blaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2006 blaðiö
Engm endurkoma fyrirhuguð
Gareth Southgate, stjóri Middlesbrough, segist ekki vera á þeim buxunum
að taka aftur fram skóna. Boro tapaði 3-2 fyrir Reading síðasta laugardag
og var vörn liðsins afar brothætt. Southgate, sem lék um árabil i vörn
enska landsiiðsins, segist hins vegar ekki ætla að skipta sjálfum sér inn á
nema í algjöru neyðartilfelli.
ithrottir@bladid.net
Skeytm mn
«35
pHK>
Horð barátta Hrafn Daviosson í
leik gegn Fylksimönnum í sumar
Mynd/Kriíllnn
Andre Oijer, varnarmaður
PSV Eindhoven og hol-
lenska landsliðsins, er við
það að ganga til liðs við Black-
burn. Enska liðið hefur verið
á eftir Ooijer í allt sumar og
segist stjórinn Mark Hughes hafa
hækkað tilboð sitt margsinnis.
„Þetta er búið að taka lengri tíma
en til stóð en ég vonast til að þetta
fari eins og við viljum. Málið er
nú í höndum PS V en ég vonast
til að það gerist eitthvað næsta
sólarhringinn," sagði Hughes í
gær. „Við þurfum
að styrkja vörnina
okkar og höfum
verið að svipast
um eftir leik-
mönnum. Ooijer
hefur mikla
reynslu og hefur
leikið á meðal
þeirra bestu. Það
yrði frábært
að fá hann til
okkar.“
Stuart Pearce, stjóri Manc-
hester City, segir að kollegi
sinn hjá Portsmouth, Harry
Redknapp, hafi verið stálheppinn
að fá til sín varnarmanninn Sol
Campbell í sumar. Arsenal vildi
ekki halda Campbell eftir að
samningur hans rann út i vor og
Steve McClaren valdi hann ekki
í fyrsta landsliðshóp sinn. Áttu
því einhverjir von á að ferill hans
sem varnarmaður í fremstu röð
væri að liða undir lok. Pearce er
hins vegar á öðru máli. „Koma
Campbells til Portsmouth gæti
orðið mesti fengur tímabilsins í
ensku úrvalsdeildinni. Sol
var frábær í leiknum á
laugardaginn. Hann
hefur allt sem hægt er
að óska sér í varnar-
manni og á eftir
að gera frábæra
hluti fyrir Port-
smouth,“ sagði
Pearce.
Markvörðurinn Hrafn Davíðsson er farinn til Bandaríkjanna í nám:
Höfum áður séð það svart
■ „Getum vel haldið okkur uppi“ ■ Ekki búið að finna staðgengil í markið
Karl-Heinz Rummenigge,
stjórnarformaður Bayern
Miinchen, hefur hótað
að kæra Manchester United til
Alþjóðaknattspyrnusambandsins
vegna tilrauna þeirra til að fá
Owen Hargreaves til liðsins. „Við
höfum sagt Manchester United
að hætta að reyna að freista
Hargreaves. Félag má ræða við
leikmann ef félagið hans hefur
gefið leyfi til þess. United hefur
ekki fengið leyfi. Við erum ekki
eins og Hamburg sem ákváðu að
selja Khalid Boulahrouz um leið
og þeir fengu tilboð. Við erum
Bayern Munchen og /ið gefum
ekki eftir fyrir neinn,“ sagði Rum-
menigge kolbrjálaður. Hargreaves,
sem er 25 ára, hefur lýst því yfir
að hann vilji fara til Rauðu
djöflanna, í
mildlli
óþökk
stjórnar- __
manna
þýsku
meistar-
anna. /
Eftir Björn Braga Arnarsson
bjorn@bladid.net
Hrafn Davíðsson, markvörður
ÍBV og U-21 landsliðsins, hélt til
Bandaríkjanna í gær en hann er að
hefja nám við Boston-háskóla á knatt-
spyrnustyrk. Eyjamenn, sem sitja á
botni Landsbankadeildarinnar, leita
nú logandi ljósi að arftaka Árbæings-
ins sem hefur staðið vaktina undan-
farin tvö sumur. Hrafni hefur líkað
lífið í Vestmannaeyjum vel og segir
erfitt að skilja við liðsfélagana í botn-
baráttunni, en bíður nýrra ævintýra
fullur tilhlökkunar.
Geta haldið sér uppi
„Það er erfitt að yfirgefa liðið. Auð-
vitað hefði maður viljað klára tima-
bilið og vera með þeim í baráttunni,“
segir Hrafn en er ekki á því að öll nótt
sé úti hjá sínum mönnum. ÍBV hefur
oft áður verið vart hugað líf í efstu
deild en náð að bjarga sér fyrir horn á
síðustu stundu og segist markvörður-
inn ungi fullviss um að liðið hafi það
sem til þarf til að endurtaka það.
>,Við höfum nú áður séð það slæmt.
Á sama tíma á síðasta ári vorum við
ekki í mikið betri málum en núna,
en náðum að rífa okkur upp úr
lægðinni og halda okkur uppi. Við
lurfum að vinna allavega tvo af
ieim fjórum leikjum sem eftir eru
til að halda okkur uppi og þó að erf-
iðar viðureignir séu framundan er
það vel mögulegt,“ segir Hrafn og er
á því að Eyjaliðið eigi mikið inni.
„Eins og sést á töflunni hefur þetta
ekki verið gott hjá okkur í sumar en
það var frábært að liðið náði að rífa
sig upp í síðasta leik eftir að hafa
tapað tveimur leikjum í röð 5-0. Það
var mikil framför og það þarf að
halda áfram þeirri spilamennsku,"
segir Hrafn. ÍBV vann þá góðan 2-1
sigur á Grindvíkingum eftir að hafa
tapað fjórum undanförnum leikjum
og fengið á sig 15 mörk í þeim.
Ólíklegt að Birkir taki við
Miklar vangaveltur hafa verið um
hver verði arftaki Hrafns en vara-
markvörðurinn, Guðjón Magnús-
son, hefur aldrei leikið í efstu deild.
Hrafn segir að ekkert sé enn komið á
hreint með það hver taki stöðu hans.
„Varamarkmaðurinn er þokkalegur
en óreyndur og menn eru kannski
óöruggir ef þeir hafa ekkert spilað.
En menn þurfa auðvitað að spila
til að fá reynslu og kannski að hans
tækifæri sé núna,“ segir Hrafn.
Birkir Kristinsson hefur einnig
verið nefndur til sögunnar og hefur
verið rætt um að hann muni koma
sínum gömlu liðsfélögum til hjálpar
og taka fram skóna að
nýju. Þær sögur fengu
svo byr undir báða
vængi þegar Birkir
mætti á æfingu hjá Eyjalið-
inu í sumar. Hrafn á hins vegar ekki
von á endurkomu gömlu kempunnar.
„Birkir mætti á æfingu fyrripart sum-
ars en ég held að það verði ekki af
því að hann fari aftur í markið. Eins
og staðan er núna þykir mér það alla-
vega mjög ólíklegt.“
Fyrsti leikurinn á föstudag
Hrafn er að fara að nema verk-
fræði en síðasta vetur lærði hann
eðlisfræði við Háskóla Islands. „Ég
kunni ekki alveg nógu vel við eðl-
isfræðina en ég fæ eitthvað af því
námi metið þarna úti. Ég verð ekki á
fullum skólastyrkfyrsta árið en eftir
það fer ég á fullan styrk,“ segir Hrafn.
Hjá Boston-háskóla hittir hann fyrir
Pétur Óskar Sigurðsson, sem lék
með ÍBV í fyrra, og Jón
Ragnar Jónsson úr
Þrótti. „Fyrsti alvöru
leikurinn er núna á
föstudag-
United á höttunum eftir Carlos Tevez:
Vill til Evrópu
Argentínski sóknarmaðurinn
Carlos Tevez hefur óskað eftir því
að verða seldur frá brasilíska liðinu
Corinthians. Tevez lenti í útistöðum
við þjálfara liðsins, Emerson Leao,
eftir að sá síðarnefndi tók af honum
fyrirliðabandið sökum þess að Te-
vez er ekki portúgölskumælandi. I
kjölfarið óskaði Tevez eftir að fá að
fara. Það er líklegt að ég hafi leikið
minn síðasta leik fyrir Corinthians.
Ég hefði viljað vera áfram en ég verð
að hugsa um hvað er best fyrir mig
og fjölskyldu mína,“ sagði Tevez. Um-
boðsmaður hans bætti svo við þessi
orð: „Carlos vill fara til Evrópu“
Alex Ferguson, stjóri Manc-
hester United, er mikill aðdáandi
kappans og þykir líklegt að hann
muni nú reyna að fá hann í sínar
raðir. Tevez er verðlagður á um 25
milljónir punda en talið er Rauðu
djöflanna bíði samkeppni frá Bay-
ern Munchen og AC Milan um
að tryggja sér þjónustu kappans.
Ferguson gæti hins vegar haft for-
skot á þýska og ítalska liðið því
Tevez hefur lýst því yfir að hann
sé mikill aðdáandi Manchester Un-
ited og einhverju sinni mætti hann
á blaðamannafund hjá Corinthians
íklæddur keppnistreyju liðsins.
mn, grann-
aslagur á móti
Boston College,
og þeir vildu fá
mig út fyrir hann,“
segir Hrafn og
kveðst ekki geta
beðið eftir því að
hitta sína nýju
liðsfélaga.
Fjölhæfur markaskorari Carlos Tevez íbaráttu við Hollendinginn Khalid Bo-
ulahrouz sem gekk til liðs við Chelsea á dögunum. Tevez átti frábæra frammi-
stöðu á HM og hefur verið sagður eitt mesta knattspyrnuefni Argentínu í dag.