blaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 27
blaöið MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2006
35
Sorgmædd
Britney Spears getur ekki hugsað sér að skilja son sinn Sean Preston eftir hjá neinum og hún verður
mjög sorgmædd ef hún þarf að gera það. „Ég er búin að vera að taka upp undanfarið og hef verið með
margar mismunandi góðar barnapfur. Það er mjög þreytandi og ég er mjög sorgmædd," segír Britney en
hún á von á öðru barni sinu f næsta mánuði.
Námskeið í að skrifa Hollywood-handrit á Iceland Film Festival
Viltu læra að skrifa
Hollywoodhandrit?
Iceland Film Festival stendur fyrir
yfirgripsmiklu eins dags námskeiði
um undirstöðuatriði handritagerð-
ar, þar sem nemendur læra að þróa
söluhæfa hugmynd, móta persónur
og skrifa uppkast að handriti með
heilu tilbúnu atriði og hagnýtri sölu-
áætlun. Tveir starfandi Hollywood-
rithöfundar sjá um kennsluna og
segja að á námskeiðinu forðist
menn kjaftæðið sem kunni að vera
í kennslubókum um handritagerð
og einblíni á gagnlegar ráðlegging-
ar frá mönnum með reynslu svo
nemendur geti skrifað og selt góð
handrit.
Hollywoodstjörnur sem kenna
Garret hefur selt hugmyndir að
kvikmyndum til Dreamworks, Disn-
ey, Paramount, Sony, Universal
og Revolution kvikmynda-
veranna. Nýlega lauk
hann við hand-
rit að mynd-
inni Foreign
Exchange
fyrir MTV
F i 1 m s .
2004 var
hann einn
h ö f u n d a
m y n d -
arinnar
Deuce Bi-
galow: Eur-
opean Gigolo,
þar sem Rob
Schneider fór með
aðalhlutverk, en
það var Adam
Sandler sem
f r a m -
leiddi myndina. 2005 samdi David
gamansöngleikinn Do That To Me
One More Time fyrir Touchstone,
en Jack Black mun framleiða þá
mynd og fara með aðalhlutverkið.
David var einn höfunda myndanna
First Pet og Corky Romano fyrir
Disney og hefur skrifað handrit fyr-
ir leikstjórana Ivan Reitman, Tom
Shadyac og Peter Segal. David hef-
ur ennfremur skrifað og framleitt
sjónvarpsþætti og þáttaraðir fyrir
ABC, NBC, CBS, WB, UPN, Comedy
Central, Showtime og Fox.
Gregg Rossen útskrifaðist frá
kvikmynda- og sjónvarpsskóla
USC. Sumarið 2002 seldi hann
New Line Cinema handrit að gam-
anmyndinni Nascar Girl. 2003 var
handrit þeirra að gamanmyndinni
Guida selt til Revolution Studios
sem hefur Jennifer Lopez í huga
fyrir aðalhlutverkið. Tapestry En-
tertainment keypti handrit
þeirra að dansgrínmynd-
inni Save the Last Dirty
Flashdance for Footlo-
ose Billy Elliott. Gregg
og Brian vinna nú að
þættinum Model Fam-
ily með Jamie Kennedy
fyrir 20th Century Fox
Television, en þátturinn er
byggður á stuttmynd sem
þeir skrifuðu, leikstýrðu
og framleiddu. Nýlega voru
þeir voru meðal höfunda
Pixar's 20th Anniversary
Special fyrir ABC.
á námskeiðinu Garret erlög-
i Kaliforníu og útskrifaöist frá
Hann hefur starfað sgm aöalrit-
stjóri Nationai Lampoonj^ímaritsins.
Dvergakast í grínmynd Höfundur handritsins að Deuce Bigalow: European
Gigolo ætlaraö kenna Islendingum aö skrifa kvikmyndahandrit.
Tryggðu þér pláss
Námskeiðið mun fara fram
í ráðstefnusal á Hótel Nordica
sunnudaginn annan september frá
kl. 10:00 -17:00. Sala á námskeiðið
er hafin á www.midi.is og í síma
580-8020. Námskeiðsgjald er 9.900
krónur + miðagjald.
Aðstandendur þessa námskeiðs
segja mikinn feng í þvi enda hafi
það farið sigurför um heiminn en
meðal viðkomustaða þeirra auk
íslands er Svíþjóð, Bretland, Hon-
olulu og Ástralía, auk Kaliforníu,
Idaho, Texas, Arizona og fjölda
annarra fylkja í Bandaríkjunum.
Aðeins er pláss fyrir um 30 manns á
námskeiðinu hérlendis og er því um
að gera fyrir áhugasama að tryggja
sér pláss strax.
White selur villuna
Jack White, forsprakki The White Stripes, hefur ákveðið að selja lúx-
usvillu sína í Detroit í Bandaríkjunum. White hefur sett upp vefsíðu á
www.1731.seminole.com, þar sem hægt er að fara í sýndarskoðunarferð
um eignina.
Villan þykir týpísk fyrir stíl rokkarans með glæsilegum dramatísk-
um stiga, eikarparketi og rauðu og hvítu litarþema. Borðstofuna prýðir
handmálað veggfóður frá 1914 og Jack sjálfur málaði aðalbaðherbergið.
Villan getúr orðið þín fyrir tæpar 70 milljónir íslenskra króna.
Hawkins í meðferð
Hljómsveitin The Darkness vinnur nú að sinni þriðju plötu sem
koma á út snemma á næsta ári. Orðrómur um að útgáfa sveitarinnar,
Atlantic, hafi slitið samningi sínum við sveitina fór á kreik í síðustu
viku, en ástæðan átti að vera áfengismeðferð Justins Hawkins, söngv-
ara sveitarinnar. Ekkert er til í sögusögnunum samkvæmt vefsíðu sveit-
arinnar.
„Eins og allir hafa komist að er Justin kominn í meðferð," segir í til-
kynningu sveitarinnar. „Við viljum ítreka að þetta þýðir ekki að hljóm-
sveitin sé hætt né að útgáfan hafi sagt upp samningi sínum við sveit-
ina. Þvert á móti er hljómsveitin spennt fyrir útgáfu þriðju plötunnar á
næsta ári. Justin líður betur þessa dagana. Strax og hann kemur heim
förum við í hljóðver og tökum upp nýja plötu.“
Hann sparkaöi í andlitið
á mér Roberto Lebron, sem
er 19 ára unglingskrákur, vill meina
að rapparinn 3usta Rhymes hafi
sparkaði í andlitið á sér eftir að
hann hrækti óvart á bíl sem Rhymes
á þegar hann var á gangi á Sixth
Avenue á Manhattan. Rapparinn er
hefur nú verið kærður fyrir árásina
en hann Roberto greindi nákvæm-
lega frá atburðarásinni við blaðið
New York Post. „Félagi, hræktirðu
á bílinn minn?“ á Busta Rhymes að
hafa spurt. „Já, fyrirgefðu, ég ætlaði
ekki að gera það. Ég er mikill aðdá-
andi þinn,“ svarar unglingurinn. „Því
næst kýldi einhver af vinum hans
mig í andlitið. ég datt í götuna og þá
sparkaði Busta Rhymes í andlitið á
mér,“ segir Roberto
Lebron. Lögregl-
an handtók
Roberto Lebron
síðasta laugar-
dag en hann
fer fyrir
rétt þann
24. októ-
ber.
Osama bin Laden skot-
inn í Whitney! whitney
Houston hefur eignast nýjan aðdá-
anda en það er Osama bin Laden
en hann er líka eftirsóttasti glæpa-
maður í Bandaríkjunum. Fyrrum
kynlífsþræll bin Ladens, Kola Boof,
segir í nýrri bók sinni að bin Laden
sé gjörsamlega með Whitney á heil-
anum. I bókinni segir Kola Boof að
bin Laden hafi sagt sér að Whitney
sé fallegasta kona í heimi og hann
ætli einhvertíma að fara til Bandaríkj-
anna og reyna að fá að hitta hana,
þó að hann líti svo á að tónlist sé
vond og hann þoli ekki tónlistina
hennar. Kola segir líka að Osama
vilji gefa Whitney endalaust mikið
af gjöfum og flytja hana með sér
austur. Það er nú ekkert sérstaklega
líklegt að Whitney Houston skelli
sér með honum og það væri heldur
ekkert auðvelt fyrir
Osama bin La-
Ég er dópisti rom chapiín
söngvari hljómsveitarinnar Keane,
sem hefur verið að gera það gott
undanfariö, hefur játað það að hann
sé alkóhólisti, að hann sé háður
kókaíni og að það sé aðalástæðan
fyrir því að hljómsveitin hafi hætt
við fjölmarga tónleika á víð og dreif
í Evrópu. Hljómsveitin hætti við
tónleika á Spáni, (Skotlandi og á
Irlandi aðdáendum til mikils ama.
Söngvarinn ætlar hins vegar að gera
eitthvað í sínum málum og fara í
meðferð. „Ég viðurkenndi það sjálfur
fyrir meðferðafulltrúanum að ég á
við vandamál að stríða og ég þarf
aðstoð við alkóhólismann og fíkni-
efnavandamál mín. Ég hlakka til að
taka sjálfan mig í gegn og byrja
að spila aftur sem
fyrst,“ segir Tom
Chaplin.