blaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 4
4IFRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2006 blaðÍA Sameinuðuþjóðirnar: Vara við eld- fimu ástandi Að mati Terie Roed-Larsen, erindreka Sameinuðu þjóðanna í Miðaustur- löndum, gæti tekið allt að þrjá mánuði að fylla upp í það „öryggis- tómarúm“ sem myndaðist við landamæri ísraels og Líb- anons í kjölfar þess að vopnahlé komst á í síðustu viku. Terie Roed-Larsen sagði í sam- tali við Reuters-fréttastofuna í Jerúsalem í gær að ástandið væri eldfimt og að átök gætu brotist út að nýju af minnsta tilefni. Sameinuðu þjóðirnar reyna nú að safna 15 þúsund manna fjölþjóðaherliði sem á að gæta friðarins við landamærin en það hefur gengið erfiðlega þar sem að ríki heims hafa verið óviljug að senda hermenn sína á svæðið. Keflavík: Þrír á of miklum hraða Þrír ökumenn voru sektaðir fyrri of hraðan akstur á Reykja- nesbrautinni á mánudagskvöld- inu. Eitthvað hafa menn verið að flýta sér því einn var tekinn á 128 kílómetra hraða. Hann var sektaður en ekki sviptur. Falleg - sterk - náttúruleg Suöurlandsbraut 10 *“• Sími 533 5800 V'STRÖND www.simnct.is/strond Bf, íslendingur handtekinn í Brasilíu fyrir fíkniefnainnflutning: Gæti fengið 25 ára fangelsi ■ Náðist með 12,2 kíló af hassi ■ Er 29 ára og ber upphafstafina I.R.S v.„- 12 kíló af hassi Lögreglan lagði hald á 12,2 kíló af hassi og fiórar E-töflur sem maðurinn hafði meðferðis er í fangelsi en hann mun þó vera í Sao Paulo í gæsluvarðhaldi. Ekki liggur fyrir hvort hann hafi fengið lögfræðiaðstoð. notaðar sem burðardýr i og þá flestar frá Suður- I Afríku samkvæmt frétt A sem má finna á vefriti M The Star. Ekki er langt I síðan blóðug uppreisn ■ varð í fangelsum í Brasilíu * en glæpagengi hafa sterk ítök þar. Ekki náðist í utan- ríkisráðuneytið sem fer með samskipti á milli landanna. Mikil fíkniefnaumferð Nokkuð hefur verið fjallað um flugvöllinn í erlendum blöðum vegna fíkniefnaumferðar. Þar er vakin athygli á kókaínflutningi úr landinu. Konur eru nær eingöngu Ber upphafstafina I.R.S Ekki er vitað hvaða fangelsi maðurinn gistir. Hann er i gæsluvarðhaldi. Fíkniefni í hátalaraboxi Hassið fannst inni íboxinu eftir gegnumlýsingu. Eftir Val Grettisson valur@bladid.net Islenskur maður var handtekinn í borginni Sao Paulo í Brasilíu á sunnudagskvöldinu. Hann reyndi að smygla 12,2 kílóum af hassi og fjórum E-töflum inni í landið í gegnum flug- völlinn Guarulhos. Samkvæmt yfir- lýsingu sem alríkislögregla Brasilíu gaf frá sér er maðurinn 29 ára gamall og ber upphafsstafma I.R.S. Maðurinn var að koma frá Amst- erdam í Hollandi á sunnudaginn og var stoppaður í tollinum. Hann var einn á ferð. Hátalarabox sem hann hafði meðferðis var gegnumlýst og þá fundust fíkniefnin. Engin vitneskja Smári Sigurðsson aðstoðaryfirlög- regluþjónn hjá alþjóðadeild lögregl- unnar á íslandi, hafði ekki heyrt um málið frá brasilískum yfirvöldum. Hann segir að bæði ríkin séu í Inter- pol og því ætti hann að geta nálgast upplýsingar. Alþjóðadeildin mun senda fyrirspurn til Brasilískra yf- irvalda og athuga málið. Hann segir jafnframt að ólíklegt sé að maður- inn fái að afplána fangelsisvist á Islandi hljóti hann dóm fyrir fíkni- efnasmyglið. Samkvæmt Alríkislög- reglunni í Brasilíu eru viðurlögin við smyglinu allt að 25 ár. I gæsluvarðhaldi í Sao Paulo Litlar sem engar upplýsingar fást um málið frá Brasilísku alríkislög- reglunni. Alríkislögreglan segist þó ekki telja að hann eigi samverka- menn i Brasilíu. Ekki er vitað um aðbúnað mannsins né hvar hann yrír20. Sólskálar - Garðhus www.solskalar.is soiskalar@solskalar.is Stai 554 4500 - Smiðiböö 10-210 Onðtax íslensk framlciðsla ísiensk hðnnun Sérsmíði Rússnesk farþegaflugvél fórst með 170 manns: Enginn komst lífs af Harmi slegnir ættingjar Ættingjar þeirra sem fórust á flug- ve/linum i Péturs- borg, en vélin var á leið þangaö Rússnesk farþegaflugvél með 170 manns, þar á meðal fjörutíu og fimm börn, innanborðs fórst í Úkraínu í gær. Talið er að enginn hafi komist lífs af. Vélin var á leið frá sumarleyf- isstaðnum Anapa við Svartahaf til Pétursborgar. Neyðarkall kom frá vél- inni þegar hún var yfir austurhluta Úkraínu og stuttu síðar hvarf hún radarskjám. Brak úr vélinni fannst svo tveim stundum eftir að neyðar- kallið var sent við borgina Donetsk í Úkraínu. Ekki var vitað í gær hvað olli slys- inu. Afar slæmt veður var yfir Úkra- ínu þegar neyðarkallið barst. Tals- maður Neyðaraðstoðar Rússlands sagði að öllum líkindum hafi eldingu lostið niður á vélina en Interfax-frétta- stofan hefur eftir úkrainskum emb- ættismönnum að eldur hafi komið upp í vélinni. Að sögn sjónvarvotta var vélin í heilu lagi þegar hún nálg- aðist jörðina og því er talið líklegt að flugsjórar hennar hafi reynt nauðlend- ingu eftir að þeir sendu frá sér neyðar- kall. Engin ástæða er talin til að ætla að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Flugvélin var að gerðinni Tupelov Tu-154 og í eigu Pulkova flugfélagsins. Flugslysið í gær er þriðja meiriháttar flugslysið sem á sér stað í þessum heimshluta á árinu. f júlímánuði órust að minnsta kosti 124 i Síberíu iegar flugvél rann af braut í lendingu. maí hrapaði armensk farþegavél í Svartahaf og týndu 113 lifi sínu í því slysi.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.