blaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 29

blaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 29
blaðið MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2006 37 Afmælisborn dagsms KEITH MOON TROMMARI, 1947 LOUIS XVI FRANSKUR KONUNGUR, 1754 GENE KELLY LEIKARI, 1912 kolbrun@bladid.net Verk eftir Rúrí. Mega vott Laugardaginn 2. september klukkan 15:00 opnar sýningin Mega vott í Hafnarborg, í Hafn- arfirði Sýningin Mega vott í Hafnar- borg teflir fram fimm listakonum, fjórum ís- lenskum og einni banda- rískri, sem allar hafa í verkum sínum tekið þátt í þeirri umbreytingu sem orðið hefur á högg- Verk eftir myndlistinni Ragnhildi undanfarið, Stefánsdóttir. ekki síst í meðförum listakvenna. Þetta eru þær Anna Eyjólfsdóttir, Ragnhildur Stefánsdóttir, Rúrí, Þórdís Alda Sigurðardóttir og Jessica Stockholder. (tilefni sýningarinnar kemur út vegleg bók með nýjum og eldri verkum allra listamannanna og greinum eftir Hörpu Þórsdóttur listfræðing, Jón Proppé ganrýn- anda og Sigríði Þorgeirsdóttur listfræðing. Á opnun sýningarinnar verður fluttur ör-gjörningur og í vikunni eftir opnun munu íslensku lista- mennirnir flytja nýjan gjörning eftir Rúrí. Sýningunni lýkur 2. október. Pólitísk spennusaga Bokaútgáfan Jentas hefur sent frá sér í kilju pólitísku spennusög- una Sá sem valdið hefur eftir Robert Dugoni. Svo virðist sem trún- aðarmaður Bandaríkja- forseta hafi framið sjálfsmorð en Hvíta húsið hindrar rannsókn málsins. Lögreglumaðurinn David Slo- ane og rannsóknarlögreglumað- urinn Tom Molia flækjast í þetta dularfullamál. Höfundurinn Robert Dugoni á að baki nær tveggja áratuga feril sem lögfræðingur. ýninc aS Vnd Ví AND-LIT Valgerðar Valgerður Bergsdóttirvirðir virðir fyrir sér teikningar móður sinnar Margar þeirra koma nú fyrir sjónir almennings ífyrsta sinn. Gerðasafni stendur yfir sýning á teikningum eftir Valgerði Briem. Valgerður, sem lést árið 2002, var áberandi sem kenn- ari en hélt afar sjaldan sýning- ar á verkum sinum og mörg þeirra koma nú fyrir sjónir almennings í fyrsta sinn. „Guðbjörg Kristjánsdóttir í Gerða- safni hafði spurt mig um myndir móður minnar. f fyrrasumar mynd- aði ég öll verk hennar sem ég geymi og fór með til Guðbjargar. Ikjölfar þess bauð hún sýningu,“ segir Val- gerður Bergsdóttir, dóttir Valgerðar Briem. „Sýningin er umfangsmikil en þó eru til fleiri verk en þar eru sýnd. Á sýningunni eru helstu myndir móður minnar, eins og and- litsmyndirnar And-LIT sem hún sýndi á Kjarvalsstöðum árið 1980. Myndirnar fengu veglegan sess á sýningunni og vöktu gríðarlega at- hygli. Þessi stóru myndgerðu andlit sem eru á sýninguni voru aðallega unnin á árunum 1967-70 en elsta myndin er frá árinu 1956. Tjáning- arrík andlitin endurspegla sjálfsagt hennar tilfinningu og sýn á per- sónuleikann. í vestursalnum í Gerðasafni eru síðan myndir sem mjög fáir hafa séð. Þær fjalla um ytra og innra landslag. Þetta er áferð sem mætir auganu, næstum eins og fjallshlíð eða frostbrot í polli eða lækjarfar- vegur. Einnig eru á sýningunni smá- myndir sem eru unnar frá sjöunda til níunda áratugarins, seinasta myndin frá 1985“ Mikilhæfur kennari Valgerður Briem kenndi mynd- list í nær fimm áratugi og var afar ástsæll kennari. „Hún var tvítug þegar hún byrjar að kenna börn- um,“ segir Valgerður. „Auk þess að vera næmur listamaður þá var hún næm á mannleg samskipti. Það er enginn vafi á því að hún var mikilhæfur kennari sem gat miðl- að miklu og var einnig ákaflega skapandi eins og allir góðir kenn- arar eru, þeir geta ekki miðlað nema hafa einhvern brunn sjálfir. Nemendur hennar fóru um hana lofsyrðum. Henni var ekki sama hvernig nemandinn stóð sig . Ef hann sýndi áhugaleysi þá vakti hún áhuga.“ Mótandi bakgrunnur „Móðir mín sagði í viðtalið við Les- bók Morgunblaðsins: „Mér verður líf úr því sem hendur mínar skapa.“ Hún var mótuð af bakgrunni sín- um. Hún ólst upp í sveit, var prests- dóttir. Það var mikill gestagangur á heimilinu og faðirinn var í því hlut- verki að sinna þeim og hugga þá sem áttu um sárt að binda eftir ást- vinamissi. Þegar hún var átta ára görnul missti hún móður sina úr berklum. Systurnar voru fimm, ein þeirra dó nokkurra mánaða gömull. Allar fundu systurnar sér starf sem sneri að því manneskjulega. Móðir mín varð kennari og listakona, ein systirinn varð handavinnukennari, önnur gerðist fyrsti kvenarkitekt- inn og sú fjórða varð uppeldisfræð- ingur. Þær urðu fyrir áhrifum af því menntaheimili sem þær ólustu upp á þar sem tengdist saman lífi og dauði og ekki var farið í mann- greinarálit. Það sem fylgdi móður minni alla tíð var jákvæð afstaða til mannverunnar og mikilvægi þess að vera sjálfstæður." Valgerður Briem Valgerður Briem fæddist árið 1914 og lést árið 2002. Árin 1945 til 1947 dvaldi hún við myndlist- arnám i Stokkhólmi. Þegar heim var komið var Valgerður ráðin kennari við Myndlista- og handíða- skóla íslands og gegndi þeirri stöðu til ársins 1972. Eftir hana liggja hundruð teikninga; fjölbreyttar og magnaðar myndasyrpur þar sem teiknistíllinn ræðst af viðfangsefninu fremur en tískustefnum. Margir af nemendum Valgerðar eru nú meðal fremstu og þekktustu myndlistarmanna þjóðar- innar. Þannig segir Erró í dagbók sinni frá 1951: „V.B. er nú í fyrsta skipti. Það er eins og maður hafi sofið í vetur, og vakni við að öskrað sé (eyra manns: „Farðu að vinna.‘‘.“ Síðar sagði Erró að engin kennsla hefði haft jafnmikil áhrif á hann. Andlit í sorg og gleði An3lit eru hliðstæð við sumt annað í náttúrunnar ríki: þar er óendanleg tilbreyting. Sama andlit er ekki einu sinni eins frá degi til dags, ári til árs. Hugsaðu þér muninn á andliti ( sorg og gleði; innilokun annars vegar og geislandi gleði hinna félgslyndu, sem verða að gefa öðrum hlutdeild í gleði sinni. Mér er samt ómögulegt að hafa áhuga á þessu hefðbundna portret- málverki eins og það gerist þó það geti verið gott út af fyrir sig. Hugsaðu þér þessa kontóra og fundarsali með röðum af dauðum myndum af dauðum köllum. AND-LIT, um 1967-70 Valgerður Briem í viðtali við Gisla Sigurðsson árið 1980 menningarmolinn Hjartaknúsari Baggalútur á Hótel Örk Hin rómaða Köntrísveit Bagga- lúts heldur dansvænlega síð- sumarköntríhljómleika á Hótel Örk í Hveragerði föstudaginn 25. ágúst næstkomandi í tilefni Blómstrandi daga. Á efniskrá hljómleikanna verða valin tónverk af hljómplötunni Pabbi þarf að vinna auk nýrri verka af glænýrri plötu sveitarinnar sem ber heitið Aparnir í Eden. Tón- leikarnir hefjast kl. 22 . Á þessum degi árið 1926 lést kvikmyndaleikarinn Rudolph Valentino, 31 árs að aldri. Dauði hans olli uppnámi í Bandaríkjun- um og einhverjir aðdáendur hans fyrirfóru sér. Jarðarför hans hlaut gríðarlega fjölmiðlaathygli og ■ hann var kvaddur eins og ástsæll þjóðarleiðtogi. Valentino vakti fyrst athygli sem kvikmyndaleikari árið 1921 í The Four Horsemen of the Apoc- alypse þar sem hann dansaði eftir- minnilegan tangó. Frægð hans fór ört vaxandi með myndum eins og The Sheik, Blood and Sand og The Eagle. Valentino var fyrsti karlkyns- leikarinn sem varð kyntákn og var kallaður „elskhuginn mikli“. Hann mun þó ekki hafa risið und- ir þvi nafni í einkalífinu. Eftir tvö deyr misheppnuð hjónabönd átti hann í ástarsambandi við pólsku leikkon- una Polu Negri. Þegar hann lést skyndilega vegna sýkingar í kjöl- far magasárs brá Negri sér í hlut- verk hinnar syrgjandi ekkju og að beiðni ljósmyndara féll hún marg- oft í öngvit áður en útför leikarans fór fram, meðan á henni stóð og eft- ir hana. Þetta þótti mesti ofleikur leikkonunnar á ferlinum. m j

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.