blaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 9

blaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 9
blaðið MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2006 FRÉTTIR I 9 h Bretland: Ellefu dregnir fyrir dómstóla mbl.is Gríðarleg öryggisgæsla var við dómshúsið þar sem þeir ellefu sem hafa verið ákærðir fyrir hryðjuverka- áform mættu fyrir dómara í gær. Hópurinn er sakaður um að hafa ætlað að sprengja farþegavélar sem fljúga áttu frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Átta hafa verið úrskurðaðir að sæta gæsluvarð- haldi fram í september, en þeir eru sakaðir um morðsamsæri og að hafa lagt hryðjuverk á ráðin. Sírenuvæl ómaði um götur miðborgar Lundúna þegar lögreglubifreiðar rýmdu leiðina fyrir sendiferðabíla sem hinir grunuðu voru í. Blaðamenn röð- uðu sér upp við dómshúsið og þá var búið að reisa vegatálma til þess rýma fyrir umferð. Færeskt olíufélag: Tapar meiru en þaö vænti mbl.is Tap á rekstri færeyska olíufélagsins Atlantic Petrolium nam rúmum fjórum milljónum danskra króna, jafnvirði nærri 50 milljóna íslenskra króna, á öðrum ársfjórðungi og tæplega 6,4 milljónum danskra króna það sem af er árinu. í tilkynningu félagsins til Kauphallar Islands segir, að tap félagsins sé aðeins meira en gert var ráð fyrir. Hins vegar hafi markmið, sem sett voru fyrir fyrsta ársfjórðung, náðst. Fram kemur að ákveðið hafi verið að skrá bréf félagsins einnig í kaup- höllinni í Kaupmannahöfn. Flugumferðarstjórar: Kenna slæmu skipulagi um mbl.is Loftur jóhannsson, for- maður Félags íslenskra flugum- ferðarstjóra, segist standa við þau orð að slæmu skipulagi hafi verið um að kenna, þegar truflanir urðu á flugi á Keflavík- urflugvelli í fyrradag. í tilkynningu frá Flugmála- stjórn í gær sagði að af fjórum flugumferðarstjórum, sem áttu vakt klukkan sjö í gærmorgun hafi þrír boðað veikindi. AUs hafi fjórir áf fjórtán flugumferð- arstjórum verið veikir þennan dag og ekki hafi tekist að manna vaktir þeirra þó hringt hafi verið í nítján flugumferðarstjóra. Loftur segir að f vaktaskrá, sem gefið var út fyrir nokkrum vikum, hafi fjórir flugumferðar- stjórar átt að vera á vakt klukkan sjö í gærmorgun. Einn þeirra hafi verið frá í nokkurn tíma vegna veikinda og þvf hafi verið ljóst að hann myndi ekki mæta og vitað hafi verið daginn áður að annar myndi ekki koma til vinnu vegna veikinda án þess að reynt hefði verið að útvega aðra í staðinn. Sá þriðji hafi síðan boðað forföll klukkan sex í gærmorgun. Álver í Reyðarfiröi: Tölur Alcoa nánast merkingarlausar Eftir Atla ísleifsson atlii@bladid.net „TölurupplýsingafulltrúaAlcoa-Fjarða- áls um að landsframleiðla aukist um 1,5 prósent með tilkomu álvers í Reyð- arfirði eru nánast merkingarlausar," segir Þórólfur Matthíasson, pró- fessor í Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Islands. „Vilji menn meta áhrif álvers á framtíðartekjuráðstöf- unarmöguleika íslendinga verður að líta til áhrifa á þjóðarframleiðslu, en Líta verður til áhrifa á þjóöar- framleiölu Þórólfur Matthiasson, prófessor þau eru afar lítil af völdum þessara framkvæmda.“ Þórólfur segir að þegar landsfram- leiðsla sé reiknuð séu greiðslur til eigenda framleiðslutækjanna teknar Dregur tölur í efa Arður af Alcoa-Fjarðaáli rennur til útlendinga, segir prófessor í Hl. með í reikninginn. „I tilfellum álver- anna vill svo til að eigendur alls fjár- magnsins eru útlendingar og skiptir því engu máli fyrir Islendinga. Erna talar um aukningu upp á einhverja tólf milljarða, en megnið af þeirri upp- hæð fer til eigenda Alcoa." Þórólfur segir skýrsluna sem Erna vitni í hafa verið samda fyrir Alcoa- Fjarðaál. „Skýrsluhöfundarnir eru heldur bjartsýnni varðandi langtíma- áhrifin en aðrir og telja skammtíma- áhrifin minni an aðrir hafa talið. Ákveðnar spurningar vakna þegar nið- urstöðurnar eru þessar þegar litið er til þess hver borgaði fyrir skýrsluna." SOKRATE5, PERIKLES, ARISTOTELES, SÓFÓKLES... ENDAR ALLTÁLES ÞANN 15. 5EPTEMBER NK. VERÐA DRE6NIR ÚT10 HEPPNIR KB NÁMSMENN SEM FÁ 20.000 KR. BÓKASTYRK HVER. SÆKTU UM A WWW.KBNAMSMENN.IS

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.