blaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 6
6IFRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2006 blaöið Klerkastjórnin í íran: Svarar tilboöi stórveldanna Klerkastjórnin í íran svaraði loks tilboði stórveldanna um efn- agslegar ívilnanir gegn því að íranar láti af auðgun úrans. Ali Larijani, aðalsamningamaður klerkastjórnarinnar í deilunni um kjarnorkuáætlun hennar, gerði fulltrúum þeirra ríkja sem standa að tilboðinu grein fyrir svari stjórnvalda í Teheran í gær. 1 tilboðinu, sem var lagt fram fyrr í sumar, er klerkastjórninni boðið upp á samstarf varðandi friðsamlega nýtingu kjarnorku auk efnahagsívilnanna. Flest ummæli ráðamanna í Teheran undanfarið gefa til kynna að klerkastjórnin sé ekki reiðu- búin að láta af auðgun úrans og þar af leiðandi kemur málið til kasta öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í lok þessa mánaðar. Lögreglan: Fíkniefni og innbrot mbl.is Tvö fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar í Reykjavík i gær og fyrradag. Tveir voru handteknir í því fyrra en lítil- ræði af ætluðum fíkniefnum fannst í bifreið þeirra. f seinna málinu var einn handtekinn eftir að smáræði af ætluðum fíkniefnum fannst í bifreið hans. Þá fór þjófur inn í tvö sum- arhús, sem eru í byggingu, og hafði verkfæri á brott með sér. Lögreglan í Reykjavík segir, að nokkuð hafi borið á því að verkfærum sé stolið í sumar og hvetur fólk til að ganga frá þeim eins tryggilega og hægt er. Sælkerafæða á íslandsmiðum: Nýjar tegundir nema land ■ Suðlægar tegundir auka útbreiðslu sína við ísland ■ Rannsóknir á byrjunarstigi Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Á undanförnum árum hefur hitastig sjávar hækkað og út- breiðsla suðlægra fiskitegunda hefur aukist til norðurs," segir Karl Gunnarsson, sviðsstjóri Hafrannsóknarstofnunar. f fyrra greindist ný tegund af rækju á íslandsmiðum sem algeng er meðfram ströndum meginlands Evrópu. Tegundin heitir sandrækja og hefur lengi verið veidd til mann- eldis víða í Evrópu. Á sama tíma fer annarri tegund fjölgandi hér við land, töskukrabbanum, sem þykir herramannsmatur á veitinga- húsum á meginlandinu. „Þetta eru nytjategundir sem eru borðaðar til dæmis í Danmörku, Niðurlöndunum, Frakklandi og á Bretlandseyjum. Útbreiðsla sand- rækjunnar hér hefur verið könnuð því henni svipar til útbreiðslu skar- kolaseiða. Töskukrabbinn þykir al- gjör sælkerafæða," segir Karl. Aukninq í stofninum Þór Ásgeirsson, sérfræðingur á Hafrannsóknastofnun, hefur ásamt Birni Gunnarssyni rannsakað út- breiðslu sandrækjunnar hér við land undanfarið ár. Komið hefur í ljós að einstaklingunum hefur fjölgað til muna og útbreiðslan er orðin meiri. „Þetta var í raun tilviljun því við vorum að kanna vistfræði skarkola. Þá tókum við eftir þessari rækju- tegund en hún hefur aldrei verið greind hér á landi áður. Hún hefur fundist víða í Faxaflóa og Breiða- firði en ekki á Norður- og Austur- landi. Nýverið komumst við að því að tegundina er einnig að finna eftir suðurströndinni, alveg austur fyrir Hornafjörð,“ segir Þór. Samkvæmt tölum frá Alþjóðahaf- rannsóknaráðsins er rækjan veidd víða í Evrópu en á síðasta ári veidd- ust þar tæplega 30 þúsund tonn. „Þetta er allt á byrjunarstigi og Vísindamenn Draga veiðarfæri á milli sín urtdan Álftanesi. Fundu nýja rækjutegund fyrir tilviljun. Pór Áseirsson sérfrœðingur hjá Hafrannsókna- stofnuninni engin áform uppi um stofnmæl- ingar að svo stöddu. Hvort að við séum að horfa upp á nýjan nytja- stofn við landið verður tíminn að leiða í ljós,“ segir Þór. Forvitnileg tegund Jörundur Svavarsson, prófessor í sjávarlíffræði við Háskóla íslands, hefur fylgst með breytingum á út- breiðslu töskukrabbans hér á landi. „Við höfum kíkt eftir þessari teg- und og svo virðist sem hún sé að festa hér rætur. Frístundakafarar hafa bent okkur á þetta og í-kjöl- farið hófust rannsóknir á stofn- stærðinni. Krabbinn er mjög al- gengur í Hvalfirði en okkur grunar Krabbinn getur orðið allt að fimm kíló. Jörundur Svavarsson prófessor við Háskóla íslands. að hann sé að finna víða við Vestur- land,” segir Jörundur. „Samkvæmt heimildum þá fannst eitt eintak hér á landi á fyrri hluta síðustu aldar en þetta er forvitni- leg tegund. Hún er mjög stór og getur orðið allt að fimm kílóum að þyngd." Fjölmargir Islendingar hafa bragðað á töskukrabbanum í út- löndum en aðspurður segist Jör- undur ekki hafa bragðað á stofn- inum hér við land. „Krabbinn er snöggsoðinn og borinn fram í heilu lagi þannig að brjóta þarf skelina og borða innan úr henni. Norðmenn flytja út fleiri hundruð tonn á ári og ef stofninn SANDRÆKJA « Crangon crangon • Hrossarækjuætt « Gráleit með dökkum þverröndum ■ Hámarkslengd 8 sm. * Algengust við Faxaflóa og á Breiðafirði TÖSKUKRABBI - Cancer pagurus • Krabbaætt > Rauðbrúnn að ofan og Ijósleitur á kvið ■ Hámarksþvermál 30 sm. ■ Algengastur í Hvalfirði hér við land nær kjörstærð er ekki útilokað að úr yrði nytjastofn," bætir Jörundur við. SÍÐUSTU DAGAR ÚTSÖLUNNAR Frábær 21 glra.24" drengja & stúlkahjól, létt H Súludansari irsk fyrirtæki heita 'Æja að eyða ekki peningum ísúludans. jjfjfl Áhyggjur er af fjölgun nektarstaða I á Irlandi. Leeh Walesa: Hættur í Samstöðu Lech Walesa lýsti því yfir í gær að hann hafi sagt sig úr verkalýðs- samtökunum Samstöðu vegna stuðning þeirra við núverandi valdhafa 1 Póllandi. Walesa var stofnandi samtakanna og leiðtogi þeirra en þau léku veiga- mikið hlutverk í falli kommún- istans í Austur-Evrópu á níunda áratug síðustu aldar. t samtali við AP-fréttastofuna sagði Wales að hann hafi ákveðið að hætta í samtökunum eftir að þau ákváðu að veita stjórnmála- flokknum, Lög og Regla, og leið- togum hans, tvíburunum Lech and Jaroslaw Kaczynski, i síðustu kosningum i Póllandi stuðning. Tvíburabræðurnir gegna nú embættum forseta og forsætisráð- herra Póllands írland: Fyrirtæki sporna við súludansi Um fimmtiu írsk fyrirtæki hafa skrifað undir skjal þar sem þau heita því að eyða ekki fé á súlustöðum. Ruhama, írsk samtök sjálfboðaliða sem veita vændiskonum aðstoð og hjálp, stóðu fyrir söfnuninni til þess að vekja athygli á ömurlegum veru- leika þeirra sem starfa við vændi og nektardans. Samtökin telja að flestir viðskiptavina nektardans- staða séu menn úr viðskiptalífinu sem hafi lítinn grun um nöturlegar aðstæður þeirra kvenna sem starfa á stöðunum. Gerardine Rowley, talsmaður sam- takanna, segir að fjölgun nektardans- staða á Irlandi áhyggjuefni og óttast að afleiðing hennar sé að almenn- ingur telji að um eðlilega skemmtun sé að ræða. Að sögn Rowley hafa samtökin tekið eftir fjölgun kvenna frá Austur-Evrópu sem hafa flust til írlands til þess að starfa við nektar- dans en endað I vændi.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.