blaðið


blaðið - 24.10.2006, Qupperneq 2

blaðið - 24.10.2006, Qupperneq 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2006 blaöið VEÐRIÐ í DAG Kalt Norðaustan 10 til 15 metrar á sekúndu norðantil en hægara sunnantil. Snjókoma norðaustantil og él sunnanlands. Allt að fimm stiga frost. Á MORGUN Bjartviðri Norðan- og norðaustanátt. Snjókoma og slydda víðast nema suðvestanlands. Frost á bilinu 0 til 6 stig. VÍÐAUMHEIM 1 Algarve .22 Amsterdam 13 Barcelona 23 Berlln 16 Chicago 0 Dublin 11 Frankfurt 14 Glasgow 10 Hamborg 15 Heisinki 10 Kaupmannahöfn 15 London 12 Madrid 16 Montreal 4 New York 7 Orlando 77 Osló 6 Palma 24 París 14 Stokkhólmur 11 Þórshöfn 4 MEÐLAGSGREIÐENDUR Mennirnir nauðguðu stúlkunni við Þjóðleikhúsið Tveir menn neyddu unga stúlku til kynferöismaka við Þjóðleikhúsið að morgni laugardagsins. ÍSKL- tuiuar þ* Mm vll|a KynfeiOlsatbrotamenn ganga lausir eftir helgina: Konu nauðgað í húsasundi ■ Haldið faatrt maftan hannl var nauðgað ■ Hrottatangln tráa ■ Blaðið fimmtudaginn 12. október hluti allra nauðgana er fram inn í heimahúsum og þá oftast af mönnum sem eru kunnugir fórnarlambinu. „Það er hugsanlegt að um svokallaða eft- irhermuhegðun sé að ræða,“ segir Helgi og bendir á að það sé al- gengaraíöðrumríkjum að menn lesi fréttir af þessum toga og framkvæmi svo sjálfir verknað- inn í kjöl farið. Að mati Ohugnanlegur glæpur Átján ára stúlku var nauðgað i Reykjavik. Nauðgunin mun likjast mikið verknaðinum sem framinn var fyrir tveimur vikum. Helga vekur athygli hversu stutt sé á milli árása. „Ekki er þó ólíklegt að sömu menn hafi verið að verki og í árásinni áður,“ segir Helgi og byggir það á því að verknaðarlýsingin er svipuð og svo eðli árásarinnar sem er óvenju fólskuleg. Hann segir að hefði ger- andinn verið einn að verki þá væri líklegra að um eftirhermuhegðun væri að ræða án þess að það megi útiloka hinn möguleikann „Það kæmi ekki á óvart ef gerendurnir í þessu máli ættu afbrotaferil að baki sem einkennist af of- beldi,“ segir Helgi. Að hans sögn munu frásagnir fórnarlamb- anna vonandi varpa ljósi á hvort um sömu menn sé að ræða eða hermiatferli ann- arra manna. Miklu skiptir að málin upp- lýsist sem fyrst að mati Helga. Báðar stúlk- urnar hafa kært málið en það er á frum- stigi rann- sóknar. Eins og fyrr segir ganga nauðg- ararnir lausir. Meðlagsgreiðendur, vinsam- legast gerið skil hið fyrsta og forðist vexti og kostnað Bílastæðasjóður: Geta greitt með kortum Hægt verður að greiða fyrir bílastæði í miðborg Reykja- víkur með úrvali skafmiða og greiðslukortum í upphafi næsta árs. Uppsetninf nýrra miða- mæla, sem eru þúnir lesurum fyrir kreditkoi t, hefst á næstu vikum. Með skafmiðunum geta viðskiptavinir keypt fyrirfram ákveðinn gildistíma við stöðu- mæli. Einnig verða í boði viku- og mánaðarkort sem gilda við stöðu- og miðamælastæði. Hafa á kortin sýnileg í mælaborði bifreiðar sem lagt er í gjaldskylt stæði. Eftir þessar breytingar þurfa ökukmenn ekki að treysta á að hafa klink til að greiða fyrir bílastæði undir bíla sína í miðborginni. Flugvallarstjórn: Kaupir glæra plastpoka Forsvarsmenn Gardemoen- flugvallar í Ósló hafa keypt hálfa milljón af gegnsæjum plastpokum. Þetta er gert til að geta mætt nýjum reglum Evrópusambandsins um að allt fljótandi efni skuli vera í gegn- sæjum plastpokum ætli farþegar að taka það með í handfarangri. Reglurnar taka gildi þann 6. nóvember, en þær voru settar þegar upp komst um áætlanir hryðjuverkamanna um að sprengja farþegavélar með sprengiefni í vökvaformi. For- svarsmenn Kastrup-flugvallar í Kaupmannahöfn hafa einnig keypt sama magn plastpoka. Erlendir ferðamenn: Fjölgar um tugi þúsunda Fyrstu níu mánuði ársins fóru rúmlega 325 þúsund erlendir ferðamenn um Leifsstöð en á sama tímabili í fyrra voru þeir 303 þúsund. Nemur aukningin 7,2 prósentum. Fjölgunin í september var 14,5 prósent, samkvæmt talningu Ferðamála- stofu í Leifsstöð. Flestir ferða- mannanna koma frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi og Danmörku. Ársæll Harðarson, forstöðu- maður markaðssviðs Ferðamála- stofu, segir ánægjulegt að sjá að aukningin í ár sé hlutfallslega meiri utan sumartíma en sumar- mánuðina. 1 september í ár hafi til dæmis komið fleiri ferða- menn en í júní fyrir tveimur árum. Er það í samræmi við stefnumótun um að lengja ferðamannatímabilið. Sauðárkrókur: Brákaði hálslið Piltur brákaðist á hálslið á Sauðárkróki aðfaranótt laugar- dags en hann mun vera kominn heim af spítala eftir að hafa gist sjúkrahús eina nótt. Pilturinn er ekki búinn að kæra en svo virðist sem annar maður hafi hrint honum með þeim afleiðingum að hann féll aftur fyrir sig af lágu grindverki og brákaði hálslið. Mennirnir voru staddir fyrir utan ball sem haldið var í íþróttahúsi þar í bæ. Honum var ekið umsvifa- laust á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri þar sem hann gisti eina nótt. Hann slapp betur en á horfðist samkvæmt vakthafandi Fær ekki að hitta frænda sinn: Svör fást í næsta mánuði Maðurinn sem vill meina að hann fái ekki að hitta móðurbróður sinn sem dvelur á dvalarheimilinu Garðvangi segist hafa fengið svar frá ráðamönnum á heimilinu þar sem sagt er að stjórnin muni ekki funda fyrr en í næsta mánuði. Þá fyrst verður ljóst hvort hann fái að hitta móðurbróður sinn. Maðurinn segist afar ósáttur við langan viðbragðstíma stjórn- arinnar en hann segist þurfa að fara af landi brott í byrjun desem- ber, eða eftir rúman mánuð. Enn hefur honum ekki verið gefin nein opinber ástæða fyrir því að hann fái ekki að hitta aldraðan frænda sinn. Engnn heimsóknarréttur Karl- maður sem ekki hefur fengið að heimsækja móðurbróður sinn þarf að bfða til næsta mánaðar eftir svörum dvalarheimilisstjórnar. Stúlku nauðgað á líkan hátt og fyrir tveimur vikum: Eftir Val Grettisson _____ valur@bladid.net Átján ára stúlku var nauðgað hrotta- lega fyrir utan Þjóðleikhúsið aðfara- nótt laugardags. Tveir menn réðust á hana þegar hún var þar á gangi og neyddu hana afsíðis þar sem henni var nauðgað. Samkvæmt Herði Jó- hannessyni, yfirlögregluþjóni hjá lögreglunni í Reykjavík, var nauðg- unin óhugnanlega lík þeirri sem framin var fyrir tveimur vikum. Þá neyddu tveir menn tvítuga stúlku inn í port á bak við Menntaskólann í Reykjavík. Þar hélt annar þeirra henni niðri á meðan hinn þröngv- aði henni til samræðis. Þeir menn eru ófundnir og hefur lögregla litla sem enga lýsingu á þeim. Stúlkan sem var nauðgað um helgina leitaði til Neyðarmóttöku nauðgana. Aðspurður segir Hörður að hann geti ekki staðfest að sömu menn hafi verið á ferð, til þess sé rannsóknin of skammt á veg komin. Stúlkan gat, líkt og sú fyrri, gefið afar takmarkaða lýsingu á mönn- unum, og mun enginn ákveðinn liggja undir grun eins og stendur. í síðara tilfellinu liggur ekki fyrir hvort báðir mennirnir nauðguðu stúlkunni eða annar þeirra. „Þetta er mjög óvanalegt á ís- landi,“ segir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur við Háskóla íslands, en nauðganir á berangri eru að hans sögn sjaldgæfar. Meiri- Hrottaleg nauðgun framin í Reykjavík ■ Átján ára stúlku nauðgaö við Þjóðleikhúsið ■ Mennirnir ófundnir

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.