blaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 24

blaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 24
32 MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2006 blaðið matur@bladid.n Þunglyndi í megrun „Það er kannski ekki nema von að stundum sé erfitt að halda út í megrun. Rannsóknir sýna að megrunarkúrar þar sem lítillar fitu er neytt getur gert viðkomandi þunglyndan. Það er þvi um að en borða minna.' Góður matur er lykilatriði S! B Þegar góða veislu gjöra skal! Náttúruleg Skurðbretti verða fljótt drullug enda eru þau jafnan mikið notuð. Það er hins vegar til auðveld og náttúrleg leiö til að þrífa þau. Hreint skuröbretti Það getur verið erfitt að þrífa við- arskurðbretti enda virðist allt fest- ast á þeim. Það er hins vegar óþarfi að henda brettinu þar sem það er til auðveld og náttúruleg leið til að þrífa skurðbretti. Það eina sem til þarf er handfylli af salti og hálf sí- tróna. Dreifið salti yfir brettið, það má vera fínt eða gróft salt, og nudd- ið brettið með sítrónunni. Endurtak- ið ef nauðsyn krefur. Saltið virkar sem nokkurs konar fægiefni á með- an sítrónan leysir upp olíu. IÞað er gaman að skreyta i veislum og ekki er verra ef drykkjarföng in eru skreytt líka, sérstak- lega ef skreytingin er risastórir ísmolar með sítrónu. Skerið sítrónu eða appelsínu í þunnar sneiðar og setjið sneiðarnar smákökuform. Setjið vatn í kökuformið þar til það nær upp að miðju formsins og frystið það. Eftir sólar- hring verða flottir klakar tilbúnir í bolluskálina 2Það er mjög skemmtilegt að bjóða upp á kokkteil, áfengan eða óáfengan, um leið og gestirnir mæta. Það ýtir undir stemninguna auk þess sem það er sérstaklega skemmtilegt að skreyta kokkteilana. Ef það er ákveðið þema í veislunni þá getur kokkteilinn verið í stil. Munið bara að leyfa sköpunargleðinni að njóta sín. 3Þegar haldnar eru stórar veislur þar sem boðið er upp á ýmis drykkjarföng skortir oft pláss til að kæla drykkina. Það kem- ur ótrúlega vel út að fylla baðkarið af klökum og setja bjór, gosdrykki eða önnur drykkj- a r f ö n g þar ofan í. Það þarf r e y n d a r ansi mikið af klökum ofan í heilt baðkar en oft er hægt að fá ís hjá frystihúsum eða fiskvinnsl- um. Svo má skreyta ísinn með kertum, litum eða öðru. Gott og gaman Það er að mörgu að huga þegar haldin er veisla en maturinn skiptir miklu enda hluti af vellíðan gesta. 4Grafðu gamla fondue- pottinn úr skápnum eða kauptu nýjan. Súkku- laði-fondue er sætur biti sem tryllir lýðinn. Skerið niður jarðarber, banana, vinber og aðra ljúffenga ávexti sem má svo dýfa ofan í heitt súkkulaðið. Það er líka hægt að bræða ost ofan í fondue- pottinum og hafa alls kyns brauð til að dýfa ofan í. Bæði er þetta góm- sætt og skemmtilegt. 5Góðar ídýfur eru frábærar í veislur, þar sem hægt er að nota þær með bæði grænmeti og snakki. I stað þess að treysta allt- af á tilbúnar ídýfur hví ekki að búa þær til. Heimatil- búnar ídýfur eru bragðbetri og fólk fær ekki leið á þeim auk þess sem auðvelt er að búa þær til. Púrrulauksí- dýfan góða er tilvalin enda góðgæti sem flestir þekkja. Hrærið saman sýrðum rjóma og poka af púrrulauks- súpu, smakkið ídýfuna til. 6Það er ótrúlega lokkandi að hafa ólífur í skál á borðum og tannstöngla með. Ólífur eru venju- lega ekki taldar vera hinn fullkomni veislumatur en það er alrangt. Ólífur í skál vekja jafnan mikla lukku í veislum og skálin tæmist jafnóðum. 70stapinnar eru alltaf góð- ir en eini gallinn er að það getur tekið óratíma að búa þá til. Hví ekki að kalla fjölskylduna saman eitt kvöldið og dunda sér við að búa til ostapinna undir ljúfri tónlist og skemmtilegum samræðum. Ef það er ekki möguleiki er alltaf hægt að láta gestina búa til sína eigin pinna með því að hafa hráefnið á borðinu. Setjið ostabita, perlulauk, ananas, ólífur og fleira í skálar og hafið tannstöngla hjá. Fljótlegt, þægilegt en umfram allt ljúffengt. 8Það er staðreynd að fólk borðar með augunum þannig að það skiptir miklu máli að maturinn sé fallegur. Skreytið borðið sem maturinn verð- ur á og hafið allt um- hverfi snyrtilegt. Berið matinn fram á falleg- um diskum og ekki er verra ef hann er skreytt- ur örlítið. Hafið í huga að hafa mat- inn marg- litaðan enda kemur það miklu betur út. Sléttur dúkur Það er alltaf gaman að bjóða góð- um gestum í matarboð en dúkurinn á matarborðinu getur pirrað gest- gjafana. Það virðist ekki skipta máli hve oft dúkar eru straujaðir, þeir eru alltaf krumpaðir á einhverjum stöðum. Leggðu dúkinn á borðið kvöldið áður en partýið er og pass- aðu að hafa handklæði eða efni und- ir. Svo er gott að úða dúkinn með vatni og daginn eftir er dúkurinn sléttur eins og barnsrass. Sléttur og faliegur Með smá vatni er hægt að slétta dúk þannig að hann verði fallegur á þorðinu. jonin gjafavöruí Sc húsgögn BORÐ FYRIR TVO Hitaeiningalitlir og hollir tómatar Það er fátt sem þarf að gera í eld- húsinu þegar tómatar eru notaður. Einir og sér eru þeir yndislegir, með öðru eru þeir guðdómlegir. Það er sáraeinfalt að búa til sadat ef það eru til nokkrir tómatar í ís- skápnum. Allt og sumt sem þarf að gera er að setja niðurskorna tómata í skál, örlitla ólífuolíu, sjávarsalt, mozzarella-ost, lárperu og ferskan basil. Þá er eitt besta salat ítaliu til- búið. Þótt tómatar séu orðnir gaml- ir er samt sem áður hægt að nota þá í súpur og sósur. Það er samt miklu meira varið í tómata heldur en bara fallegt útlit og frábært bragð. I tómötum er nánast engin fita eða kólesteról. Þeir eru mjög hitaein- ingalitlir, það er jafnan einungis um 10-15 kaloríur í miðlungsstærð af tómati og þeir eru pakkfullir af A, C og E vítamínum. Komið í veg fyrir krabbamein Tómatar eru ekki einungis bragðgóð- ir heldur eru þeir lika hollir. Þeir eru fullir af vítamínum, hitaeiningalitlir og talið er að þeir geti minnkað hætt- una á krabbaameini. Kraftaverkatómatur Tómatar hafa verið líktir við kraftaverk vegna þess að nátturu- legt litarefni tómatsins er talið geta minnkað hættuna á krabbamein og öðrum alvarlegum sjúkdómum. Samkvæmt prófessor við rannsókn- arstofu krabbameina í Bretlandi eru mjög áreiðanlegar sannanir fyr- ir þvi að tómatar geti varið líkam- ann fyrir sjúkdómum. Sum næring- arefni tapast þegar tómatarnir eru eldaðir en það er álitið að litarefnið aukist, sérstaklega ef tómatarnir eru eldaðir í ólífuolíu. Það eru til ótal afbrigði af tómötum og má þar telja til kirsuberjatómata, plómu- tómata og konfekttómata. Það er best að kaupa vel lyktandi tómata, ef þeir lykta ekki þá er líklegt að bragðið sé heldur dauft. Flestir geyma tómata í ísskáp en það getur komið niður á bragðinu. Best er að geyma tómata við stofuhita. Ný og stærri verslun - Skemmuvegi 6 (blá gata)- Sími 568-2221

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.