blaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 13

blaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 13
blaðið MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2006 FRÉTTIR I 13 Grikkland: Þýskur maður drukknaði mbl.is Þýskur ferðamaður lést er hann reynda að flýja eldhaf sem myndaðist þegar skógareldar brutust út á Halkidiki skaga, vin- sælum ferðamannastað i Grikk- landi, samkvæmt upplýsingum frá stjórnvöldum. Maðurinn, sem var 41 árs, drukknaði á ströndinni þegar hann reyndi að komast um borð í lítinn bát til þess að flýja skógareldana. Kona mannsins og ungt barn hans voru um borð í bátnum. Hundruð slökkviliðsmanna og björgunarsveitarmanna berjast við skógareldana sem hafa logað frá því í fyrradag. Hafa bæði íbúar á svæðinu og ferðamenn þurft að flýja vegna eldsins sem er ískyggilega nálægt byggð. Meðal þeirra sem hafa flúið svæðið eru norrænir ferðamenn á vegum dönsku ferðaskrifstof- unnar Apollo, að því er fram kemur í Berlingse Tidende. Þar kemur fram að ferðamennirnir, tólf Danir, fjörutíu og einn Norð- maður og nítján Svíar, voru í ferða- mannabæjunum Hanioti og Polyc- hrono í nágrenni Þessaloníki. Veðjað á krónuna: Danir ætla að græða mbl.is Lálands-sparisjóðurinn í Danmörku býður viðskipta- vinum sínum að leggi þeir fram 6.000 danskar krónur, jafnvirði 73 þúsund króna, láni sjóðurinn þeim 300 þúsund danskar krónur á móti í tvö og hálft ár og féð verði síðan notað til stöðutöku í íslensku krónunni og veðjað á að gengi krónunnar muni hækka. Á viðskiptavef Berlingske Tidende segir Preben Skytt, sölustjóri Sparekassen Lolland, að við- skiptavinurinn gæti tapað þeim sex þúsund krónum sem hann leggur fram og einnig vöxtum sem hann greiðir af láninu. Hins vegar gæti viðskiptavinurinn hagnast vel ef gengi íslensku krónunnar hækkar. Skytt segir, að þar á bæ telji menn víst að krónan muni hækka í ljósi þeirra yfirlýsinga, sem íslensk stjórnvöld hafi gefið að undanförnu. Veiðar: Gæsaveiði- tímabilið hafið Á siðasta sunnudag hófst gæsa- veiðitímabilið en samkvæmt Um- hverfisstofnun hafa að meðaltali verið veidar rúmlega 37 þúsund grágæsir hér á landi á ári. Umhverfisstofnun vill jafn- framt koma á framfæri að veiði- menn sýni varkárni við veiðar og skjóti ekki blesgæsir en þær eru friðaðar. Stofn blesgæsa hefur fækkað gríðarlega undanfarin ár og er nú um tuttugu þúsund fuglar. Útkall björgunarsveitar endaði illa: Tveir slösuðust við árekstur báta á sjó Eftir Höskuld Kára Schram hoskuldur@bladid.net Tveir slösuðust aðfaranótt þriðju- dags þegar Húnábjörg, björgunar- skip Slysavarnarfélagsins Lands- bjargar, rakst á línuveiðibát af gerðinni Viking 1135. Voru skipin um fimm sjómílur fyrir utan Skagaströnd þegar óhappið varð. Flytja þurfti báða mennina á sjúkrahúsið á Blöndu- ósi til aðhlynningar og var annar þeirra seinna sendur á sjúkrahúsið á Akureyri vegna meiðsla á mjöðm. Hinn hlaut minniháttar skurð á handlegg og var útskrifaður fljót- lega. Mennirnir voru báðir í áhöfn línuveiðibátsins. Að sögn Ólafar Snæhólm Baldurs- dóttur, upplýsingafulltrúa Lands- bjargar, eru tildrög slyssins óljós en bæði skipin skemmdust töluvert við áreksturinn. „Það fór sveit úr landi til að ná í línuveiðibátinn en Húna- björgin komst klakklaust í land. Ein- hver tími mun líða þangað til hún verður sjófær á ný.“ Húnabjörgin var á leið til hafnar þegar slysið varð eftir að hafa fyrr Húnabjörg, skip Slysavarnarfé- lagsins Landsbjargar Skemmdist eftir árekstur við iínuveiðibát. um nóttina leitað að báti sem saknað var frá Sauðarkróki. Fannst sá bátur rétt eftir miðnætti um 45 sjómílur af Horni. Einn maður var um borð en honum hafði láðst að tilkynna sig til vaktstöðvar siglinga. Bætt líðan með betra lofti Hreinsar loftið Eyðir lykt Drepur bakteríur Kröftug ryksöfnun. Ryðfrí stálblöð safna á sig ryki og öðrum óhreinindum í stað hefðbundins fílters. Öflugt jónastreymi. Gefur frá sér mínus hlaðnar jónir sem hjálpa til við að eyða bakteríum, ryki, mengun, veirum og frjódufti. Heldur herbergisloftinu hreinu og bætir heilsuna. Bakteríudrepandi útfjólublár lampi. Útfjólubláa Ijósið drepur ýmsa sýkla og bakteríur. Áhrifamikil lyktareyðing. Tækið eyðir lykt auðveldlega svo sem reykingalykt, matarlykt og fúkalykt. Ljóshvatasía. Ljóshvati er efni sem sýnir hvötunarviðbrögð þegar Ijós skín á það. Þessi sía eyðir lífrænum efnasamböndum eins og köfnunarefnisoxíði, úrgangsgasi, ýmsum bakteríum, vondri lykt o.s.frv. Þrjú skref. Hl, MED og LOW stillingar ogTurbo stilling fyrir mismunandi aðstæður. (Blá Ijós sýna stillingu). Caumljós. Ljós sýna hvort þrífa þarf fílterinn (stál blöðin) eða hvort tækið þarfnast annars viðhalds. Falleg og hentug hönnun. Tækið er afar vel hannað bæði með útlit og notagildi í huga. Orkusparandi hönnun. Vegna orkusparandi hönnunar notar tækið aðeins 28W á klst. ECC Skúlagötu 83 - Sími 5111001 www.ecc.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.