti. Trausti Hafsteinsson skrifarum takmarkaóan réttfeóra Fréttaljós trausti@bladid.r

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.