blaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 19

blaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 19
blaóið MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2006 27 - Fjörug veisla Skreyttu borðið i barnaatmælinu með þvi að statia öllum iítlu sætu tuskudýrunum i miðjuna. Falleg bollastell Bollar, Debenhams Eitt doppótt og dúllulegt frá Debenhams. Ekta til að bera fram kakó eða kaffi latté. Mörgum til mikillar gleði virðist naumhyggjustefnan vera óðum að hverfa úr stofum landsmanna og við er tekin hlýlegri og rómantískari stemmning. Antíkverslanir eru í kjölfarið orðnar vinsælli en áður og stóru hönnunar- húsin setja á markaðinn rómantískari og kvenlegri vörur. ( Debenhams býðst nú meira úrval af heimilisvörum í gamaldags stíl og í verslunni Laura Ashley er úrvalið af slíkum vörum ávallt gott, enda hefur hún haldið þessari stefnu óbreyttri í gegnum aðra tískustrauma. Hjá Fjólu í Antikhús inu á Skólavörðustíg er hægt að finna frumgerðirnar, eða hluti sem eru fyrirmyndir þeirrar hönnunar sem hönnuðir keppast nú við að *» framleiða og svo má vitaskuld fara á ýmsa markaði hér- lendis og erlendis til að finna húsgögn og aukahluti sem gera allt meira kósí. Kannski er það líka orðið tímabært, því um leið og daginn tekur að stytta færist yfir okkur ákveðin værð ijyP* 1S sem kallar á heitt kakó í bolla, púðakúr Æt,. og kósí lýsingu í stofunni. íMÍHkY^ Laura Ashley Rósótt og sætt frá Lauru Ashley. Takiö eftirþvi hvernig bollarnir hanga á krókum, klæðningunni innan á hillunni og doppótta dúknum sem lagður hefur verið yfir hilluna. Þetta var algengt i gamla daga og þótti skynsamleg leið til að hlífa hillunum. Antikhúsið Danska Rósen- borgarstellið sem var framleitt allt þar til seinni heimstyrjöld- inni laukárið 1945. Þetta er fágætt stell en þykir afar fallegt. margret@bladid. net Laura Ashley Fallegir púðar íjarðlitum eöa IJós- um og léttum bláum litum frá Lauru Ashley sem aldr- ei hefur vikið. frá rómantí- kinni í hönnun sinni. Debenhams Fallegir ,gamlir“ silfurkertastjak- ará náttborðið, borstofu- borðið eða bara eldhús- borðið á morgnanna. Notalegir púðar Antikhúsið Ljósakróna frá árinu 1930 með fimm skálum úralabasti, en alabast er tálgaður sápusteinn. Debenhams Dökkir og mynstraðir, rósóttur út- saumur og nokkrir litríkir og fallegir til að lífga upp á skammdegið. Antikhúsið Gamall oliu- lampi sem búið er að breyta í venjulegan rafmagnslampa. Lampinn er sið- an 1880. Antikhúsið Fland- saumaðir púðar sem einhver hefur setið með í kjöltu sér upp úrseinna stríði i Dan- mörku. Laura AshleyÆV/nfýra- legur lampi á grænum glerfæti með fallegum útsaum i skerminum. V. Trjáumhirða fyrir haustið Lúsafaraldur í grenitrjám Nú fer senn að líða að hausti og garðyrkjumenn og konur byrjaðir að pakka saman hrifum, skóflum og fleiru sem tilheyrir þessu nota- lega tómstundagamni sem það er að yrkja garðinn sinn. En hvað skyldi vera hægt að gera til að hann komi sem best undan vetri? „Það fyrsta sem mér dettur í hug er að slá ekki grasið of snöggt í síðasta slætti sumarsins. Þetta verndar gras- ið yfir veturinn og hlífir því við mosa- myndun," segir Jónas Freyr Harðars- son, garðyrkjufræðingur. „Svo er mjög mikilvægt að kíkja á grenitrén í garðinum og athuga hvort að eldri nálar séu farnar að taka á sig rauðan lit og hvort það sé komin lús. Ég hef tekið eftir því undanfarið að Sitka lúsin er komin af stað og heilu lund- irnir farnir að eyðileggjast. Ég hef í raun ekki séð annað eins. Þessi lús barst hingað til lands í kringum 1960, eða eitthvað fyrr. Kom með innfluttu greni og jólatrjám frá Norðurlöndun- um sem voru seld í Fossvogsstöðinni í Fossvogi. Fyrir þremur til fjórum ár- um síðan fór þessi lús mjög illa í trén. Svo hélt hún sig til hlés undanfarin ár en virðist aftur vera að leggja til atlögu núna,“ segir Jónas alvarlegur i bragði. „Ef vetur eru mildir þá er allt- af mikil hætta á þvi að hún skjóti upp kollinum í kjölfarið." Hvað er hœgt að gera efmaðurfmn- urþessa lús á trjánum ígarðinum? „Þá er bara að úða með Permasect eða fá sérfræðinga til að gera það. Sérfræðingar eru vanalega betri valkostur þar sem trén eru oft mjög há og erfitt að ná yfir þau öll. Hvað varðar fyrirbyggjandi aðgerðir þá er yfirleitt ekkert annað hægt að gera en að skoða trén vel og úða svo strax og eitthvað kemur í ljós.“ Er eitthvað fleira gott sem er hcegt að gera fyrir garðinn áður en frostið skellurá? „Já, þegar laufin falla er gott að búa um plöntur og skýla þeim viðkvæm- ari fyrir veðri og vindum. Til dæm- is er gott að setja jarðveg og lauf að stofninum til að varna því að það drepist niður í rót. í raun á aldrei að henda laufum því þau gagnast vel til að hlífa jarðvegi. Það er fínt að raka þeim bara í og yfir beð þar sem þau svo brotna niður yfir veturinn. Hvað varðar viðkvæm- ari tré sem eru sígræn þá er gott að . búa til svona „indíánatjald" í kring- um þau til að hlífa þeim og eins getur verið sniðugt að setja eitthvað styrkj- andi upp við viðkvæma stilka svo að ’ þeir brotni ekki,“ segir Jónas Freyr að lokum. margret@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.