blaðið - 24.10.2006, Side 13

blaðið - 24.10.2006, Side 13
blaóiö ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2006 13 Sífellt fleiri gagnrýna hvalveiðar: Tuttugu þúsund mótmæla Hvalveiðar í slendinga hafa vakið hörð viðbrögð víðsvegar um heim og hafa meðal annars ríkisstjórnir Ástralíu og Svíþjóðar gagnrýnt veiðarnar harðlega. Þá höfðu utan- ríkis- og sjávarútvegsráðuneytinu borist um 20 þúsund mótmælabréf í gegnum Netið um miðjan dag í gær. Að sögn Grétars M. Sigurðssonar, ráðuneytisstjóra hjá utanríkisráðu- neytinu, voru bréfin í flestum til- vikum ættuð frá Bretlandseyjum í stöðluðum formum. „Þetta virðist vera svona pakkapóstur sem ein- staklingar senda í gegnum vefsíður erlendra samtaka. Við munum eftir bestu getu reyna að svara öllum bréfurn," segir Grétar. Hann gerir ráð fyrir því að svipaður fjöldi bréfa eigi eftir að berast ráðu- neytinu á næstu dögum. I gær sendi sænska ríkisstjórnin frá sér harðorða gagnrýni þar sem íslendingar eru hvattir til að láta af fyrirhuguðum hvalveiðum. Líta þarlend stjórnvöld svo á að íslend- ingar séu með veiðunum að brjóta alþjóðlegt bann gegn hvalveiðum sem Alþjóðahvalveiðiráðið hafi sett á sínum tíma. Með þessari gagnrýni skipa sænsk stjórnvöld sér í hóp með Bandaríkjamönnum, Bretum, Ný-Sjálendingum og Ástr- ölum sem einnig hafa gert alvar- legar athugasemdir við hvalveiðar fslendinga í atvinnuskyni. Þá hefur Evrópuráðið einnig ályktað um veiðarnar og hvatt íslensk stjórnvöld til að endurskoða af- stöðu sína. Erlendir fjölmiðlar hafa sýnt mál- inu vaxandi áhuga og var mikið fjallað um það þegar fyrsta lang- reyðurin var veidd nú um helgina. Á vef breska ríkisútvarpsins, BBC, var meðal annars greint frá því að náttúruverndarsamtök og ríki sem eru mótfallin hvalveiðum íhugi nú lagaleg úrræði til að koma í veg fyrir veiðarnar. f vefútgáfu þýska dagblaðsins Hamburger Abendblatt í gær er haft eftir forstöðumanni þýsku Hafrannsóknastofnunarinnar að hvafveiðar íslendinga muni hafa skaðleg áhrif á stofnstærðir hvala í Norður Atlantshafi. Vísar hann þeim kenningum á bug að veiða þurfi hvali til að vernda fiskistofna á hafsvæðinu. Fyrsta langreyourin kemur á land eftir nærri 20 ára hlé Múgur og margmenni var mætt í Hvalstöðina um helgina til að siá langreyðina skorna ísrael: Olmert fær liðsstyrk Avigdor Lieberman, leiðtogi ísraelska stjórnmálaflokksins Yisrael Beiteinu, tilkynnti í gær að flokkurinn myndi ganga tif liðs við ríkisstjórn Ehuds Olmerts forsætisráðherra. Flokkur Lieber- mans hefur tekið harða afstöðu gegn aröbum og hefur ellefu þing- menn á ísraelska þinginu, Knes- set. Ríkisstjórn Olmerts hefur nú á að skipa 78 af 120 þingmönnum. Stjórnmálaskýrendur telja nú Olmert fá aukið pólitískt svigrúm. Verðmæti sjávarafla: Meira verð- mæti úr sjó Aflaverðmæti íslenskra skipa jókst um tæpa íjóra milljarða á fyrstu sjö mánuðum ársins samanborið við sama tímabil í fyrra. Heildarverðmæti aflans nam 46 milljörðum króna og því var aukning um rúm níu prósent. Samkvæmt tölum frá Hagstofu íslands kemur fram að verðmæti afla sem seldur er beint haíi staðið í stað en aukning varð bæði í afla sem keyptur er tif vinnslu innanlands og afla sem fluttur er út óunninn. Styrkbeiðnir: Margir sækja í Jafnréttissjóð AJls bárust 18 umsóknir um styrk úr Jafnréttissjóði en 8,9 milljón krónum verður úthlut- að úr sjóðnum að þessu sinni. Stofnað var til sjóðsins á síðasta ári samkvæmt sam- þykkt ríkisstjórnar Islands með það að markmiði að tryggja að hér á landi verði unnar vandaðar rannsóknir á stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Fimm verkefni fá styrk úr sjóðnum í ár og verður tilkynnt formlega í dag hvaða verkefni það verða. „ .<100 J öaHojðbcrðið í ötWnasal H6*tel Sögt> samelnar Ijtkffengan ma*t og góÓa skemm-ty>-n. þö- gœölr þér ó. glmtlega hladboföl. skemm-^jr þér tmdlr töandl feÍTLI of skeflr þér svo tk-t A gólflðog •telMW nokktw lé-t-tspor. Pantanir og upplýsingar í síma 525 9950 og á hotelsaga@hotelsaga.is f SAGA HOTEL, REY REYKJAVIK

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.