blaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 14

blaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 14
blaði Útgáfufélag: Ár og dagurehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Ritstjóri: Sigurjón M. Egilsson Fréttastjórar: Brynjólfur Þór Guðmundsson og Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Janus Sigurjónsson s Omar og Kárahnjúkar Eftir að hafa varið einum degi með Ómari Ragnarssyni við Kárahnjúka eru nokkrar spurningar uppi. Til dæmis, hvað rekur mann einsog Ómar til að leggja allt það sem hann gerir? 1 hvaða tilgangi gerir hann þetta? Og má vera að margt af því sem hann nefnir sé með þeim hætti sem hann segir? Hver er ávinningurinn af virkjuninni? Og er það kannski svo að verið sé að fórna minni hagsmunum fyrir meiri? Ómar Ragnarsson er einstakur maður, það vita allir íslendingar. En að sjá hann með eigin augum í þessu sérsaka hlutverki er ekki síður merkilegt en það sem hann sýnir. Áhöld eru uppi um hvort er merkilegra, landið sem verður sökkt eða Ómar. Það er merkilegt að ganga um væntanlegan botn á uppistöðulóninu. Vissu- lega fer þar fallegt land undir vatn, land sem alltof fáir hafa séð, snert eða fundið ilminn af. Einstaklingurinn verður lítill og máttvana í hugsunum sínum þegar hugsaði er til þess sem framundan er. Barátta þeirra sem hafa barist gegn Kárahnjúkavirkjun er merkileg og hún mun sigra, ekki þó á Kárahnjúkum. Andstaðan verður eflaust til þess að hægar verður farið í nán- ustu framtíð. Það getur bara ekki verið sjálfsagður réttur núlifandi kynslóða að endurtaka hina tröllsegu framkvæmd við Kárahnjúka. Svar þjóðarinnar verður einfalt nei. Aftur að Ómari. Ekki er nokkur í vafa um ást hans á landinu. Ást hans á landinu hefur fangað hann svo mikið að hann fórnar flestu fyrir hugsjónina. Það er einstök upplifun að sjá og vita að hann heldur meira og minna til á há- lendinu, sefur þar í gömlum bílskrjóðum og er boðinn og búinn til að kynna fyrir okkur afleiðingar Kárahnjúkavirkjunnar. Ómar er ekki einn um að benda á stórtækar afleiðingar virkjunarinnar. Hann gerir það með kröftugri hætti en flestum öðrum er unnt að gera. Hitt er annað að stjórnmálamenn hafa ráðið ferðinni, þeir ákváðu Kárahnjúka- virkjun, en um leið og þetta er sagt er nokkuð víst að þeim mun ekki veitast eins létt að ráðast í annað eins. Barátta Ómars Ragnarssonar og fleiri sér til þess. Virkjunarsinnar keppast við andstæðinga við að kynna málstað sinn. Eftir að Landsvirkjun bauð ritstjórum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins og Seðlabankastjóra í sérstaka ferð að Kárahnjúkum sendi Ómar opið bréf og bauð nokkrum völdum einstaklingum í kynnisferð. Síðan hefur Lands- virkjun sent boð til þeirra sem ekki fóru í fyrri ferðina, en eru á gestalista Ómars. Landsvirkjun býður ekki allt, þeir sem þiggja verða að borga tutt- ugu þúsund krónur vegna kosntaðar við flug. Þess vegna þótti þeim sem þetta skrifar ekki annað við hæfi en borga Ómari það sama og Landsvirkjun verður greitt. Vonandi að aðrir geri það líka. Kynnisferðin er að frumkvæði Ómars.en má ekki vera alfarið á hans ábyrgð og á hans kostnað. Það er ekki sanngjarnt. Sigurjón M. Egilsson. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavfk Aöalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Dreifing: (slandspóstur VILTU SKJOL A VERÖNDINA? MARKISUR Vh'i AVt'. www.markisur.com Dalbraut 3,105 Reykjavík • Nánari upplýsingar í síma 567-7773 og 893-6337 um kvöld og helgar 14 I ÁLIT MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2006 blaðið Menntaráð klofið í tvennt Sem kunnugt er, hefur hin nýja minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í borginni reitt hátt til höggs og klofið ménntaráð í tvennt. Þessir sömu flokkar voru þráspurðir að því fyrir kosning- arnar í vor hvort eitthvað slíkt væri á döfinni, en þá var því neitað. Þeir gátu víst ekki séð það fyrir að staðan yrði þannig eftir kosningar að það yrði að búa til nýja stöðu formanns einhvers fagráðs fyrir einn fulltrúa Sjálfstæðismanna. Flaustursleg vinnubrögð Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar höfðu ekki fyrir því að færa rök fyrir þeirri ákvörðun sinni að kljúfa menntaráð í tvennt. Það komu eindregnar óskir um fag- leg rök fyrir ákvörðuninni, en þeim var ekki sinnt, heldur voru einhver rök tínd til eftirá um að það þyrfti að sinna yngstu börnunum í borg- inni vel. Reyndar var það helsta rök- semdin til skamms tíma að mennta- ráðið væri alltof fjölmennt og þess vegna væri æskilegt að skipta því upp. Þá má nefna hvernig staðið var að verki við umfjöllun um þessa mikilvægu ákvörðun. Búið var að til- kynna kjörnum fulltrúum í mennta- ráði að þeir þyrftu ekki að reikna með fundi fyrr en 21. ágúst, en síðan var boðaður fundur með tölvupósti með tveggja daga fyrirvara á föstu- degi fyrir Verslunarmannahelgi! Það er sagt að boðun fundarins hafi verið lögleg, en er ekki hæpið að ætlast til þess að fulltrúar í mennta- ráði lesi tölvupóstinn sinn og séu yfirhöfuð í tölvusambandi áþessum tíma, fyrst þeir áttu ekki að reikna með fundi? Óskir um frestun fundar voru einnig virtar að vettugi. Það er í hæsta máta óeðlilegt og afar ólýðræðislegt að afgreiða svona mik- ilvægt mál með þessum hætti. Margrét K. Sverrissdóttir Sameinað ráð reyndist vel Æskilegast er að byggja þróun skólastarfs á því sem gefur góða raun. Reynslan er ólygnust og það var almenn ánægja meðal fagstétta með sameinað mennta- og leikskóla- ráð enda nýttust þekking og reynsla beggja skólastiga mjög vel við stefnu- mótun í ráðinu. Ein mikilvægasta og jákvæðasta breytingin á liðnum árum er sú að leikskólar hafa þróast í fyrsta skóla- stigið og það er ákaflega mikilvægt að hafa samfellu og samvinnu í fyrirrúmi varðandi stefnumótun á mörkum skólastiga leik- og grunn- skóla. Það var líka á þeim hugmynda- fræðilega grunni sem sameinað menntaráð var sett á laggirnar á sínum tíma og við hljótum að krefj- ast svara við því hvaða hugmynda- fræði liggur að baki þeirri ákvörðun að slíta það sundur - ef hún er þá fýrir hendi. Við þurfum að sjá til- gang með þessum breytingum, ef einhver er. Fagstéttir hundsaðar Enn hefur ekki farið fram nein fag- leg umræða í menntaráði um þessa ákvörðun og álit fagstétta, kennara í leik- og grunnskólum, jafnt sem foreldra hefur verið hundsað. Leik- skólastjórar stóðu fyrir fjölmennum fundi í Ráðhúsinu fyrir skemmstu til að ræða þessi mál við kjörna full- trúa borgarbúa. Sá fundur var eig- inlega neyðarúrræði þessa faghóps til að reyna að koma skoðunum sínum á framfæri við þá sem völdin hafa. Enþarvarsemfyrr, talaðfyrir daufum eyrum og skilaboð valdhaf- anna voru þau að þetta yrði svona af því það væri þegar búið að ákveða það. Oghananú. Höfundur er varaborgarfulltrúi F-lista,frjálslyndra. Klippt & skorið Ekki eru allir vissir um það að útgáfa Nyhedsavisen í Oanmörku muni ganga jafnauðvelda og að var stefnt, ekki síst eftir að sumir hluthafar Dags- brúnar héldu að sér höndum, þannig að félagið mun aðeins eiga fimmtung í hinu nýja blaði. En ritstjórinn David Trads er hvergi banginn, hlær að samkeþpninni og lofar væntanlegum lesendum stórfenglegustu fjölmiðlabyltingu sem um getur. Áform hans, athugasemdir og djúpar hugsanir má lesa á bloggi, sem hann heldur úti á avisen.dk, en sá vefur á að verða helsti fréttavefur Danmerkur þegar fram líða stundir. En hann er þó ekki yfir það hafinn að leita ráða hjá tilvonandi lesendum og spyr: „Hvernig tryggi ég að avisen.dk (og þar með Nyhedsavisen) verði sá danskra fjölmiðla þar sem varnargarðar elítunnar verða rifnir niður og allar skoðanir eru jafngildar?" Pólitísk viðtöl Helga Seljan á NFS vekja jafnan athygli og það átti líka við um samtal, sem hann átti við þau Stein- grím J. Sigfússon, formann Vinstri hreyfing- arinnar - græns framboðs, og Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur, fornann Samfylkingarinnar, á mánu- dagskvöld. Uppleggið var hin hnífjafna staða Samfylking- arinnar og vinstrigrænna í nýlegri skoðanakönnun Gall- ups og klippari gladdist vitaskuld þegar þau Helgi og Ingibjörg Sólrún vitnuðu í dálkinn um að í stað turnanna tveggja væri nær að tala um parhúsið á vinstri vængnum. Það, sem þó vakti mesta athygli, voru vangaveltur um kosningabandalag vinstriflokkanna. Þau Solla og Grímur vildu að vísu ekki játa að búið væri að mynda það, en staðfestu að þau hefðu rætt saman og að kosningabandalag væri athyglis- verður kostur. etta gagnkvæma daður mun hafa farið misvel í flokksmenn formannanna. Grasrót vinstrigrænna telur fráleitt að ræða við endurskoðunarsinnana í Samfylking- unni, ekki síst eftirað Ingibjörg Sólrún gaf til kynna að stóriðjustefna flokksins yrði grafin í kyrrþey og upp yrði vakin náttúruverndar- stefna, sem vinstrigrænir telja hreina hræsni. Innan Samfylkingar- innar voru menn engu hressari með þetta tal og mun verulegur kurr i þingflokknum. Varafor- maður flokksins, Ágúst Ólafur Ágústsson, mun hafa verið ómyrkur í máli um afstöðu sína til slfks hjals í upphafi kosningavertíðar. andres.magnusson@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.